Fyrsta stigið undir stjórn Ian Jeffs í hús

ÍBV tók á móti KA í leik í botnbaráttu Pepsi Max-deildar karla í gær, sunnudag. KA byrjaði leikinn betur og uppskáru mark á 21. mínútu er Elfar Árni Aðalsteinsson skallaði í markið af stuttu færi. Þannig stóðu leikar í hálfleik 0-1. Þegar aðeins fjórar mínútur voru liðnar af síðasti hálfleik fengu KA menn dæmda á […]

Lutu í lægra haldi fyrir Val

ÍBV mætti Val í úrslitaleik Ragnarsmótsins í handbolta á laugardaginn. Þrátt fyrir fínan leik lutu þeir í lægra haldi gegn Valsmönnum og voru lokatölur 25-21,Val í vil. “Það er margt gott sem liðið getur tekið út úr mótinu og var það fínasti undirbúningur fyrir veturinn. Það er óhætt að segja að eftirvæntingin sé mikil fyrir […]

ÍBV leikur til úrslita á Ragnarsmótinu

Eins og Eyjafréttir sögðu frá í vikunni tekur meistaraflokkur karla ÍBV í handbolta þátt í Ragnarsmótinu á Selfossi þessa dagana. Strákarnir unnu stórstigra í báðum sínum leikjum í riðlinum. Á miðvikudag unnu þeir stórsigur á Fram 30-19. Í gær mættu þeir svo Haukum og sigrðuðu þeir hann ekki síður sannfærandi 26-34. ÍBV leikur því til úrslita á […]

Stelpurnar sækja heim Stjörnuna í dag

Stelpurnar í ÍBV sækja heim Stjörnuna í Garðabæinn í dag kl. 18.00 í leik í 14. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í knattspyrnu. Mikið er undir hjá báðum liðum sem sitja við botn deildarinnar í harðri fallbaráttu. Fari svo að Keflavík vinni Þór/KA fyrir norðan, en sá leikur fer fram á sama tíma, fellur taplið viðureignar […]

Handboltinn að fara af stað

Meistaraflokkur karla ÍBV í handbolta hefur handboltavertíðina í dag er þeir taka þátt í Ragnarsmótinu, en það er haldið í Hleðsluhöllinni á Selfossi. Ásamt ÍBV taka þátt í mótinu Fram, Haukar, ÍR, Selfoss og Valur og munu þeir spila 3 leiki á næstu dögum. Fyrsti leikurinn er gegn Fram í dag, miðvikudag klukkan 17:45. Annar […]

Níunda tapið í röð staðreynd

ÍBV sótti heim Víking í gær í leik í Pepsi Max-deild karla. Víkingur tók hins vegar öll völd á vellinum strax frá upphafi og leiddu leikinn 1-0 í hálfleik eftir mark á 38. mínútu. Síðari hálfleikurinn var svo meira af því sama og á 75. mínútu juku Víkingar muninn í tvö mörk. Sá munur hélst […]

Stelpurnar taka á móti KR í dag

Í dag kl. 18.00 á Hásteinsvelli taka stelpurnar í ÍBV á móti KR í leik í Pepsi Max-deild kvenna. Fyrir leikinn skilja aðeins tvö stig liðin að. ÍBV með 12 stig í 7. sæti en Kr í því 9. með 10 stig. Liðin berjast því við að komast uppí miðja deild. Það er því um […]

Kvennalið ÍBV semur við pólska skyttu og markmann

ÍBV hefur gengið frá samningi við tvo nýja leikmenn fyrir kvennaliðið ÍBV í Handbolta en það eru Marta Wawrzynkowska og Karolina Olszowa en báðar koma þær frá Póllandi. Marta er 27 ára gamall markvörður sem var síðast á mála hjá SPR Pogon Szcecin en hún gerir samning við ÍBV til eins árs. Karolina er 26 […]

GV Íslandsmeistarar í sveitakeppni í annari deild

Sveit GV gerði sér lítið fyrir og sigraði Golfklúbb Selfoss í dag í úrslitaleik sveitakeppni golfklúbba í 2. deild. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á 18. holu þar sem Daníel Ingi Sigurjónsson átti glæsilegt högg inn á grín, setti innan við metra frá holu og kláraði púttið svo af öryggi fyrir […]

Róbert Sigurðarson skrifaði undir tveggja ára samning

Róbert Sigurðarson hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Róbert hefur verið á láni hjá ÍBV síðustu 2 ár og sýnt flotta takta á þeim tíma. Hann er stór og sterkur leikmaður sem er sérstaklega sterkur varnarlega. Nú hefur verið gengið frá félagaskiptum Róberts frá Akureyri (Þór) til ÍBV og er það mjög mikilvægt […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.