Strákarnir fá FH í heimsókn kl. 18:30

Búast má við hörku leik í íþróttamiðstöðinni í kvöld kl. 18:30 þegar ÍBV og FH mætast í Olísdeild karla í handknattleik. Báðum liðum er spáð góðu gengi í vetur. ÍBV hefur farið vel af stað og unnið báða sína leiki. FH er með einn sigur undir belti eftir tvær umferðir. Leikurinn verður sýndur í beinni […]

Lokahóf yngri flokka í knattspyrnu fóru fram í liðinni viku

Lokahóf fóru fram fyrir 4. – 7. Flokk fór fram í síðustu viku þar sem þau spiluðu fótbolta og fóru í leiki í Herjólfshöllinni og Týsheimili, að því loknu voru veittar veitingar og viðurkenningar. 3. flokkur kom svo í grillveislu og verðlaunaafhendingu í Týsheimilinu á fimmtudagskvöldið. „Árangur sumarsins var flottur hjá flokkunum okkar þó svo […]

Enginn sambabolti í rokinu í dag

Foknar girðingar og brotnar flaggstangir tóku á móti þeim 200 áhorfendum sem mættu á Hásteinsvöll í dag að horfa á ÍBV taka á móti Breiðablik í PepsiMax deild karla. Fyrir leik mátti áætla að ekki yrði boðið upp á neitt sérstaklega skemmtilegan fótboltaleik, enda hífandi rok, kalt og grenjandi rigning.Leikmenn beggja liða reyndu hvað þeir […]

Strákarnir mæta Blikum í kveðjuleik

ÍBV tekur á móti Breiðablik á Hásteins velli í dag kl. 14:00 í síðasta leik liðsins í efstu deild í bili. Eins og flestir vita þá leikur ÍBV í Inkasso-deildinni á komandi tímabili. Breiðablik situr í öðru sæti deildarinnar og litlar líkur á að þeir færist þaðan. (meira…)

Lokaumferðin í Kvennafótboltanum

Eftir klukkustund hefst leikur Selfoss og ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna á Selfossi. Þetta er síðasti leikur sumarsins hjá stelpunum en þær geta með sigri komist upp í 7. sæti, því næstu lið fyrir ofan Stjarnan og KR mætast á sama tíma. Því er ljóst að í það minnsta annað hvort þeirra kemur til með að […]

Handboltastelpurnar í beinni kl. 14:00

Kvennalið ÍBV heimsækir Fram í Safamýri í dag klukkan 14:00. Ljóst er að verkefnið er verðugt fyrir Sigga og stelpurnar en kvennalið Fram er ógnar sterkt. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Youtube rás Fram. (meira…)

Fótboltapöbbkviss ÍBV getrauna í kvöld

Í tilefni þess að hópaleikur ÍBV getrauna hefst á morgun verður fótboltapöbbkviss í Týsheimilinu í kvöld kl. 20.30. Tveir eru saman í liði og kostar ekkert að vera með. Spyrill og spurningahöfundur er Daníel Geir Moritz sem hefur verið með fjölmörg pöbbkviss á vegum Fótbolta.net. Flottir vinningar verða frá Miðstöðinni og Kránni. Þá verður einnig […]

Gary með þrennu í tapi

ÍBV heimsótti FH í Hafnarfirði seinnipartinn í dag. FH-ingar komust í 6-1, en ÍBV skoraði þrjú síðustu mörk leiksins og lauk leiknum því 6-4. Sigurður Arnar Magnússon skoraði eitt marka ÍBV en hin þrjú skoraði Gary Martin. Nú þegar tveir leikir eru eftir af mótinu er athyglisverð staðreynd að Gary Martin er næst markahæsti leikmaður […]

Strákarnir sitja hjá í fyrstu umferð Coca-Cola bikarsins

Dregið var á skrifstofu HSÍ í dag, 20 lið eru skráð til leiks og því verða fjórar viðureignir í fyrstu umferð sem skulu fara fram fimmtudaginn 3. október. ÍBV 2 fær Grilllið Gróttu í heimskón Þau lið sem drógust saman í dag eru eftirfarandi: Hörður – Þór Ak. ÍBV 2 – Grótta Valur 2 – […]

Stelpurnar frá Fylki í heimsókn

Meistaraflokkur kvenna í fótbolta getur gulltryggt sæti sitt í Pepsi Max deildinni í dag þegar þær taka á móti Fylki á Hásteinsvelli kl. 14:00. Á sama tíma sækir meistaraflokkur karla í handbolta Fram heim í Framhúsinu í 2. umferð Olís deildarinnar. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.