Bændaglíma GV

Bændaglíma GV fer fram á morgun laugardag. Um er að ræða skemmtimót þar sem tvö lið etja kappi á móti hvor öðru. Bændur liðanna í ár eru fyrrum handboltakempurnar Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Grétar Þór Eyþórsson. Í kvöld fer fram upphitunarkvöld fyrir bændaglímuna þar sem bændur ársins munu draga í lið. Eru allir keppendur hvattir […]
Þrjár frá ÍBV í 19 manna hópi Arnars

Arnar Pétursson hefur valið 19 leikmenn til æfinga, hópurinn hittist og æfir í Vestmannaeyjum 28. september – 3. október. Næsta verkefni hjá stelpunum okkar er áætlað 4. – 6. desember nk. en þá fer fram undankeppni HM. Liðið drógst í riðil með Norður-Makedóníu, Litháen og Grikklandi. Riðilinn verður leikinn í Norður-Makedóníu. Vegna Covid-19 heimsfaraldursins er […]
Lokahóf yngri flokka

Lokahóf yngri flokka í fótbolta fóru fram í síðustu viku hjá iðkendum í 4.-8. flokkum. Spilaður var fótbolti og farið í leiki í Herjólfshöllinni, að því loknum voru veittar veitingar og viðurkenningar. Frá þessur er greint á heimasíðu ÍBV. Eftirtaldir hlutu viðurkenningar: 4. flokkur kvenna Efnilegust: Íva Brá Guðmundsdóttir, Birna María Unnarsdóttir Framfarir: Sara Margrét Örlygsdóttir […]
Ísfélagið býður á völlinn

ÍBV mætir Leikni frá Fáskrúðsfirði klukkan 16:30 á Hásteinsvelli í dag. Leiknismenn sitja í næst neðsta sæti Lengjudeildarinnar með 11 stig en ÍBV er í fjórða sæti með 25 stig. Ísfélag Vestmannaeyja býður á völlinn og hvetur bæjarbúa til að mæta á völlinn og styðja sitt lið. (meira…)
Spenningur í hópnum fyrir komandi tímabili

Stelpurnar hefja leik í handboltanum í dag þegar þær taka á móti KA/Þór, nýkrýndum sigurvegurum í mestkarakeppni HSÍ. Flautað verður til leiks klukkan 16:30. Sigurður Bragason þjálfari liðsins segir að alltaf sé spenningur í hópnum fyrir komandi tímabili en hann sé meiri en oft áður eftir langt sumarhlé. „Það er alltaf gaman að fara að […]
Sex stiga leikur á Hásteinsvelli

Klukkan 14:00 í dag mætast á Hásteinsvelli lið ÍBV og Keflavíkur. Liðin eru í harðir toppbaráttu Lengjudeildarinnar. Keflavík eru í öðru sæti deildarinnar en ÍBV í því fjórða og því ljóst að um mikilvægan leik er að ræða fyrir heimamenn ætli þeir sér aftur upp í deild þeirra bestu næsta sumar. (meira…)
ÍBV mætir FH í Mjólkurbikar karla

Í gær var dregið í undanúrslit í Mjólkurbikars karla og kvenna. Karlalið ÍBV var í pottinum og dróst á móti FH. Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 3. september tillögu frá mótanefnd sem heimilar að undanúrslit í Mjólkurbikar séu leikin á hlutlausum völlum þar sem eru flóðljós. Undanúrslit Mjólkurbikars kvenna fara fram sunnudaginn 1. nóvember […]
Þurfum að koma nýjum og yngri mönnum inn í hlutverk

Olís-deild karla fer af stað í kvöld þegar ÍBV heimsækir lið ÍR í Austurbergi. Flautað verður til leiks klukkan 18:00. Lið ÍR hefur tekið miklum breytingum milli ára og er spáð 11. sæti í Olísdeild karla í árleg spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna. Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV sagði í samtali við Eyjafréttir að veturinn […]
Lýsa yfir áhyggjum af ástandi íþróttahúsanna

Lagt var fram minnisblað um stöðu framkvæmda hjá Vestmannaeyjabæ á fundi bæjarráðs í gær. Töluverður fjöldi framkvæmda hefur átt sér stað undanfarna mánuði og í minnisblaðinu er rakin staða einstakra framkvæmda. Jafnframt var lögð fram sérstök greinargerð um framkvæmdir í Íþróttamiðstöðinni á þessu ári. Töluvert meiri þörf var á kostnaðarsömu viðhaldi við Íþróttamiðstöðina en gert […]
Stelpunum spáð öðru sæti en strákunum því fimmta

Nú í hádeginu fór fram kynningarfundur vegna Olís- og Grill 66 deilda fyrir komandi handboltatímabil. Árleg spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna var kynnt að því tilefni. Karlaliði ÍBV er spáð 5. sæti í deildinni en stelpunum er spáð 2. sæti þetta árið. Nánar verður fjallað um komandi handboltavetur í næsta blaði Eyjafrétta og rætt við […]