Birna Berg og Sandra í A-landsliðið

Þær Birna Berg Haraldsdóttir og Sandra Erlingsdóttir leikmenn ÍBV hafa verið valdar í A-landsliðshóp Íslands í handbolta. Þær munu taka þátt í æfingaviku sem byrjar á mánudaginn kemur og líkur með vináttuleik gegn Danmörku þann 20. september. Birna Berg Haraldsdóttir á 63 A-landsliðsleiki og 126 mörk. Sandra Erlingsdóttir á 35 A-landsliðsleiki og 146 mörk. (meira…)

Vestmannaeyjahlaupið fór fram með pompi og prakt

Vestmannaeyjahlaupið fór fram í gær í fimmtánda sinn og tóku alls 128 hlauparar þátt. Veðrið var gott og stemningin létt, og var sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu margir ungir hlauparar tóku þátt og sýndu glæsilegan árangur. Í 5 km hlaupinu bar Eva Skarpaas sigur úr býtum í kvennaflokki á tímanum 23:18. Eva átti einmitt frumkvæðið […]

Kvennalið ÍBV byrjar tímabilið á sigri

Kvennalið ÍBV vann góðan sigur á Fram í fyrstu umferð Olís deildar kvenna í Vestmannaeyjum í dag. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en Eyjakonur voru með tveggja marka forystu í hálfleik 20-18. Seinni hálfleikur spilaðist nokkuð líkt og sá fyrri en Eyjakonur juku forskot sitt jafnt og þétt. Lokatölur leiksins 35-30. Sandra Erlingsdóttir fór á […]

ÍBV og Fram mætast í Eyjum

Eyja_3L2A1345

Olís deild kvenna hefst í dag, en þá fara fram þrír leikir. Í síðasta leik dagsins tekur ÍBV á móti Fram í Eyjum. ÍBV hefur gengið vel á undirbúnings-tímabilinu en liðið vann bæði Ragnarsbikarinn og stóð uppi sem sigurvegari á KG Sendibílamótinu. Leikurinn í Eyjum hefst klukkan 15.00. Hér má lesa viðtal Eyjafrétta við þjálfara […]

Eyjamenn með sigur í fyrsta leik

Karlalið ÍBV sigraði HK naumlega 30-29 í fyrstu umferð Olís deildar karla í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjamenn voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn og voru yfir 15-11 í hálfleik. Eyjamenn voru áfram með stjórnina á leiknum í síðari hálfleik en þegar hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður náði HK að saxa á forskotið. Þegar tæpar fimm mínútur […]

Vestmannaeyjahlaupið á morgun

Vestmannaeyjahlaupið verður á morgun, laugardag. Boðið verður upp á tvær vegalengdir, 5 og 10 km, og verður ræst frá íþróttamiðstöðinni kl.12:30. „Veðurspáin er góð. Við vonum að hundrað keppendur taki þátt, nú hafa 80 skráð sig,” segir Magnús Bragason, einn skipuleggjenda hlaupsins. Skráning og upplýsingar má nálgast hér. (meira…)

ÍBV fær HK í heimsókn

Olísdeild karla er farin af stað. Í kvöld verða tvær viðureignir. Í Eyjum taka heimamenn á móti HK. Afturelding, Fram og Valur hafa sigrað í þeim þremur leikjum sem lokið er í deildinni. Hinn leikur kvöldsins er viðureign Þórs og ÍR á Akureyri. Í Eyjum hefst leikurinn klukkan 18.30. Fram kemur á facebook-síðu handknattleiksdeildar ÍBV […]

Eyjakonur skoruðu níu í síðasta leiknum

Kvennalið ÍBV gerði góða ferð í Árbæinn í dag þegar liðið gjörsigraði Fylki 1-9 í 18. umferð Lengjudeildar kvenna. Þetta var síðasti leikur tímabilsins en þær voru nú þegar búnar að tryggja sér sigur í deildinni. Staðan var 0-4 í hálfleik. Viktorija Zaicikova kom ÍBV yfir strax á 6. mínútu leiksins. Allisons Clark bætti öðru […]

ÍBV mætir Fylki á útivelli

Lokaumferð Lengjudeildar kvenna fer fram í dag. ÍBV nú þegar búið að tryggja sér titilinn í deildinni. Liðið mætir Fylki í Árbænum í dag. Fylkir í næstneðsta sæti með 8 stig. Leikurinn hefst klukkan 17.30 í dag. Leikir dagsins: (meira…)

Olga áfram með ÍBV

Lettneska knattspyrnukonan Olga Sevcova hefur ákveðið að framlengja dvöl sína í Vestmannaeyjum um eitt ár í það minnsta og halda áfram að spila með ÍBV. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félagsins. Þegar Olga kom fyrst til landsins og gekk í raðir ÍBV árið 2020 þá gerði hún samning út það keppnistímabil, fáir hefðu […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.