Hlynur hreppti silfur á Norðurlandamótinu

Hlynur Andrésson hlaupari var hársbreidd frá gullverðlaunum í 3000 metra hlaupi í Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum innanhúss sem haldið var í Helsinki í Finnlandi í dag þegar hann kom einungis 13 sekúndubrotum á eftir sigurvegaranum í mark. Hlynur kom í mark á 8:01,2 en Svíinn Simon Sundström kom örskömmu á undan honum í mark. Níu […]
Strákarnir fara í Mosó

ÍBV strákarnir heimsækja Aftureldingu í dag í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og veður í beinni útsendingu Afturelding TV á youtube (meira…)
Vestmannaeyjahlaupið hlaup ársins 2019

Vestmannaeyjahlaupið hefur verið kosið besta götuhlaupið út frá einkunnagjöf hlaupara á hlaup.is árið 2019. Þetta er þriðja skiptið á fjórum árum sem að hlaupið hlýtur nafnbótina. Þorbergur Ingi Jónsson og Elín Edda Sigurðardóttir eru langhlauparar ársins 2019 að mati lesenda hlaup.is. (meira…)
Botnliðin mætast

ÍBV tekur á móti Aftureldingu kl 15:00 í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í dag. Afturelding situr á botni Olísdeildar kvenna með 0 stig en ÍBV er í næst neðsta sæti með 10 stig. (meira…)
Dregið í bikarnum á þriðjudag – myndir frá leiknum í gær

ÍBV tryggði sér á ævintýralegan hátt sæti í 4 liða úrslitum Coca cola bikarsins í gærkvöldi með 24-22 sigri á liði FH í Vestmannaeyjum. Dregið verður í hádeginu þriðjudaginn 11. febrúar og verður drátturinn í beinni útsendingu á facebook síðu HSÍ. Auk ÍBV eru í pottinum karla megin Haukar, Stjarnan og Afturelding. Hjá konunum eru […]
Vestmannaeyjamótið í FIFA

Á morgun verður Vestmannaeyjamótið í FIFA haldið í Týsheimilinu kl. 20.00. Um er að ræða einstaklingskeppni og verða veitt glæsileg verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin. Mótsgjald er 2500 kall og er mótið fyrir 18 ára og eldri. Tölvur og stýripinnar verða á staðnum en hjátrúafullir spilarar mega koma með sinn stýripinna. Skráning fer fram á […]
Fara strákarnir í Laugardalshöll?

ÍBV og FH mætast í 8 liða úrslitum Coca Cola bikarsins í Vestmannaeyjum í kvöld kl. 18:30. Undir er farmiði í final-four í Laugardalshöll en undanúrslit fara fram fimmtudaginn 5. mars og úrslitaleikunrinn síðan laugardaginn 7. mars. Nú þegar hafa Stjarnan og Haukar tryggt sér sæti í undanúrslitum en einnig mætast í kvöld Afturelding og […]
Clara í Selfoss

Unglingalandsliðskonan Clara Sigurðardóttir skrifaði í dag undir samning við knattspyrnudeild Selfoss. Clara, sem er 18 ára gamall miðjumaður, hefur leikið 57 leiki í efstu deild og bikar með ÍBV en hún er uppalin í Vestmannaeyjum. Þá hefur hún leikið 6 leiki með U19 ára landsliði Íslands, 16 leiki með U17 og 13 leiki með U16. […]
Lífshlaupið ræst í þrettánda sinn

Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands ræsti Lífshlaupið í 13. sinn í morgun. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til að gera hreyfingu að föstum lið í lífi sínu, hvort sem er í frítímanum, í vinnunni, í skólanum eða við val á ferðamáta. […]
Hlynur innan við sekúndu frá Íslandsmetinu

Það munaði minnstu að Vestmannaeyingurinn Hlynur Andrésson úr ÍR setti Íslandsmet í 1500 m hlaupi innanhúss á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll á sunnudag. Hlynur hljóp á 3:46,40 mín. sem er innan við sekúndu frá Íslandsmetinu. Íslandsmetið setti Jón Diðriksson 1. mars 1980 þegar hann hljóp á 3:45,6 mín. en þá var notast við hand-tímatöku. Eftir að […]