Guðjón Ernir Hrafnkelsson semur við ÍBV

Guðjón Ernir Hrafnkelsson hefur skrifað undir 3ja ára samning við ÍBV. Guðjón kemur frá Hetti þar sem hann á 40 leiki í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur. Knattspyrnuráð karla er gríðarlega ánægt með að fá Guðjón til ÍBV og er skemmtilegt frá því að segja að þessi 18 ára peyi var valinn í U-19 ára […]
Dósasöfnun handboltans í kvöld

Í kvöld verður hin árlega dósasöfnun handknattleiksdeildar ÍBV íþróttafélags. Gera má ráð fyrir því að okkar fólk fari af stað upp úr klukkan 18:00. Farið verður á milli húsa og safnað, en þeir sem ekki eru heima á þessum tíma geta skilið poka eftir fyrir utan hurðina hjá sér. Jafnframt er hægt að hafa samband […]
Óskar Snær framkvæmdastjóri knattspyrnuráðs

Óskar Snær Vignisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnuráðs karla. Óskar er tengdasonur Eyjanna en hann er giftur Ernu, dóttur Gogga Skærings og Guðnýjar. Óskar á fjölmarga leiki að baki með t.d. Hvöt og Þrótti Reykjavík. Þá lék hann eitt sumar með KFS. Við bjóðum Óskar hjartanlega velkominn til starfa! ibvsport.is greindi frá (meira…)
Heimir framlengir við Al-Arabi til 2021

Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, hefur skrifað undir nýjan samning við Al-Arabi í Katar. Hann er nú bundinn út næsta tímabil eða til 2021. Heimir er á sínu öðru tímabili sem þjálfari Al-Arabi en Aron Einar Gunnarsson er meðal leikmanna félagsins. Liðið er sem stendur í sjötta sæti í deildinni. fotbolti.net greindi frá (meira…)
Markmiðið er að fara beint upp í deild þeirra bestu

Guðjón Guðmundsson ræddi við Helga Sigurðsson, þjálfara meistaraflokks karla í fótbolta hjá ÍBV í sportpakkanum á stöð 2. Fram kom í máli helga að hann væri að takast á við nýja áskorun í vor þegar hann stýrir ÍBV í Inkassodeild karla eftir að hafa verið í þrjú ár með Fylki. Helgi segir markmiðið að að […]
Arnór markahæstur með U-18

U-18 ára landslið karla í handbolta tapaði gegn Þjóðverjum í morgun á Sparkassen Cup í Þýskalandi, lokatölur 21-28. Á myndinni sjáum við markahæstu leikmenn íslenska liðsins en þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Arnór Viðarsson skoruðu 7 mörk hvor. Íslenska liðið leikur síðari leik dagsins gegn Ítalíu kl 15.40, nánar um báða leikina á heimasíðu HSÍ […]
Flugeldabingó á sunnudag kl. 16:00

Hið margrómaða flugeldabingó handknattleiksdeildar ÍBV íþróttafélags verður haldið sunnudaginn 29.desember kl.16:00 í Höllinni en bingóið er haldið í samstarfi við Höllina. Eins og venjulega verða glæsilegir vinningar í boði og gríðarlega góð stemning. Bingóstjóri í ár verður Grétar Þór Eyþórsson og verður hann með gott fólk sér til halds og trausts. Við hvetjum alla til […]
Stjörnuleikurinn í Landanum

Sjörnuleik ÍBV voru gerð góð skil í jólaþætti Landans á RÚV í gærkvöldi það var Eyjakonan Edda Sif Pálsdóttir sem vann innslagið ásamt Magnúsi Atla Magnússyni. Kaflan um stjörnuleikinn má finna hér (meira…)
Knattspyrnunámskeið Meistaraflokks ÍBV

Dagana 27. – 30. desember mun meistaraflokkur karla hjá ÍBV standa fyrir knattspyrnunámskeiðum fyrir yngri iðkendur félagsins. Þetta er liður í fjáröflun félagsins fyrir æfingaferð í vor. Námskeiðin verða tvö, annars vegar 6. og 7. flokkur karla og kvenna klukkan 11-12 og hinsvegar 4. og 5. flokkur karla og kvenna klukkan 12:30-13:30. Verðið er 5.000kr […]
Söfnuðu einni milljón í Stjörnuleiknum (myndir)

Stjörnuleikurinn er orðinn fastur liður í aðdraganda jóla í Vestmannaeyjum. Handboltastjörnurnar hringdu inn jólin á föstudaginn þegar stærsti handboltaleikur ársins fór fram og stemmningin var stórkostleg. Leikmenn m.fl. kk í handbolta ásamt velunnurum sáu um alla umgjörð en Stjörnurnar sáu um að skemmta mannskapnum. Þetta var sjöunda árið sem leikurinn fór fram en leikurinn hefur […]