Bændaglíma GV

Bændaglíma GV fer fram á morgun laugardag. Um er að ræða skemmtimót þar sem tvö lið etja kappi á móti hvor öðru. Bændur liðanna í ár eru fyrrum handboltakempurnar Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Grétar Þór Eyþórsson. Í kvöld fer fram upphitunarkvöld fyrir bændaglímuna þar sem bændur ársins munu draga í lið. Eru allir keppendur hvattir […]

Þrjár frá ÍBV í 19 manna hópi Arnars

Arnar Pétursson hefur valið 19 leikmenn til æfinga, hópurinn hittist og æfir í Vestmannaeyjum 28. september – 3. október. Næsta verkefni hjá stelpunum okkar er áætlað 4. – 6. desember nk. en þá fer fram undankeppni HM. Liðið drógst í riðil með Norður-Makedóníu, Litháen og Grikklandi. Riðilinn verður leikinn í Norður-Makedóníu. Vegna Covid-19 heimsfaraldursins er […]

Lokahóf yngri flokka

Lokahóf yngri flokka í fótbolta fóru fram í síðustu viku hjá iðkendum í 4.-8. flokkum. Spilaður var fótbolti og farið í leiki í Herjólfshöllinni, að því loknum voru veittar veitingar og viðurkenningar. Frá þessur er greint á heimasíðu ÍBV. Eftirtaldir hlutu viðurkenningar: 4. flokkur kvenna Efnilegust: Íva Brá Guðmundsdóttir, Birna María Unnarsdóttir Framfarir: Sara Margrét Örlygsdóttir […]

Ísfélagið býður á völlinn

ÍBV mætir Leikni frá Fáskrúðsfirði klukkan 16:30 á Hásteinsvelli í dag. Leiknismenn sitja í næst neðsta sæti Lengjudeildarinnar með 11 stig en ÍBV er í fjórða sæti með 25 stig. Ísfélag Vestmannaeyja býður á völlinn og hvetur bæjarbúa til að mæta á völlinn og styðja sitt lið. (meira…)

Spenningur í hópnum fyrir komandi tímabili

Stelpurnar hefja leik í handboltanum í dag þegar þær taka á móti KA/Þór, nýkrýndum sigurvegurum í mestkarakeppni HSÍ. Flautað verður til leiks klukkan 16:30. Sigurður Bragason þjálfari liðsins segir að alltaf sé spenningur í hópnum fyrir komandi tímabili en hann sé meiri en oft áður eftir langt sumarhlé. „Það er alltaf gaman að fara að […]

Sex stiga leikur á Hásteinsvelli

Klukkan 14:00 í dag mætast á Hásteinsvelli lið ÍBV og Keflavíkur. Liðin eru í harðir toppbaráttu Lengjudeildarinnar. Keflavík eru í öðru sæti deildarinnar en ÍBV í því fjórða og því ljóst að um mikilvægan leik er að ræða fyrir heimamenn ætli þeir sér aftur upp í deild þeirra bestu næsta sumar. (meira…)

ÍBV mætir FH í Mjólkurbikar karla

Í gær var dregið í undanúrslit í Mjólkurbikars karla og kvenna. Karlalið ÍBV var í pottinum og dróst á móti FH. Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 3. september tillögu frá mótanefnd sem heimilar að undanúrslit í Mjólkurbikar séu leikin á hlutlausum völlum þar sem eru flóðljós. Undanúrslit Mjólkurbikars kvenna fara fram sunnudaginn 1. nóvember […]

Þurfum að koma nýjum og yngri mönnum inn í hlutverk

Olís-deild karla fer af stað í kvöld þegar ÍBV heimsækir lið ÍR í Austurbergi. Flautað verður til leiks klukkan 18:00. Lið ÍR hefur tekið miklum breytingum milli ára og er spáð 11. sæti í Olísdeild karla í árleg spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna. Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV sagði í samtali við Eyjafréttir að veturinn […]

Lýsa yfir áhyggjum af ástandi íþróttahúsanna

Lagt var fram minnisblað um stöðu framkvæmda hjá Vestmannaeyjabæ á fundi bæjarráðs í gær. Töluverður fjöldi framkvæmda hefur átt sér stað undanfarna mánuði og í minnisblaðinu er rakin staða einstakra framkvæmda. Jafnframt var lögð fram sérstök greinargerð um framkvæmdir í Íþróttamiðstöðinni á þessu ári. Töluvert meiri þörf var á kostnaðarsömu viðhaldi við Íþróttamiðstöðina en gert […]

Stelpunum spáð öðru sæti en strákunum því fimmta

Nú í hádeginu fór fram kynningarfundur vegna Olís- og Grill 66 deilda fyrir komandi handboltatímabil. Árleg spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna var kynnt að því tilefni. Karlaliði ÍBV er spáð 5. sæti í deildinni en stelpunum er spáð 2. sæti þetta árið. Nánar verður fjallað um komandi handboltavetur í næsta blaði Eyjafrétta og rætt við […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.