Helena og Þóra Björg æfa með U-16

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari U-16 ára landsliðs Íslands valdi í dag tvo leikmenn ÍBV til æfinga með liðinu en æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu í lok janúar.  Jörundur Áki valdi þær Þóru Björgu Stefánsdóttur og Helenu Jónsdóttur frá ÍBV. Utan hefðbundinna æfinga fá leikmenn fræðslu um fyrirbyggingu meiðsla ásamt því að mælingar verða gerðar á […]

Margir Eyjamenn í úrslitum Íslandsmótsins í CrossFit

Íslandsmótið í CrossFit fer fram nú í lok mánaðarins í CrossFit Reykjavík og í Laugadalshöllinni. Mótið er keyrt áfram af CrossFit Reykjavík og haldið í samstarfi við Reykjavík International Games (RIG). Til leiks er boðið þeim efstu í hverjum flokki sem kepptu á CrossFit Open síðasta haust. Alls eru þetta 90 manns sem eru skráðir […]

Handbolti í dag

Það er ekki bara verið að spila handbolta úti í heimi, því boltinn fer aftur að rúlla hjá okkar fólki og verða tveir leiki í Vestmannaeyjum um í dag: sun.12.jan.2020 14:00 Grill 66 deild kvenna ÍBV U – ÍR sun.12.jan.2020 16:00 3.kvenna 1.deild ÍBV – HK (er háður flugi) Við hvetjum fólk til að kíkja […]

Leikur Íslands og Danmerkur sýndur á Brothers og í Eyjabíó

Kári Kristján og félagar í íslenska landsliðinu í handbolta hefja leik á EM karla í dag kl. 17.15. Þá mæta þeir ríkjandi heims- og ólympíumeisturum Dana. Fjöldi Eyjamanna verður á leiknum og styður strákana úti í Malmö. Þeir sem ekki áttu heimangegnt þurfa þó ekki að örvænta því leikurinn verður sýndur á í það minnsta […]

Clara valin í U-19

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U-19 landsliðsins valdi í dag Clöru Sigurðardóttur í æfingahóp liðsins er kemur saman dagana 22.-24. jan. Æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir La Manga mótið sem verður haldið á Spáni í byrjun mars og fyrir milliriðil er leikinn verður í Hollandi um miðjan apríl. (meira…)

Erlingur hefur leik á EM

Evrópumót karla í handbolta hefst í dag með fjórum leikjum en mótið fer fram í Austurríki, Noregi og Svíþjóð. Erlingur Richardsson og hollensku strákarnir hans fá verðugt verkefni í fyrsta leik þar sem þeir mæta Þjóðverjum í C-riðli mótsins klukkan 17:15 í Þrándheimi í Noregi. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV 2 (meira…)

Átta peyjar skrifuðu undir

Óhætt er að segja að penninn hafi verið á lofti hjá ÍBV í gær þegar 8 peyjar skrifuðu undir samning við ÍBV í fótboltanum. Þetta eru þeir Arnar Breki Gunnarsson, Borgþór Eydal Arnsteinsson, Björgvin Geir Björgvinsson, Daníel Már Sigmarsson, Leó viðarsson, Magnús Sigurnýjas Magnússon, Sigurlás Máni Hafsteinss og Tómas Bent Magnússon. Knattspyrnuráð karla leggur ríka […]

Peyjabankinn kominn í loftið

Peyjabankinn er farin aftur af stað. “Þetta er tuttugasta skiptið sem þessi vinsælasti banki landsins lyftir stórmóti í handbolta á annað level. Áhugafólk um EM í handbolta og allir aðrir geta þarna veðjað á úrslit í leikju EM í hanbolta sem hefst á fimmtudag,” segir Sigurður Bragason bankastjóri. Sigurður heldur utan um bankann og Þorgils Orri […]

Kári fer á EM

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta kynnti rétt í þessu þá 17 leikmenn sem halda til Malmö á fimmtudag til þátttöku í evrópumótinu í handbolta. Ísland leikur við Danmörku á laugardag, Rússa á mánudag og Ungverja á miðvikudag allir leikirnir hefjast klukkan 17:15. Hópur Íslands: (leikja- og markafjöldi í sviga) Markverðir: Viktor Gísli […]

Emma Kelly semur við Brimingham

Miðjumaðurinn Emma Kelly sem gekk til liðs við ÍBV í byrjun sumars hefur yfirgefið herbúðir ÍBV og gengið til liðs við Birmingham í ensku úrvalsdeildinni. Emma er ekki nýgræðingur í ensku deildinni en hún hefur áður verið á mála hjá Sunderland. Einnig á hún nokkra leiki með U19 landsliði Englands. Emma spilaði stórt hlutverk í […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.