Erlingur framlengir við Holland

Erlingur Richardsson þjálfari meistaraflokks karla skrifaði nýverið undir nýjan samning við hollenska handknattleikssambandið, en nýr samningur er þess efnis að hann mun stýra hollenska landsliðinu til ársins 2022. Erlingur hefur starfað sem landsliðsþjálfari Hollands frá október 2017 og er að vonum ánægður með áframhaldandi vegferð með liðinu. Undir stjórn Erlings hefur hollenska liðið tekið miklum […]
ÍBV heimsækir Fjölni, stelpurnar frá Selfoss í heimsókn í Grill 66

ÍBV strákarnir fara í Grafarvoginn í dag og mæta Fjölni kl. 16:00 í Olís deild karla. ÍBV getur með sigri jafnað FH tímabundið að stigum í 4. sæti deildarinnar en FH á leik seinna í dag á móti HK. Spennan er mikil á eftihlutadeildarinnar núna þegar einungis fjórir leikir eru eftir af deildarkeppninni hjá Strákunum. […]
Stelpurnar taka á móti Stjörnunni í dag kl. 14.30

ÍBV tekur á móti Stjörnunni í leik í Olís deild kvenna í dag, laugardaginn 22. febrúar, kl. 14.30. Fyrir leikinn situr ÍBV í 7. sæti með 12 stig en Stjarnan í því þriðja með 19 stig. Eyjakonur eru jafnar Haukum og KA/Þór af stigum í 5.-7. sæti og gætu því með sigri híft sig upp […]
ÍBV fékk áminningur og sekt

ÍBV var í gær sektað um 150.000 krónur og fékk áminningu frá Mótanefnd HSÍ vegna vankanta á framkvæmd leiks ÍBV og FH í Coca cola bikarnum. Fram kemur á Visi.is að á meðal þess sem ekki var í lagi var að leikmenn þurftu að ganga í gegnum áhorfendaskarann á leið til búningsherbergja og svo var […]
Eyjamenn bornir þungum sökum

Ummæli sem Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður hjá Stöð 2 lét falla í beinni útsendingu á mánudagskvöld hafa vakið athygli víða. Guðjón lýsti leik Selfoss og Aftureldingar í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í Olís deild karla ásamt Guðlaugi Arnarsyni. Í umræðu um svokallað „Júggabragð“ lætur Guðjón eftirfarandi orð falla: „Eyjamenn eru klókir í þessu þeir gera þetta mikið, takið eftir.“ […]
Lárus Garðar Long á leið í háskólagolf

Í gær skrifaði Lárus Garðar Long undir samning við Bethany College háskólann í Kansas fylkinu í Bandaríkjunum. Lárus hefur verið einn af efnilegustu kylfinum klúbbsins um árabil og var hann klúbbmeistari á nýliðnu ári ásamt því að vera valinn kylfingur ársins 2019. Óskum við Lárusi góðs gengis á komandi tímum. (meira…)
Hlynur bætti eigið Íslandsmet

Hlaupakappinn Hlynur Andrésson sló eigið Íslandsmet í einnar mílu (1,609 km) hlaupi á innanhúsmóti í Athlon í Írlandi í gær. Hlynur hljóp vegalengdinga á 4:03,61. Hlynur bætti þar með eigið met uppá 4:05,78 sem hann setti í árið 2017. Eþíópíumaðurinn Samuel Tefera kom fyrstur í mark á tímanum 3:55,86 en Hlynur hafnaði í sjöunda sæti. […]
Eyjakrakkar í hæfileikamótun HSÍ

Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins fer fram helgina 28.febrúar til 1.mars. Þar æfa strákar og stúlkur fædd 2006 undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Daggar Bragadóttur en þar fá leikmenn smjörþefinn af því hvernig yngri landslið HSÍ æfa. Við í ÍBV eiga fulltrúa, bæði í stúlku- og strákahópnum, sem við eru ótrúlega stolt af. […]
Riddararnir biðjast afsökunar, engin meiðyrði á mömmunum

Stuðningsmannahópur ÍBV Hvítu riddararnir sendu eftir hádegi í dag frá sér afsökunarbeiðni eftir umfjöllun fréttablaðsins um hegðun hópsins í bikarleik á dögunum. Samkvæmt heimildum fréttablaðsins mættu riddararnir með myndir af mæðrum leikmanna og öskruðu og börðu á klefahurðina eftir leik. Einnig kemur fram að á myndirnar hafi verið skrifuð alls konar skilaboð. Meðfylgjandi ljósmynd sýnir riddarana með mömmumyndirnar frægu […]
ÍBV mætir Haukum í undanúrslitum

Dregið var í undanúrslit Coca Cola bikarsins nú rétt í þessu í Smárbíó. ÍBV mætir Haukum í final four í Laugardalshöll 5. mars klukkan 18:00. Í hinni viðureigninni mætast Afturelding og Stjarnan klukkan 20:30. Undanúrslitin fara fram í Laugardalshöll 4. mars hjá konunum og þann fimmta hjá körlunum. Úrslitaleikirnir verða svo leiknir laugardaginn 7. mars. […]