Hlynur hreppti silfur á Norðurlandamótinu

Hlynur Andrésson hlaupari var hársbreidd frá gullverðlaunum í 3000 metra hlaupi í Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum innanhúss sem haldið var í Helsinki í Finnlandi í dag þegar hann kom einungis 13 sekúndubrotum á eftir sigurvegaranum í mark. Hlynur kom í mark á 8:01,2 en Svíinn Simon Sundström kom örskömmu á undan honum í mark. Níu […]

Strákarnir fara í Mosó

ÍBV strákarnir heimsækja Aftureldingu í dag í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og veður í beinni útsendingu Afturelding TV á youtube   (meira…)

Vestmannaeyjahlaupið hlaup ársins 2019

Vestmannaeyjahlaupið hefur verið kosið besta götuhlaupið út frá einkunnagjöf hlaupara á hlaup.is árið 2019. Þetta er þriðja skiptið á fjórum árum sem að hlaupið hlýtur nafnbótina. Þorbergur Ingi Jónsson og Elín Edda Sigurðardóttir eru langhlauparar ársins 2019 að mati lesenda hlaup.is. (meira…)

Botnliðin mætast

ÍBV tekur á móti Aftureldingu kl 15:00 í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í dag. Afturelding situr á botni Olísdeildar kvenna með 0 stig en ÍBV er í næst neðsta sæti með 10 stig. (meira…)

Dregið í bikarnum á þriðjudag – myndir frá leiknum í gær

ÍBV tryggði sér á ævintýralegan hátt sæti í 4 liða úrslitum Coca cola bikarsins í gærkvöldi með 24-22 sigri á liði FH í Vestmannaeyjum. Dregið verður í hádeginu þriðjudaginn 11. febrúar og verður drátturinn í beinni útsendingu á facebook síðu HSÍ. Auk ÍBV eru í pottinum karla megin Haukar, Stjarnan og Afturelding. Hjá konunum eru […]

Vestmannaeyjamótið í FIFA

Á morgun verður Vestmannaeyjamótið í FIFA haldið í Týsheimilinu kl. 20.00. Um er að ræða einstaklingskeppni og verða veitt glæsileg verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin. Mótsgjald er 2500 kall og er mótið fyrir 18 ára og eldri. Tölvur og stýripinnar verða á staðnum en hjátrúafullir spilarar mega koma með sinn stýripinna. Skráning fer fram á […]

Fara strákarnir í Laugardalshöll?

ÍBV og FH mætast í 8 liða úrslitum Coca Cola bikarsins í Vestmannaeyjum í kvöld kl. 18:30. Undir er farmiði í final-four í Laugardalshöll en undanúrslit fara fram fimmtudaginn 5. mars og úrslitaleikunrinn síðan laugardaginn 7. mars. Nú þegar hafa Stjarnan og Haukar tryggt sér sæti í undanúrslitum en einnig mætast í kvöld Afturelding og […]

Clara í Selfoss

Unglingalandsliðskonan Clara Sigurðardóttir skrifaði í dag undir samning við knattspyrnudeild Selfoss. Clara, sem er 18 ára gamall miðjumaður, hefur leikið 57 leiki í efstu deild og bikar með ÍBV en hún er uppalin í Vestmannaeyjum. Þá hefur hún leikið 6 leiki með U19 ára landsliði Íslands, 16 leiki með U17 og 13 leiki með U16. […]

Lífshlaupið ræst í þrettánda sinn

Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands ræsti Lífshlaupið í 13. sinn í morgun. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til að gera hreyfingu að föstum lið í lífi sínu, hvort sem er í frítímanum, í vinnunni, í skólanum eða við val á ferðamáta. […]

Hlynur innan við sekúndu frá Íslandsmetinu

Það munaði minnstu að Vestmannaeyingurinn Hlynur Andrésson úr ÍR setti Íslandsmet í 1500 m hlaupi innanhúss á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll á sunnudag. Hlynur hljóp á 3:46,40 mín. sem er innan við sekúndu frá Íslandsmetinu. Íslandsmetið setti Jón Diðriksson 1. mars 1980 þegar hann hljóp á 3:45,6 mín. en þá var notast við hand-tímatöku. Eftir að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.