ÍBV meistarar meistaranna

Bikarmeistarar ÍBV unnu Meistarakeppni HSÍ í karlaflokki í kvöld þegar liðið lagði deildarmeistara Vals, 24:26, leikið var á heimavelli Vals að Hlíðarenda. ÍBV hafði frumkvæðið í leiknum lengst af en staðan í hálfleik var 12:14. Leikurinn gefur góð fyrirheit fyrir komandi tímabil en Íslandsmótið hefst á fimmtudag þegar ÍBV heimsækir ÍR í Austurbergi klukkan 18:00. […]

Eyjastelpur á Hlíðarenda

Eyjastelpur eiga verðugt verkefni fyrir höndum í dag þegar þær mæta toppliði Vals á hlíðarenda í dag. Flautað verður til leiks klukkan 14:00 og er leikurinn í beinni útsendingu á visir.is. (meira…)

Hlynur setti brautarmet í frábæru Vestmannaeyjahlaupi

Vestmannaeyjahlaupið fór fram í dag við topp aðstæður í frábæru veðri. Þátttakendur voru 130 í tveimur vegalengdum. Tvö brautarmet voru slegin í dag Ásbjörg Ósk Snorradóttir setti nýtt met í 5 kílómetrahlaupi kvenna en mesta athygli vakti þegar heima maðurinn Hlynur Andrésson sló 7 ára gamalt brautarmet Kára Steins Karlssonar en hann hljóp kílómetrana tíu […]

Taflfélag Vestmannaeyja hlaut styrk vegna Covid-19

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur úthlutað fimmtíu milljónum kr. til félaga sem sem standa fyrir skipulögðu starfi fyrir börn og ungmenni. Ráðstöfun þessi er til samræmis við þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar COVID-19. Taflfélag Vestmannaeyja var meðal þeirra sem fengu styrk og hlutu 300.000 krónur. Styrkir eru […]

Frestur til að skrá sig í Vestmannaeyjahlaupið rennur út kl. 14:00

Vestmannaeyjahlaup verður haldið laugardaginn 5. september. En frestur til að skrá sig í hlaupið rennur út í dag klukkan 14:00. Skráning fer fram á hlaup.is, ekki verður tekið á móti skráningum á hlaupdag. Keppnisnúmer og gögn eru afhent milli kl. 18-20 föstudagskvöldið 4. september eða morguninn fyrir hlaup í Íþróttamiðstöðinni. Eitt þátttökugjald 3.000 kr er […]

Eina af 150 milljónkróna COVID styrk til Íþróttanna, rataði til Eyja

Handknattleiksdeild ÍBV íþróttafélags var eina félagið í Vestmannaeyjum sem hlaut styrk úr úthlutun vegna sértækra aðgerða frá sambandsaðilum og íþrótta- og ungmennafélögum sem höfðu orðið fyrir tapi eða tekjufalli vegna viðburða sem hætt var við á vormánuðum, vegna Covid-19 samtals 1.114.688 krónur. Forsaga málsins er sú að ÍSÍ skipaði vinnuhóp 25. mars sl. til að […]

Leiknir Reykjavík mætir á Hásteinsvöll – með áhorfendum

Liðin sitja bæði í efri hluta deildarinnar og stefna hærra. Leikurinn hefst 17.30 og eru áhorfendur leyfðir á vellinum eftir nokkuð hlé. Það komast 100 í hvora stúku og svo verður svæði frá stóru stúkunni að SA hornfána einnig opið. Talið verður í stúkurnar og gæti orðið uppselt í þær. Börn fædd 2005 og síðar […]

Sigursælir langhlauparar keppa í Eyjum

Tveir bestu langhlauparar Íslands Kári Steinn Karlsson og Hlynur Andrésson taka þátt í Vestmannaeyjahlaupinu. Kári Steinn hefur tekið þátt í hlaupinu frá upphafi en Kári á Íslandsmet í hálfu og heilu maraþoni. Hlynur Andrésson hefur verið áberandi í hlaupafréttum síðustu ár og hefur átt góðu gengi að fagna en langt er síðan Hlynur keppti í […]

Stelpurnar fara í Garðabær og strákarnir mæta botnliðinu

Fótboltalið félagsins leggja land undir fót í dag. Stelpurnar sem hafa verið á mikilli siglingu mæta stjörnunni í Garðabæ klukkan 14:00. Á sama tíma fara strákarni í Ólafsvík og mæta Víkingum sem eru í harðri fallbaráttu. En Eyjamenn eru sem stendur í þriðjasætinu. Leikurinn hefst einnig klukkan 14:00. (meira…)

Körfuboltinn af stað

Körfuboltaæfingar ÍBV hefjast í næstu viku en þjálfari eru Brynjar Ólafsson. Eins og áður eru engin æfingagjöld og eru æfingar ætlaðar bæði stelpum og strákum. 5. og 6. bekkur Mánudaga 16:15-17:15 salur 1 Fimmtudaga 16:00-17:00 salur 1 7. og 8 bekkur Þriðjudaga 17:15-18:15 salur 1 Miðvikudaga 15:30-16:30 salur 3 Frekari upplýsingar má nálgast á facebook hópi […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.