Bríet og Arnór hlutu Fréttabikarinn

Lokahóf handknattleiksdeildar fór fram í kvöld. Þar voru venju samkvæmt veittar viðurkenningar fyrir árangur vetrarins. Rúmlega þrjátíu ára hefð er fyrir því að Eyjafréttir veiti viðurkenningu til efnilegustu leikmanna í karla og kvenna flokki. En það voru þau þau Bríet Ómarsdóttir og Arnór Viðarsson sem hlutu Fréttabikarinn í ár. Nánar verður gerð grein fyrir öðrum […]

Leikmannakynning ÍBV

Leikmannakynning ÍBV fer fram í Akóges á morgun, fimmtudag. Húsið opnar 20.00 og er frítt inn. Bar á staðnum. Gríðarleg tilhlökkun er hjá ÍBV fyrir fótboltasumrinu og hafa leikmenn og aðrir skynjað mikla tilhlökkun á meðal bæjarbúa einnig. Eftir að liðin hafa verið kynnt munu Helgi Sig og Andri Ólafs fara yfir áherslur sumarsins og spjalla […]

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir til ÍBV

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skrifaði í dag undir samning við handknattleiksdeild ÍBV. Hönnu þarf ekki að kynna fyrir handboltaáhugamönnum en hún kemur til ÍBV frá franska liðinu Bourg-de-Péage. Hanna er alin upp á Selfossi og var markahæsti leikmaður efstu deildar þrjú ár í röð með liði Selfoss. Hanna á sterkar tengingar til Eyja en báðir foreldrar […]

ÍBV-KFS klukkan 15:00

Það verður sannkallaður nágrannasalagur þegar ÍBV mætir KFS í æfingaleik á Hásteinsvelli klukkan 15:00 í dag. (meira…)

ÍBV fær 3.659.677 krónu stuðning frá KSÍ

Á fundi stjórnar Knattspyrnusambands Íslands 28. maí var fjallað um fjármál knattspyrnuhreyfingarinnar í ljósi Covid-19.  Formaður KSÍ, Guðni Bergsson, kynnti aðgerðir til stuðnings við aðildarfélög KSÍ í samræmi við umræðu á fyrri stjórnarfundum. Stjórn KSÍ samþykkti að greiða út 100 milljónum króna af eigin fé sambandsins til aðildarfélaga KSÍ. Öll aðildarfélög KSÍ, bæði félög með […]

Æfingaleikur á skaganum

Karlalið ÍBV sækir ÍA heim á Akranes í dag og hefst leikurinn kl. 17.00 á Norðurálsvellinum. ÍA leikur í efstu deild komandi tímabil en ÍBV í þeirru næst efstu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á ÍA-TV slóð á leikinn má nálgast hér.   (meira…)

Sigruðu landsbyggðarkeppnina í skák

Sveit frá Taflfélagi Vestmannaeyja tryggði sér sigur í landsbyggðarkeppninni á Íslandsmóti grunnskólasveita (1-10. bekkur) sem fram fór í Rimaskóla í gær. Upphaflega stóð til að taka þátt í Íslandsmóti barnaskólasveita (1.-7. bekkur) sem fram fór á laugardag en sveitin komst ekki frá Eyjum þar sem ófært var með Herjólfi framan af degi. Strákarnir voru því […]

Bryggjudagur ÍBV í dag

Bryggjudagur ÍBV handbolta verður haldinn í dag kl. 11:00 – 14:00. Herlegheitin verða á Skipasandi. Meðal þess sem boðið verður uppá er fiskmarkaður með fjölbreyttu úrvali fisktegunda. Þorskur, ýsa, skötuselur svo eitthvað sé nefnt. Til sölu verður kaffi og gosdrykkir, vöfflur og annað gotterí með kaffinu. Sælgæti og safar fyrir krakkana. Sölubás þar sem hægt […]

Sundlaugargestir ánægðir í morgunsárið

Sundlaugin opnaði stundvíslega klukkan 6:15 í morgun. “Mætingin var ágæt í morgun enn ekkert í líkingu við það sem var í bænum, enda voru þa aðallega unglingar sem mættu kl 00:01 enn þessi hópur er sofandi til hádegis,” sagði Grétar Þór Eyþórsson forstöðumaður í íþróttamiðstöinni í morgun og glotti. “Andinn var frábær og almenn ánægja […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.