Birna Berg aftur til ÍBV núna sem skytta

Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Þetta kemur fram í tilkynningu sem handknattleiksdeild ÍBV sendi frá sér í dag. Birna lék á árum áðum í marki fyrir kvennalið ÍBV í knattspyrnu. Birna er örvhent skytta og hefur leikið með íslenska landsliðinu undanfarin ár, en með landsliðinu hefur hún skorað 118 […]

Sandra Erlings til ÍBV á ný

ÍBV sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að Sandra Erlingsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Söndru þarf ekki að kynna fyrir Eyjamönnum, enda Eyjamær sem lék m.a. með liði ÍBV á árunum 2016-2018 við góðan orðstír. Árið 2018 flutti Sandra til Reykjavíkur þar sem hún hefur stundað nám […]

Allt íþróttastarf fellur niður

Heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, hefur sent frá sér leiðbeinandi viðmið um hvernig beri að túlka auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar þegar kemur að íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna. Hvað varðar íþróttastarf barna og ungmenna er eftirfarandi beint til íþróttahreyfingarinnar: „…að virtum þeim […]

Gary Martin kemst ekki til Íslands

Gary Martin, framherji ÍBV fær ekki að ferðast til Íslands frá London eins og staðan er í dag. Ástæðan eru hertar reglur í Bretlandi. Gary Martin hefur dvalið í heimalandi sínu síðustu mánuði en átti að koma til Vestmannaeyja í dag og hefja æfingar með ÍBV. Enska framherjanum var hins vegar ekki hleypt um borð […]

Íþróttir leik- og grunnskóla barna í hlé til 23. mars

Í samskiptum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands við landlækni, sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur komið fram að vegna mikilla anna við að koma af stað starfi í leik- og grunnskólum landsins, í samræmi við þær reglur um nú gilda, hefur ekki náðst að ljúka undirbúningi fyrir þátttöku leik- og grunnskólabarna í íþróttastarfi. Því má gera ráð […]

Herrakvöldi handboltans frestað

Herrakvöldi handboltans sem átti að vera föstudaginn 27. mars n.k. er frestað til haustsins.  Ástæðan er veiran (auðvitað kvenkyns) og samkomubann sem sett hefur verið á.  Til stóð að hafa Herrakvöldið og þá bara fyrir 99 gesti en eftir að ljóst  var að Einar Björn og Halli Hannesar höfðu báðir skráð sig þá var það […]

HSÍ frestar öllum leikjum

Eftir tilkynningu frá heilbrigðisráðherra í morgun um takmarkanir á samkomum vegna Covid-19 vírussins (samkomubanns) hefur stjórn HSÍ tekið þá ákvörðun að fresta öllum leikjum í mótum á vegum HSÍ ótímabundið frá og með kl.17.00 föstudaginn 13.mars. HSÍ ásamt öðrum sérsamböndum fundaði með ÍSÍ í dag og var þessi ákvörðun tekin á stjórnarfundi í beinu framhaldi. […]

Fjölliðamóti frestað og karate fer í hlé

Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fresta öllum fjölliðamótum yngriflokka næstu tvær vikurnar. Til stóð að mót í 5. fl. kvenna yngri færi fram í Vestmannaeyjum 20-23. mars. Í frétt á vef HSÍ kemu fram að sambandið verið í nánu sambandi við þau félög sem fyrirhuguðu að halda fjölliðamót á næstu 2 vikur. Ljóst er að […]

Ísfélagið styrkir Ægi

Jósef Róbertsson þjálfari hjá Íþróttafélaginu Ægi eða Jobbi eins og hann er kallaður bauð nýlega til sölu á facebook síðu sinni tvær áritaðar ÍBV treyjur til styrktar félaginu. Treyjurnar hafa verið áritaðar að meistaraflokkum ÍBV, karla og kvenna í handbolta og fótbolta. Það var að lokum Ísfélag Vestmannaeyja sem keypti treyjurnar af Ægi fyrir 250.000 krónur. Á facebook síðu Ísfélagsins er […]

ÍR heimsækir bikarmeistarana

Bikarmeistarar ÍBV taka á móti ÍR klukkan 18:30 í kvöld. ÍBV er í sjötta sæti Olís-deildarinnar með 24 stig en ÍR í því sjöunda með 22 stig. Ljóst er að hvert stig skiptir máli í baráttunni um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni.   (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.