Árgangamót ÍBV

Árgangamót ÍBV verði haldið 9. nóv. Síðasti dagur til að skrá lið er þriðjudaginn 5. nóvember. Lokahóf mótsins verður sama kvöld í Kiwanis og verður þar matur, ræðumaður kvöldsins sem og trúbador. Lokahófið er öllum opið. Mótafyrirkomulag: Leikið er í 5 manna bolta og er frjáls fjöldi varamanna. Hver leikur er 2×6 mínútur. Í karlaflokki […]
Nemendur í 10. bekk sinna gangbrautavörslu

Nemendur í 10. bekk í GRV munu standa fyrir gangbrautavörslu á nokkrum fjölförnum gangbrautum á morgnana í svartasta skammdeginu með það fyrir augum að auka öryggi yngri nemenda á leið sinni í skólann. Þetta er frábært verkefni sem eflir samfélagsvitund og samkennd og gefur nemendum tækifæri að taka þátt í samfélagsmálum á ábyrgan hátt. Þetta […]
CrossFit Eyjar og Krónan bjóða grunnskólanemum á grunnnámskeið

Námskeiðið hefst um næstu helgi 2. og 3. nóvember kennt verður sex næstu helgar og svo aftur sex helgar í byrjun næsta árs. Námskeiðið er nemendum í 5.- 10. að kostnaðarlausu. Farið verður yfir grunnatriði í Crossfit, sjá nánar meðfylgjandi auglýsingu. (meira…)
Strákarnir heimsækja topplið Hauka

Olísdeild karla fer af stað í kvöld eftir landsleikjahlé. ÍBV strákarnir mæta Haukum kl. 18:30 í kvöld á Ásvöllum. Haukar eru í efsta sæti deildarinnar með 11 stig en ÍBV í því fimmta með átta stig. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport. (meira…)
Sísí Lára í FH

Miðjumaðurinn Sigríður Lára Garðarsdóttir er gengin í raðir FH frá ÍBV og skrifaði undir tveggja ára samning við FH rétt í þessu. Sigríður Lára hefur allan sinn feril hér á landi spilað með uppeldisfélagi sínu ÍBV en spilaði sumarið 2018 með Lilleström í Noregi. Framtíð hennar hefur verið í óvissu þó hún hafi gert fjögurra […]
Kristófer Tjörvi valinn í Afrekshóp GSÍ

Á dögunum völdu Gregor Brodie, afreksstjóri Golfsambands Íslands og Ólafur Björn Loftsson, aðstoðarafreksstjóri kylfinga sem skipa munu Elítu- og Afrekshóp GSÍ veturinn 2019-2020. Í hópunum eru allir bestu kylfingar landsins, þar á meðal Kristófer Tjörvi Einarsson, en hann var valinn í Afrekshópinn. Óskum við honum til hamingju. Sjá má hópinn hér: https://golf.is/elituhopur-og-afrekshopur-gsi-2019-2020/tekið af facebook síður […]
Birkir Hlynsson aðstoðar Andra

Birkir Hlynsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari m.fl. kvenna og mun vera Andra Ólafs til halds og trausts. Birkir er að ná sér í þjálfararéttindi hjá KSÍ en hefur áður þjálfað KFS. Saman munu þeir einnig þjálfa 3. flokk karla. Birkir er hárskeri, trillusjómaður og lífskúnstner og bjóðum við hann hjartanlega velkominn til ÍBV! ibvsport.is greindi […]
Yfirlýsingar frá Kristni Guðmundssyni og Kristjáni Erni Kristjánssyni

Ég undirritaður vil biðjast afsökunar á orðum sem ég lét falla í viðtölum eftir leik ÍBV og Aftureldingar í Olísdeild karla. Þar tjái ég mig opinskátt um dómarapar leiksins og þeirra framistöðu. Það er engum til hagsbóta í íþróttinni að slík orð séu látin falla. Ég skil ef slík orð geta verið meiðandi fyrir þá […]
Ekki tilefni til frekari athafna í málum Kidda og Donna

Aganefnd HSÍ úrskurðaði í dag um fjögur mál þar af voru tvö mál tengd ÍBV vegna ummæla sem Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður og Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV viðhöfðu um dómgæslu og dómaramál í viðtölum við fjölmiðla eftir að leik ÍBV og Aftureldingar í mfl. karla 15. október. Úrskurður aganefndar 23. október 2019 1. Aganefnd hefur borist […]
Frítt í crossfit fyrir grunnskólakrakka

Um aðra helgi, 2. nóvember. Hefst þriggja mánaða verkefni sem styrkt er af Krónunni þar sem boðið er upp á crossfit einu sinni í viku fyrir elstu krakka GRV, 5.-10. bekk þeim að kostnaðarlausu. Nánari tímasetningar verða auglýstar síðar. (meira…)