Met sumri að ljúka hjá GV – lítið um óboðna gesti

„Við höfum ekki tekið sérstaklega eftir því núna að gestum ofan af landi hafi fjölgað, sagði Rúnar Gauti Gunnarsson hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja. „Við gerðum eins og margir aðrir klúbbar að loka fyrir skráningu annara en meðlima.“ Rúnar Gauti segir að þrátt fyrir að farið sé að hausta, og sá tími kominn að loka þarf holum […]
Öllum knattspyrnu leikjum frestað til og með 19. október

KSÍ hefur tekið þá ákvörðun að fresta öllum leikjum til og með 19. október. Unnið er að því að finna nýja leikdaga á þá leiki sem frestast og verða frekari upplýsingar birtar um leið og unnt er. Áður hafði leikjum á vegum KSÍ verið frestað um eina viku. Ákvörðun KSÍ er tekin vegna almannahagsmuna og […]
Öllu mótahaldi KSÍ frestað um viku

Vegna aðstæðna í samfélaginu og hertra aðgerða yfirvalda til að sporna við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins ákvað stjórn KSÍ á fundi sínum síðdegis í dag, miðvikudag, að fresta mótahaldi innanlands í öllum aldursflokkum í eina viku. Knattspyrnuhreyfingin hefur á síðustu mánuðum leitast við að fylgja reglum og tilmælum heilbrigðisyfirvalda og gripið til sóttvarnaraðgerða til þess að æfingar […]
Handboltinn fer í frí

Vegna hertra aðgerða til að sporna við útbreiðslu Covid-19 og tilmæla sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi ákvað stjórn HSÍ á fundi sínum í dag að fresta mótahaldi í öllum aldursflokkum til og með 19. október nk., staðan verður endurmetin að þeim tíma liðnum. Mælst var til þess af sóttvarnarlækni að […]
Leik ÍBV-2 og Vængja Júpíters frestað

„Vegna hertra sóttvarnarreglna heilbrigðisráðherra hefur leikjum Þór – KA og ÍBV 2 – Vængir Júpiters í 32 liða úrslitum Coca-Cola bikars karla sem fram átti að fara í kvöld verið frestað,“ segir í tilkynningu frá HSÍ rétt í þessu. „Nýr leiktími verður gefinn út við fyrsta tækifæri.“ (meira…)
Stelpurnar taka á móti FH í dag kl. 14

Stelpunar í meistaraflokki ÍBV taka á móti FH í dag, sunnudag, kl. 14.00 á Hásteinsvelli í leik í Pepsi-max deild kvenna í fótbolta. Fyrir leikinn eru ÍBV í sjötta sæti með 17 stig en FH í fallsæti, því níunda, með 13 stig. Það er því að miklu að keppa hjá liðunum enda flest liðanna í […]
ÍBV fær Vestra í heimsókn í dag klukkan tvö

Strákarnir í meistaraflokki ÍBV taka á móti Vestra í dag kl. 24.00 á Hásteinsvelli í leik í Lengjudeildinni í fótbolta. Vonir ÍBV um að komast upp um deild eru úti og ekki fræðilegur möguleiki að falla. Það er því að engu að keppa nema að klára mótið með reisn. Fyrri viðureign liðana lyktaði, eins og […]
Strákarnir mæta Þór fyrir norðan

Strákarnir í meistaraflokki ÍBV sækja heim Þór Amureyri í dag kl 15.00 í leik í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta. Þór situr í áttunda sæti fyrir leikinn með þrjú stig en ÍBV er í því þriðja með sex. Leikurinn verður sýndur beint á Youtube rás Þórs. (meira…)
Sveinn José til ÍBV

Línumaðurinn Sveinn José Rivera er genginn til liðs við ÍBV frá Aftureldingu á lánssamningi út tímabilið. Sveinn er 22 ára gamall sterkur línumaður sem eins og áður sagði kemur til okkar frá Aftureldingu þar sem hann lék á síðasta tímabili og á upphafi þess nýhafna. Hann er uppalinn hjá Val og hefur einnig leikið með […]
KFS komnir í 3. deild (myndband)

KFS tryggði sér í dag sæti í 3. deild með 0-1 sigri á Hamri á Grýluvelli í Hveragerði það var Hallgrímur Þórðarson sem skoraði sigurmarkið á 63. mínútu. Öflugt stuðningslið fylgdi KFS til lands og setti svip sinn á leikinn. Myndbönd frá fagnaðarlátunum má sjá hér að neðan. Við fengum Hjalta Kristjánsson guðföður félagsins til […]