ÍBV og Haukar mætast í fjórða leiknum í Eyjum í kvöld

Undanúrslitarimma ÍBV og Hauka hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum enda farið fram jafnt innan sem utanvallar. Nú er hinsvegar komið að næsta handboltaleik liðanna. Liðin mætast í kvöld kl. 18.30 í Vestmannaeyjum. Síðasti leikur liðanna í Eyjum er enn í umræðunni en þar fóru fjögur rauð spjöld á loft þar á meðal eftir hið […]
Cloé og Clara tryggðu stelpunum fyrstu stigin

ÍBV sótti heim Keflavík heim í leik í annarri umferð Pepsi Max-deild kvenna í gærkvöldi. Liðin skiptust á að sækja og fengu bæði ágætis færi. Hvorugu liðinu tókst þó að skora í fyrri hálfleik. Það var svo eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik að Cloé Lacasse kom ÍBV yfir eftir laglegan einleik. Tók þá […]
Haukar frábiðja sér rætna umræðu

Handknattsdeild Hauka sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna höfuðmeiðsla Heimis Óla Heimssonar, línumanns Hauka, eftir brot Kára Kristjáns Kristjánssonar, línumanns ÍBV, í viðureign Hauka og ÍBV í undanúrslitaeinvígi félagana á dögunum. Kári Kristján fékk þriggja leikja bann í kjölfarið og hefur ÍBV beðið aganefnd HSÍ um að endurskoða þann dóm. Yfirlýsing handknattleiksdeildar Hauka í […]
Stelpurnar leika gegn Keflavík í kvöld

Meistaraflokkur kvenna í ÍBV leika í kvöld sinn annan leik gegn Keflavík í Pepsí Max deild kvenna. Leikurinn fer fram í Keflavík, hefst klukkan 18.00 og er í beinni á Stöð 2 Sport. (meira…)
Fjölmennt atskákmót til minningar um Bedda á Glófaxa

Atskákmót til minningar um Bedda á Glófaxa fer fram laugardaginn 11. maí 2019 kl. 12.00-19.00 í húsnæði Þekkingar-seturs Vestmannaeyja 2. hæð (vesturhúsi Fiskiðjunnar) að Ægisgötu 2, Vestmannaeyjum. Bergvin Oddsson skipstjóri og útgerðarmaður lést 22. sept. sl. 75 ára að aldri. Beddi var til margra ár virkur í skáklífinu í Eyjum og í hópi öflustu bakhjarla […]
Hörku leikur í Hafnafirði í dag

Í dag mætast í þriðja sinn lið Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla í Hafnafirði í dag.Þessi þriðji leikur er gífurlega mikilvægur upp á framhaldið en staðan í einvíginu er 1-1. Kári Kristján Kristjánsson var í gær úrskurðaður í þriggja leikja bann af aganefnd HSÍ. Kári fékk rautt spjald fyrir að brjóta á Heimi […]
Fjórði flokkur kvenna Íslandsmeistarar

Fjórði flokkur kvenna yngri tryggðu sér Íslandsmeistartitilinn með sigri á Haukum 23 – 12 núna fyrr í dag. Sunna Daðadóttir sem spilaði í marki í dag var valin maður leiksins, enda var hún alveg frábær í leiknum. Óskum stelpunum til hamingju með titilinn. (meira…)
Rútuferð á leikinn á sunnudaginn

Næsta orrusta í stríðinu við Hauka verður sunnudaginn 5.maí kl.16.00 á Ásvöllum í Hafnarfirði. Þessi þriðji leikur er gífurlega mikilvægur upp á framhaldið og höfum við fundið fyrir áhuga á því að hafa ferð fyrir stuðningsmenn á leikinn. Stuðningurinn við liðið hefur verið stórkostlegur og viljum við nú láta strákunum líða eins og á heimavelli […]
Vel heppnað konukvöld hjá ÍBV

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hélt afar veglegt og flott konukvöld í vikunni. Þemað á kvöldinu var Bollywood og var salurinn fallega skreyttur í því þema. Kokkarnir Siggi á Gott og Einsi Kaldi sáu um matseldina og gáfu þeir alla sína vinnu. Páll Óskar sá svo um að skemmta gestum á sinn einstaka hátt. (meira…)
Fjögur rauð spjöld og ÍBV jafnaði einvígið

ÍBV tók á móti Haukum nú í kvöld í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Leikurinn var í járnum allt frá byrjun til enda og skiptust liðin á að leiða. Eyjamenn náðu fimm marka forrystu um miðbik fyrri hálfleiks, 9-5, en Haukar náðu að snúa því við og leiddu með einu marki, 18-19, […]