ÍBV tekur á móti Tindastól í dag

ÍBV tekur á móti liði Tindastóls í Mjólkurbikar karla klukkan 18.00 á Hásteinsvelli í dag. Eyjamenn tryggðu sér sæti í 32-liða úrslitum með 1-5 sigri á Grindavík í síðustu umferð. (meira…)
Stelpurnar heimsækja Þór/KA í dag

ÍBV sækir heim Þór/KA í dag kl. 15.30 á Þórsvelli, Akureyri, í leik í Pepsi-max deild kvenna. Í síðustu fimm viðureignum þessara liða hefur Þór/Ka sigrað þá alla. Það er því ljóst að á brattan er að sækja hjá stelpunum í dag. ÍBV fékk Þrótt Reykjavík í heimsókn síðasta laugardag í fyrstu umferð Pepsi-max deildarinnar […]
Strákarnir taka á móti Magna á Hásteinsvelli í dag

ÍBV tekur á móti Magna frá Grenivík, í fyrsta leik ÍBV í fyrstu deild í knattspyrnu síðan 2008 á Hásteinsvelli kl. 14.00. Jafnframt er þetta í fyrsta skipti sem þessi lið mætast a.m.k. í opinberri keppni. ÍBV mætti Grindavík í mjólkurbikar karla í síðustu viku þar sem þeir fóru með góðan sigur, 1-5. Það verður […]
Herrakvöld knattspyrnudeildar ÍBV annaðkvöld

Þá er loksins komið að alvöru herrakvöldi! segir í tilkynningu frá ÍBV. Veislustjóri verður enginn annar en Gummi Ben sem mun gleðja okkur með gamanmálum og sögum. Þá verður Dagur Sig með söngatriði en honum til halds og trausts verður Eyjamaðurinn Fannar. Geggjaður matur frá Einsa kalda og nóg um að vera. Herlegheitin fara fram […]
Frítt á völlinn í dag, ÍBV-Þróttur

Í dag klukkan 16.00 mætast á Hásteinsvelli ÍBV og Þróttur í fyrsta leik sumarsins í Pepsí Max deild kvenna. Þar sem tímar hafa verið erfiðir sökum Covid19 hefur ÍBV ákveðið að bjóða öllum stuðningsmönnum frítt á fyrsta heimaleik sumarsins. “Stuðningsmenn látum okkar ekki eftir liggja og fjölmennum á Hásteinsvöll og hjálpum stelpunum okkar að ná […]
Karlalið ÍBV áfram í bikarnum – Gary Martin með þrennu

Í dag léku Eyjamenn við Grindvíkinga í bikarkeppninni. Leikurinn fór fram í Grindavík og var talsverð spenna fyrir leiknum enda liðunum báðum spáð velgengni í 1. deildinni í ár. Eyjamenn höfðu yfirburði á öllum sviðum og lauk leiknum með 5-1 sigri Eyjamanna. Gary Martin skoraði þrennu og Telmo, besti leikmaður síðasta tímabils, skoraði tvö. Grindvíkingar náðu […]
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ í dag

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2020 fer fram í dag, í 31. sinn. Hlaupið verður frá Íþróttamiðstöðinni klukkan 12 á hádegi. Í upphafi, árið 1990 var markmiðið að hvetja konur til hreyfingar og almennrar þátttöku í íþróttastarfi og óhætt er að segja að það hafi tekist. Í dag á Ísland afrekskonur á öllum sviðum íþrótta og almenn […]
Fjölmennasta TM-mót til þessa hefst á morgun

Keppni á TM-mótinu hefst í fyrramálið en dagskrá mótsins hefst þó í dag með bátsferðum og fleiru. TM-mótið hefur verið haldið árlega í Vestmannaeyjum frá því það var fyrst haldið árið 1990. Á mótinu keppir 5.flokkur kvenna í knattspyrnu. Mótið í ár er það stærsta hingað til að sögn Sigríðar Ingu Kristmannsdóttur mótsstjóra TM-mótsins. „Þátttakan […]
Sjö ÍBV stelpur í landsliðsverkefnum

Magnús Stefánsson og Díana Guðjónsdóttir þjálfarar U-18 ára landsliðs kvenna hafa valið 24 leikmenn til æfinga næstu tvær helgar. Æfingar fyrri helgina fara fram að Ásvöllum í Hafnarfirði en síðari helgina verður æft í Kórnum í Kópavogi. Auk Magnúsar þjálfara á ÍBV 4 fulltrúa í hópnum en það eru: Aníta Björk Valgeirsdóttir Bríet Ómarsdóttir Harpa […]
Lokahóf handboltans, verðlaunahafar og myndir

Handbolta menn og konur gerðu sér glaðan dag í gærkvöldi þegar lokahóf hanknattleiksdeildar ÍBV fór fram. Veitt voru verðlaun fyrir árangur vetrarins en það voru þau Sunna Jónsdóttir og Kristján Örn Kristjánsson sem voru valin bestu leikmenn meistaraflokkana. Hér að neðan má sjá verðlaunahafa og myndir frá kvöldinu. 3.fl kvenna Mestu framfarir: Birta Líf Agnarsdóttir […]