Stórsigur á Stjörnunni

ÍBV tók á móti Stjörnunni úr Garðabæ í leik í Pepsi Max-deild kvenna í gærkvöldi. Það tók ÍBV aðeins níu mínútur að setja fyrsta markið. Cloé Lacasse opnaði þá markareikning kvöldsins er hún skoraði eftir sendingu frá Sesselju Líf Valgeirsdóttur. Á 27. mínútu fékk ÍBV svo víti en Birta Guðlaugsdóttir, markverður Stjörnunnar gerði sér lítið […]
Stjarnan mætir á Hásteinsvöll í kvöld

Á Hásteinsvelli í kvöld klukkan 18.00 mætast í fimmtu umferð Pepsí Max deildar kvenna ÍBV og Stjarnan. ÍBV er í sjöunda sæti með 3 stig. Stjarnan er hins vegarbúin búin að vinna fyrstu þrjá af sínum fjóru leikjum og eru í þriðja sæti deildarinnar. (meira…)
Lokahóf yngri flokka í Handbolta

Lokahóf yngri flokka í Handbolta Verður í Herjólfsdal á morgun mánudag 27. maí. Sprell og léttar veitingar. Tími hjá hverjum og einum flokk er: 8. flokkur kl. 15:00 – 16:00 7. flokkur kl. 15:20 – 16:20 6. fokkur kl. 15:40 – 16:40 5. flokkur kl. 16:00 – 17:00 4. flokkur kl. 19:00 þriðjudaginn 28. maí í […]
ÍBV og Heimaey vinnu og hæfingarstöð í samstarf

Í dag undirrituðu ÍBV og Heimaey – vinnu og hæfingarstöð samstarfssamning. Markmið með samningnum er að skapa starfsmönnum í Heimaey vinnu og hæfingarstöð fjölbreyttari vinnuverkefni. Það er von okkar og trú að með markvissara samstarfi fái þeir starfsmenn í Heimaey sem það kjósa aukna möguleika á fjölbreyttari verkefnum sem vonandi skilar sér í meiri starfsánægju, aukinni samfélagslegri […]
ÍBV á sex fulltrúa í yngstu landsliðum Íslands

Einar Guðmundsson þjálfari landsliða Íslands, 15 ára og yngri valdi á dögunum hópa til æfinga helgina 1.-2. júní nk. Þar á ÍBV á sex fulltrúa í þessum hópum. Tveir hjá drengjunum, Andri Sigmarsson og Elmar Erlingsson og fjórar stúlkur, Helena Jónsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Þóra Björg Stefánsdóttir og Elísa Elíasdóttir. Það er því alveg ljóst að framtíðin er […]
Eins marks tap gegn KR á Meistaravöllum

ÍBV mætti KR í Meistaravöllum í leik í 4. umferð Pepsi Max-deildarinnar í gærkvöldi. KR byrjuðu leikinn mun betur og skoruðu eftir aðeins 14. mínútna leik. Á 37. mínútu fékk leikmaður KR, Laufey Björnsdóttir sitt annað gula spjald og því rautt eftir klaufaleg brot. Þrátt fyrir að vera einni færri á vellinum bættu heimamenn við marki […]
Glæsileg vorsýning hjá Rán

Í síðustu viku hélt fimleikafélagið RÁN sína árlegu vorsýningu. Þar sýndu iðkendur brot af því besta sem þau hafa verið að æfa og læra í vetur. Fullt var út af dyrum og var sýningin öll hin glæsilegasta. (meira…)
Þrjátíu nemendur útskrifuðust frá FÍV

Á laugardaginn útskrifuðust þrjátíu nemendur frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Veittar voru viðurkenningar til nemenda eins og áður og má sjá þær hér að neðan: Viðurkenningar: Íþróttaakademía ÍBV,Viktoría Dís Viktorsdóttir Gólfakademían, Lárus Garðar Long Gídeon, Nýja Testamenntið. Kristjana Jónsdóttir Sjúkraliðadeild Vestmannaeyja, viðurkenning fyrir hjúkrunargreinar, Kristjana Jónsdóttir Kristján Örn Kristjánsson tók afreksíþróttasvið Borgarholtsskóla og fær viðurkenningu frá […]
Gabríel Martínez og Harpa Valey hlutu Fréttabikarinn

Lokahóf ÍBV handbolta var haldið í gærkvöldi. Hér fyrir neðan má sjá sjá hvaða leikmenn voru heiðraðir sérstaklega fyrir veturinn. Rétt að geta þess að leikmenn og þjálfarar kusu um það hverjir fengu verðlaunin í flestum tilfellum. Einnig voru þær Kristrún Hlynsdóttir og Ester Óskarsdóttir heiðraðar fyrir fjölda leikja fyrir ÍBV, Kristrún með 166 leiki […]
ÍBV með eitt stig á botninum eftir fjórar umferðir

Enn þurfa Eyjamenn að bíða eftir fyrsta sigrinum í Pepsi deild-karla en ÍBV sótti heim HK í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld. Eyjamenn byrjuðu leikinn vel og sóttu stíft en fengu hins vegar á sig mark á 14. mínútu eftir hornspyrnu HK. Þar með tók HK mest öll völd á vellinum. Á 28. mínútu fékk […]