Sundlaugin lokar klukkan 13:00 á laugardag

  Vegna fjölda leikja á laugardaginn neyðumst við til að loka sundlauginni kl 13. Annars er það að frétta af framkvæmdum að karla klefinn er að verða klár og vantar í raun bara hurðarnar sem eru á leiðinni. Kvennaklefinn er kominn vel á veg og opnar rétt á eftir karlaklefanum. Stefnan er að opna karlaklefann […]

Ásgeir Snær Vignisson til liðs við ÍBV

ÍBV hefur gengið frá tveggja ára samningi við Ásgeir Snæ Vignisson. Ásgeir er hávaxinn örvhentur leikmaður sem er fæddur árið 1999 og getur bæði spilað sem skytta og hornamaður. Hann hefur leikið allan sinn feril með Val en hefur ákveðið að ganga til liðs við okkur eftir yfirstandandi tímabil. Ásgeir hefur leikið með yngri landsliðum […]

Sunna í leikmanna hópi Arnars

IMG 8622

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, hefur kallað 18 leikmenn til undirbúnings og þátttöku í tveimur næstu leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM2020. Hópurinn kemur saman til æfinga hér á landi 18. mars. Að þessu sinni er um svokallaðan tvíhöfða að ræða, þ.e. leikið verður við Tyrkland hér heima og að heiman. Fyrri viðureignin verður […]

Fjórði flokkur kvenna bikarmeistarar 2020 (myndir)

ÍBV stelpurnar í fjórða flokki sigruðu nú fyrir skömmu HK2 í úrslitaleik Coca cola bikarsins. Leikurinn endaði með 12-22 sigri ÍBV. Sunna Daðadóttir afar góðan leik í marki ÍBV. Elísa Elíasdóttir, úr ÍBV, var valin besti leikmaður úrslitaleiksins. Mörk ÍBV: Elísa Elíasdóttir 6, Helena Jónsdóttir 4, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 4, Þóra Björg Stefánsdóttir 3, Amelia […]

ÍBV bikarmeistara 2020 (myndir)

ÍBV tryggði sér í dag bikarmeistaratitil karla 2020 í hörku leik gegn stjörnunni 26-24 í Laugardalshöll. Þetta er fjórði bikarmeistaratitill ÍBV. Petar Jokanovich átti stórleik í marki ÍBV og varði 17 skot þar af tvö víti og var að lokum valinn maður leiksins. Markahæstir í liði ÍBV voru Kristján Örn Kristjánsson með sex mörk, Theodór […]

Virkilega ánægður með karakterinn í strákunum – myndir

ÍBV tryggði sér sæti í úrslitaleik Coka cola bikarsins í gærkvöld þar mæta þeir Stjörnunni og fer fram á laugardaginn klukkan fjögur. “Þetta var hörku leikur í gær og ég var virkilega ánægður með karktreirinn í strákunum. Þetta var akkúrat eins og viðureignir ÍBV og Hauka eiga að vera,” sagði Kristinn Guðmundsson annar þjálfara ÍBV […]

Sigurjón Þorkelsson skákmeistari Vestmannaeyja

Skákþingi Vestmannaeyja 2020 lauk miðvikudaginn 4. mars síðast liðinn. Mótið hófst 16. Janúar sl., keppendur voru tíu talsins, níu umferðir voru leiknar og tími 60 mín. + 30 sek. á  leik. Tók hver umferð að jafnaði 2-3 klukkustundir. Teflt var í skákheimili TV við Heiðarveg á miðvikudagskvöldum og einnig ef með þurfti á eftir hádegi […]

ÍBV komnir í úrslit eftir barráttusigur á Haukum

Það var ekki að sjá á áhorfendastúkunnu í Laugardalshöllinni í kvöld, þegar ÍBV mætti Haukum í undanúrslitum Coca-cola bikarsins, að leikurinn væri í næsta nágreni við Hafnafjörðin. Eyjamenn voru mikið fjölmennari og létu vel í sér heyra. Leikurinn var í járnum framan af og eftir átta mínútna leik var staðan aðeins 1-1. Jafnt á öllum […]

Bærinn var á öðrum endanum

ÚRKLIPPAN – 29 árum seinna Gamla fréttin að þessu sinni er af skemmtilegra taginu, en ekki dugði minna til en sérstakt aukablað sem kom út þann 5. mars 1991 eftir að ÍBV tryggði sér bikarmeistaratitil í háspennuleik gegn Víkingum í Laugardalshöllinni. Þann fyrsta í sögu félagsins. Við fengum Sigurð Gunnarsson spilandi þjálfara liðsins til að […]

ÍBV og Haukar mætast í Laugardalshöll – 3-7 í bikartitlum

ÍBV og Haukar mætast í undanúrslitum Coca cola bikarsins í dag klukkan 18:00. Liðin mættust síðast í undanúrslitum 2018 þá viðureign vann ÍBV og stóð að lokum uppi sem bikarmeistari. ÍBV hefur níu sinnum leikið í undanúrslitum og þrisvar sinnum orðið bikarmeistari. Haukar eiga öllu ríkari bikarhefð en liðið hefur 19 sinnum leikið í undanúrslitum […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.