Ís­félagið semur um sam­bankalán

Stefan Fridriks Tms 1223 Cr IMG 4182 La

Ísfélagið hefur undirritað lánasamning að fjárhæð 220 milljónir evra (um 32 milljörðum króna) við hóp banka. Lánið er til fimm ára og skiptist í tvo hluta, annars vegar í EUR 150 milljóna afborgunarlán með 25 ára afborgunarferli og hins vegar að jafngildi EUR 70 milljóna fjölmynta ádráttarlán. Afborgunarhlutinn verður nýttur til að endurfjármagna öll núverandi […]

Miklar framkvæmdir í FES

FES Framkv 2024

Nú eru í gangi miklar framkvæmdir í FES. Bætt verður við gufuþurrku, eimingartækjum og forsjóðara. Þessar breytingar eiga að skila afkastaaukningu, þannig að verksmiðjan ætti að þessum breytingum loknum að geta tekið inn 1.300 – 1.500 tonn af hráefni á sólarhring. Sá árangur yrði mikill stuðningur við verkefni Ísfélagsins, sérstaklega á þeim tíma sem vinnsla […]

Sigurbjörg ÁR kom til Eyja í nótt

20241004 042352

Í nótt kom Sigurbjörg ÁR, nýtt skip Ísfélagsins í fyrsta sinn til löndunar í Vestmannaeyjum. Skipið var smíðað í Celiktrans-skipasmíðastöðinni í Istanbúl og kom það til landsins í ágúst. Mesta lengd er 48,10 m og breidd 14 m.  Aðalvél er MAN 1.795 kW, 800 snúningar á mínútu. Hjálparvélar eru tvær og bogskrúfa. Spilbúnaður er 4 […]

Ísfélagið hagnaðist um 200 milljónir á öðrum ársfjórðungi

Stefan Fridriks Tms 1223 Cr IMG 4182

Ísfélagið hagnaðist um 1,4 milljónir dala eða um 200 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem birt var í dag. Hagnaður Ísfélagsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 280 þúsund dölum eða tæpar 39 milljónir króna, en tap varð af rekstrinum á fyrsta ársfjórðungi. Til samanburðar hagnaðist félagið um 17,9 […]

Makrílveiðin að glæðast

Sigurdur Ve 20240812 140056 TMS

„Sigurður var að koma með tæp 1600 tonn af makríl.“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net er Sigurður VE var nýkominn til Eyja í dag. Eyþór segir veiðina hafa verið frekar dræma fyrstu vikuna í ágúst en það hafi lagast síðustu daga í íslensku lögsögunni þar sem góður makríll fannst. Aðspurður um […]

Tilhlökkun að taka nýtt skip í notkun

Sigurbjörg ÁR, nýtt skip Ísfélagsins kom til Hafnafjarðar á laugardaginn. Það var Rammi sem tók ákvörðun um smíðina á sínum tíma og var Sigurbjörg hugsuð sem humar- og bolfiskveiðiskip sem átti að sjá starfseminni í Þorlákshöfn fyrir hráefni. Síðan hefur mikið breyst, humarveiðar bannaðar, starfsemin lögð niður í Þorlákshöfn og Rammi hefur sameinast Ísfélagi Vestmannaeyja […]

Sigurbjörg ÁR-67 lögð af stað

Sigurbjörg ÁR-67, nýtt skip Ísfélagsins lagði úr höfn fyrir stundu. Fyrsti áfanginn er að skipið leggst fyrir akkeri og bíður þess að fá afgreidda olíu. Þegar því er lokið hefst heimferðin sem, ef allt gengur að óskum, tekur um tvær vikur. Í áhöfn er níu íslenskir skipverjar og tveir tyrkneskir tæknimenn munu sigla með skipinu […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.