Viljum fela Guði bæði skip og áhöfn

„Það er alltaf mikil gleði þegar skip eru blessuð. Það er samt vert að geta þess að það er ekki sjálfsagt en er gert því við viljum fela Guði bæði skip og áhöfn. Setja á hann allt okkar traust,“ sagði séra Viðar Stefánsson þegar hann blessaði skip og áhöfn Heimaeyjar VE 1 í gær. „Það […]

Spennandi að taka við nýju skipi

„Þetta gekk allt eins og í sögu á heimleiðinni og allt eins og það átti að vera,“ sagði Ólafur Einarsson,“ skipstjóri á Heimaey VE. „Það gekk frábærlega og auðvitað er þetta stökk upp á við. Allt miklu stærra, öflugra og meira pláss.“ Ólafur sagði eftirvæntingu fylgja því að byrja veiðar á nýju skipi. „Þá kemur […]

Ný Heimaey VE er af annarri kynslóð

Ný Heimaey kostaði rúma 5 milljarða en til samanburðar var hagnaður Ísfélagsins í fyrra 2,1 milljarður. „Ég býð ykkur hjartanlega velkomin hingað til að skoða nýtt skip Ísfélagsins sem fengið hefur nafnið Heimaey VE 1. Þetta er fjórða skipið sem Ísfélagið og forverar þess gera út með nafninu Heimaey. Það er ávallt hátíðleg stund í […]

Ný Heimaey til sýnis í dag

Heimaey 20250531 073801

Í dag á milli klukkan 17 og 19 verður nýtt skip Ísfélagsins, Heimaey VE opið fyrir gestum og gangandi. Þar verður hægt að skoða þetta nýjasta skip íslenska flotans. Í tilkynningu á facebook-síðu Ísfélagsins segir að tilhlökkun sé að sjá sem flesta um borð í nýja skipinu. Skipið var smíðað af Karstensens skipasmíðastöðinni í Skagen […]

Heimaey VE1- Helstu upplýsingar

Þann 23.maí tók Ísfélagið við uppsjávarskipinu Pathway frá Skotlandi sem hefur fengið nafnið Heimaey. Skipið var smíðað af Karstensens skipasmíðastöðinni í Skagen í Danmörku 2017. Skipið er 78,65m langt , 15,5m breitt og aðalvélin er 5.220 kW frá Wartsila sem er einungis keyrð um 14.000 klst. Burðargeta er um 2500 tonn. Allur búnaður skipsins til […]

Ný Heimaey VE 1 væntanleg kl. sjö í fyrramálið

Öflugra skip og burðargetan 2500 tonn „Þetta er skip sem hentar okkur mjög vel. Erum að taka skref fram á við miðað við það skip sem við vorum með með áður,“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins um Heimaey VE, nýtt skip Ísfélagsins sem væntanlegt er til heimahafnar í Vestmannaeyjum klukkan sjö í fyrramálið, laugardag . […]

Pathway landar í Eyjum

OPF DSC 1318

Uppsjávarskipið Pathway kom til Vestmannaeyja í morgun. Skipið var með um 2300 tonn af kolmunna sem landað er hjá Ísfélaginu. En Ísfélagið festi einmitt kaup á skipinu í fyrra og var um það samið að það yrði afhent í maí nk. Páll Scheving Ingvarsson, verksmiðjustjóri FES, fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins sagði í samtali við Eyjafréttir í gær […]

Afli skipa Ísfélagsins tæp 80 þúsund tonn

„Árið 2024 gekk vel í veiðum og var samanlagður afli skipa félagsins rúmlega 78 þúsund tonn,“ segir á Fésbókarsíðu Ísfélagsins. „Sólberg var aflahæst bolfiskflotans með rúmlega 13 þúsund tonn á árinu, en Sigurður aflahæst uppsjávarskipa með rúm 26 þúsund tonn. Rúmlega 23 þúsund tonn voru veidd af bolfiski og rúmlega 55 þúsund tonn af uppsjávarafla. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.