Petar Jokanovic framlengir við ÍBV

Petar Jokanovic hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við ÍBV. Þetta kemur fram á facebooksíðu ÍBV en þar segir “Petar kom til liðs við ÍBV fyrir síðasta tímabil og átti fínasta tímabil. Hann varði á köflum meistaralega í markinu og átti m.a. stóran þátt í sigri liðsins í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni í mars. Petar […]

Valskonur mæta á Hásteinsvöll

Eyjakonur taka á móti liði Vals á Hásteinsvelli í kvöld klukkan 18:00. Valskonur sitja á toppi deildarinnar með 9 stig en ÍBV í sjöunda sæti með 3 stig. (meira…)

ÍBV mætir Aftureldingu á útivelli í dag

Eyjamenn heimsækja Aftureldingu í Mosfellsbæ í dag klukkan 16:00 í annari umferð Lengjudeildarinnar. Eyjamenn eru með þrjú stig en Afturelding er án stiga eftir tap í fyrstu umferð. (meira…)

ÍBV heimsækir KA í Mjólkurbikarnum

Dregið var í 16 liða úrslit Mjólkurbikars karla í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Leikirnir fara fram 30. og 31. júlí. Leikirnir Fram – Fylkir HK – Afturelding FH – Þór Breiðablik – Grótta KA – ÍBV Víkingur R. – Stjarnan KR – Fjölnir Valur – ÍA (meira…)

Fjölmennt Orkumót farið af stað

Orkumótið hófst í morgun en þar keppa drengir á aldrinum 9-10 ára. “Þátttakan á mótinu í ár er góð en það verða 104 lið frá 34 félögum, til stóð að það yrðu 112 lið en þeim fækkaði um 8 eftir covid, sagði Sigríður Inga Kristmannsdóttir, mótsstjóri” “Við erum að keyra á sama prógrammi varðandi sóttvarnir […]

Aðalfundur ÍBV-íþróttafélags

Aðalfundur ÍBV-íþróttafélags verður haldinn miðvikudaginn 1. júlí n.k. Hefst fundurinn klukkan 20:00 í Týsheimilinu. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Aðalstjórn ÍBV-íþróttafélags (meira…)

KSÍ styrkir byggingu búningsklefa við Hásteinsvöll

Á fundi stjórnar KSÍ 18. júní síðastliðinn kynnti Ingi Sigurðsson formaður mannvirkjanefndar yfirferð og tillögu nefndarinnar um úthlutun úr mannvirkjasjóði KSÍ 2020. Stjórnin fór ítarlega yfir tillögu mannvirkjanefndar og yfirfór einnig þær umsóknir sem fengu ekki úthlutanir. Stjórn KSÍ samþykkti neðangreinda úthlutun styrkja til þeirra samþykktu umsókna sem byggja á niðurstöðu skorkorts nefndarinnar.  Alls er […]

ÍBV-Stjarnan í dag

ÍBV tekur á móti Stjörnunni á Hásteinsvelli í Pepsí max deild kvenna kl. 18.00 í dag. Bæði lið eru með 3 stig og því mikilvægt að fá góðan stuðning til að landa þremur stigum í viðbót á Hásteinsvelli. (meira…)

ÍBV áfram í bikarnum

ÍBV lagði lið Tindastóls á Hásteinsvelli í Mjólkurbikarnum í kvöld. Jón Ingason skoraði fyrsta mark ÍBV snemma leiks og þannig var staðan í hálfleik þó svo að ÍBV hafi fengið nokkur tækifæri til að auka muninn. ÍBV liðið var svo mun sterkara í seinnihálfleik og varð loka niðurstaðan 7-0. Gary Martin gerði sér lítið fyrir […]

Birkir Kristins, Bjarnólfur og Tryggvi Guðmunds rífa fram skóna

Tökur á nýrri þáttaröð sem sýnd verður á Stöð 2 og ber heitið Framlengingin hefjast næstkomandi fimmtudag. Í þáttunum Framlengingin ferðast margir af þekktustu fyrrverandi knattspyrnumönnum Íslands um landið og skora á knattspyrnulið á landsbyggðinni í góðgerðarleik til styrktar málefnum í hverju sveitarfélagi. Búið er að mynda öflugt og sterkt lið sem heitir FC Ísland. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.