Strákarnir okkar á botninum

Í dag heimsóttu strákarnir okkar í ÍBV Breiðablik í Kópavoginum. Breiðablik hafði betur í þeim leik og end­ur­heimti topp­sætið í Pepsi Max-deild karla í knatt­spyrnu eft­ir 3:1 , í fyrsta leik 10. um­ferðar. Eyja­menn komust yfir og voru sterk­ari fram­an af en það átti eftir að breytast.ÍBV er nú á botn­in­um með fimm stig eft­ir […]

Hún mundi styrkja liðið

Cloé Lacasse, leikmaður ÍBV öðlaðist í vikunni íslenskan ríkisborgararétt þegar frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar var samþykkt á Alþingi. Cloé er 25 ára göm­ul og er ann­ar marka­hæsti leikmaður ÍBV í efstu deild frá upp­hafi með 50 mörk. Cloé er ann­ar marka­hæsti leikmaður­inn í Pepsi Max-deild­inni og hef­ur skorað 7 mörk í sex leikj­um ÍBV […]

Cloé öðlaðist í dag íslenskan ríkisborgararétt

Cloé Lacasse, leikmaður ÍBV öðlaðist í dag íslenskan ríkisborgararétt þegar frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar var samþykkt á Alþingi núna seinnipartinn. Cloé er 25 ára göm­ul og er ann­ar marka­hæsti leikmaður ÍBV í efstu deild frá upp­hafi með 50 mörk. Cloé er ann­ar marka­hæsti leikmaður­inn í Pepsi Max-deild­inni og hef­ur skorað 7 mörk í sex […]

Erl­ing­ur Rich­ards­son í sögu­bæk­urn­ar

Erl­ing­ur Rich­ards­son ritaði nafn sitt í sögu­bæk­urn­ar í hol­lensk­um hand­bolta í dag. Hann stýrði hol­lenska liðinu til 25:21-sig­urs á Lett­landi á heima­velli og tryggði liðið sér sæti í loka­keppni EM með sigr­in­um, mbl.is greindi frá. Er í fyrsta skipti sem hol­lenskt karlalið verður með á loka­móti EM. Erl­ing­ur tók við hol­lenska liðinu í októ­ber 2017 […]

Saga fótboltamótanna í Einarsstofu á sunnudag

Eitt merkilegasta frumkvæði Eyjamanna í íþróttum er Tommamótið í Vestmannaeyjum, fótboltamót fyrir sjötta flokk drengja, níu og tíu ára sem fyrst var haldið 1984. Týrarar héldu mótið sem átti eftir að stækka og dafna en þarna var grunnurinn lagður sem haldist hefur lítið breyttur síðan. Hugmyndin var eins manns, Lárusar heitins Jakobssonar sem var laginn […]

Ný stjórn ÍBV hefur verið skipuð

Aðalfundur ÍBV íþróttafélags var haldinn þann 4. júní. Formaður félagsins fór yfir skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóri félagsins fór yfir ársreikning vegna ársins 2018 og yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2019. Miklar umræður voru um ársreikning félagsins. Breytingar urðu í stjórn félagsins þar sem Unnar Hólm Ólafsson formaður, Unnur Sigmarsdóttir, Helgi Níelsson og Páll Magnússon gáfu ekki […]

Gary Martin til ÍBV

Það er nú ljóst að framherjinn knái Gary Martin mun leika með ÍBV út núverandi keppnistímabil. „Eftir frábæran sigur í dag gleður okkur að tilkynna að knattspyrnuráð karla hefur náð samkomulagi við framherjann Gary Martin um að leika með liðinu út tímabilið 2019,” segir í tilkynningu á ibvsport.is. Gary samdi um starfslok við Val í […]

Fyrsti sigurinn kom gegn toppliði Skagans

Botnlið Eyjamanna tók á móti toppliði Skagamanna í leik í Pepsi Max-deild karla á Hásteinsvelli í dag. Fjöldi áhangenda fylgdi liði ÍA til Eyja í dag og mátti vart á milli sjá hvort fleiri Eyjamenn eða Skagamenn fylltu stúkurnar. Skagamenn komust yfir strax á 6. mínútu eftir að Gilson Correia, varnarmaður ÍBV, missti boltann klaufalega […]

Stelpurnar taka á móti Val í bikarnum í dag

ÍBV tekur á móti Vals-stúlkum í leik Mjólkubikar kvenna á Hásteinsvelli í dag kl. 18.00. Það má búast við hörkuleik. Síðustu fimm ár hafa þessi þessi lið spilað 13 leiki. ÍBV unnið 4, Valur unnið 8 og einu sinni jafntefli. Mætum og styðjum okkar lið! (meira…)

Strákarnir áfram í 8-liða úrslit eftir sigur á Fjölni

ÍBV tryggði sér sér sæti í átta liða úrslitum Mjólkurbikarkeppni karla eftir 2-0 sigur á Hásteinsvelli í dag. Það voru nafnarnir Jonathan Franks og Glenn sem skoruðu mörk ÍBV. Fyrst Franks á 37. mínútu eftir frábæra sendingu frá Breka Ómarssyni. Glenn innsiglaði svo sigurinn eftir að Atli Gunnar Guðmundson varði skot Gilson Correia beint í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.