Sæti í 3. deild í boði

KFS leikur seinni leik sinn gegn Hamri í Hveragerði í dag kl. 15:30 á Grýluvelli. Fyrri leikurinn fór 1-0 fyrir KFS og má búast við hörkuleik. Liðið sem fer með sigur af hólmi úr rimmunni tryggir sér sæti í úrslitaleik 4. deildar og sæti í 3. deild. Í færslu á facebook síðu liðsins eru stuðningsmenn […]
Verðugt verkefni hjá strákunum

Karla lið ÍBV heimsækir topplið Keflavíkur í dag. Keflvíkingar eru á toppi Lengjudeildarinnar en Eyjaliðið er í fjórða sæti. Leikurinn hefst klukkan 15.45 á Nettóvellinum í Reykjanesbæ. Leikurinn er einnig sýndur á Stöð 2 Sport. (meira…)
Ásgeir Snær fór úr axlarlið

Handknattleikslið ÍBV varð fyrir blóðtöku á laugardaginn í sigurleiknum á Val í Olísdeild karla. Örvhenta skyttan, Ásgeir Snær Vignisson, sem kom til liðsins í sumar frá Val, fór úr hægri axlarlið í leiknum sem ÍBV vann, 28:24. Fyrir vikið leikur Ásgeir Snær ekki með ÍBV-liðinu á næstunni. Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari ÍBV, staðfesti þetta við […]
Tvíhöfði í handboltanum

Það er komið að fyrsta tvíhöfða vetrarins en í dag mæta bæði karla og kvenna lið ÍBV liðum Vals í Olísdeildunum í Vestmannaeyjum. Stelpurnar hefja leik klukkan 14:45 og strákarnir fylgja svo á eftir klukkan 17:30. Kvenna lið Vals kom til Eyja í gær og karla liðið er væntanlegt með Herjólfi frá Þorlákshöfn. Það skal […]
KFS-Hamar frestast til sunnudags

Eftir frækinn 6-0 sigur á KFR síðastliðin miðvikudag er komið að alvöru Suðurlandsslag þegar KFS mætir Hamri frá Hveragerð í fyrri leik undanúrslita, en spilað er heima og heiman, og er sæti í 3.deild í boði. Leikurinn er á morgun sunnudag á Hásteinsvelli kl. 14:00. Síðasti leikur var svakaleg skemmtun og höfðu áhorfendur mikið að […]
KFS-KFR á Hásteinsvelli í dag

Lærisveinar Gunnars Heiðars í KFS taka á móti nágrönnum okkar í KFR á Hásteinsvelli kl. 16:00 í dag (miðvikudag). Leikurinn er síðari viðureign í 8-liða úrslitum 4. Deildar. KFR sigraði fyrri leik liðana á Hvolsvelli 2-1. KFS þarf því á sigri að halda til að komast í 4-liða úrslit. Í fréttatilkynningu frá KFS eru Eyjamenn […]
Þórsarar mæta á Hásteinsvöll – áhorfendur boðnir velkomnir

ÍBV tekur á móti Þór frá Akureyri í 17.umferð Lengjudeildar karla í dag. Bæði liðin eru með 26 stig í 4.-5. sæti. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð2 Sport. Eftir samráð við sóttvarnaryfirvöld hefur KSÍ ákveðið að leyfa áhorfendur á leikjum í öllum flokkum og á öðrum viðburðum á […]
Hlynur bætti eigið Íslandsmet

Hlynur Andrésson bætti í gær eigið met í 10.000 metra hlaupi á braut. Metið setti hann á hollenska meistaramótinu. Frá þessu er greint í frétt á vef Frjálsíþróttasambands Íslands. Hlynur kom í mark á 28:55,47 mínútum og bætti eigið met um tæpa hálfa mínútu. Fyrra met Hlyns var 29:20,92 mínútur frá árinu 2018. Hlynur fékk […]
Handbolti í dag í tómum húsum

Handboltalið ÍBV standa í ströngu í dag og fóru bæði til lands með 9:30 ferð Herjólfs í morgun. Önnur umferð í Olís deild karla klárast í dag með leik Hauka og ÍBV á Ásvöllum en flautað verður til leiks klukkan 17:30 og er leikurinn sýndur á stöð 2 sport. Stelpurnar heimsækja lið HK í Kórinn […]
ÍBV2 mætir Vængjum Júpiters í bikarnum

Í dag var dregið í 32 liða úrslit Coca-Cola bikars karla. 19 lið eru skráð til leiks og var því dregið í 3 viðureignir. ÍBV átti eitt lið í pottinum að þessu sinni en aðallið félagsins sat hjá í fyrstu umferð. ÍBV2 fékk heimaleik á móti Vængjum Júpiters sem áætlað er að fari fram 6.-7. […]