Sæti í 3. deild í boði

KFS leikur seinni leik sinn gegn Hamri í Hveragerði í dag kl. 15:30 á Grýluvelli. Fyrri leikurinn fór 1-0 fyrir KFS og má búast við hörkuleik. Liðið sem fer með sigur af hólmi úr rimmunni tryggir sér sæti í úrslitaleik 4. deildar og sæti í 3. deild. Í færslu á facebook síðu liðsins eru stuðningsmenn […]

Verðugt verkefni hjá strákunum

Karla lið ÍBV heimsækir topplið Keflavíkur í dag. Keflvíkingar eru á toppi Lengjudeildarinnar en Eyjaliðið er í fjórða sæti. Leikurinn hefst klukkan 15.45 á Nettóvellinum í Reykjanesbæ. Leikurinn er einnig sýndur á Stöð 2 Sport. (meira…)

Ásgeir Snær fór úr axlarlið

Handknattleikslið ÍBV varð fyrir blóðtöku á laugardaginn í sigurleiknum á Val í Olísdeild karla. Örvhenta skyttan, Ásgeir Snær Vignisson, sem kom til liðsins í sumar frá Val, fór úr hægri axlarlið í leiknum sem ÍBV vann, 28:24. Fyrir vikið leikur Ásgeir Snær ekki með ÍBV-liðinu á næstunni. Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari ÍBV, staðfesti þetta við […]

Tvíhöfði í handboltanum

Það er komið að fyrsta tvíhöfða vetrarins en í dag mæta bæði karla og kvenna lið ÍBV liðum Vals í Olísdeildunum í Vestmannaeyjum. Stelpurnar hefja leik klukkan 14:45 og strákarnir fylgja svo á eftir klukkan 17:30. Kvenna lið Vals kom til Eyja í gær og karla liðið er væntanlegt með Herjólfi frá Þorlákshöfn. Það skal […]

KFS-Hamar frestast til sunnudags

Eftir frækinn 6-0 sigur á KFR síðastliðin miðvikudag er komið að alvöru Suðurlandsslag þegar KFS mætir Hamri frá Hveragerð í fyrri leik undanúrslita, en spilað er heima og heiman, og er sæti í 3.deild í boði. Leikurinn er á morgun sunnudag á Hásteinsvelli kl. 14:00. Síðasti leikur var svakaleg skemmtun og höfðu áhorfendur mikið að […]

KFS-KFR á Hásteinsvelli í dag

Lærisveinar Gunnars Heiðars í KFS taka á móti nágrönnum okkar í KFR á Hásteinsvelli kl. 16:00 í dag (miðvikudag). Leikurinn er síðari viðureign í 8-liða úrslitum 4. Deildar. KFR sigraði fyrri leik liðana á Hvolsvelli 2-1. KFS þarf því á sigri að halda til að komast í 4-liða úrslit. Í fréttatilkynningu frá KFS eru Eyjamenn […]

Þórsarar mæta á Hásteinsvöll – áhorfendur boðnir velkomnir

ÍBV tekur á móti Þór frá Akureyri í 17.umferð Lengjudeildar karla í dag. Bæði liðin eru með 26 stig í 4.-5. sæti. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð2 Sport. Eftir samráð við sóttvarnaryfirvöld hefur KSÍ ákveðið að leyfa áhorfendur á leikjum í öllum flokkum og á öðrum viðburðum á […]

Hlynur bætti eigið Íslandsmet

Vestmannaeyjahlaup

Hlynur Andrésson bætti í gær eigið met í 10.000 metra hlaupi á braut. Metið setti hann á hollenska meistaramótinu. Frá þessu er greint í frétt á vef Frjálsíþróttasambands Íslands. Hlynur kom í mark á 28:55,47 mínútum og bætti eigið met um tæpa hálfa mínútu. Fyrra met Hlyns var 29:20,92 mínútur frá árinu 2018. Hlynur fékk […]

Handbolti í dag í tómum húsum

Handboltalið ÍBV standa í ströngu í dag og fóru bæði til lands með 9:30 ferð Herjólfs í morgun. Önnur umferð í Olís deild karla klárast í dag með leik Hauka og ÍBV á Ásvöllum en flautað verður til leiks klukkan 17:30 og er leikurinn sýndur á stöð 2 sport. Stelpurnar heimsækja lið HK í Kórinn […]

ÍBV2 mætir Vængjum Júpiters í bikarnum

Í dag var dregið í 32 liða úrslit Coca-Cola bikars karla. 19 lið eru skráð til leiks og var því dregið í 3 viðureignir. ÍBV átti eitt lið í pottinum að þessu sinni en aðallið félagsins sat hjá í fyrstu umferð. ÍBV2 fékk heimaleik á móti Vængjum Júpiters sem áætlað er að fari fram 6.-7. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.