Starfshópur skipaður um framtíðarskipulag og uppbyggingu íþróttamála

Bæjarstjórn Vestmannaeyja staðfesti á síðasta fundi sínum vilja fjölskyldu- og tómstundaráðs að stofna starfshóp til að ræða framtíðarsýn í uppbyggingu, rekstri og skipulagi íþróttamála í Vestmannaeyjum. Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs síðast liðinn mánudag lagði ráðið til að í starfshópnum sitji tveir fulltrúar meirihluta, Hrefna Jónsdóttir og Styrmir Sigurðarson, fulltrúi minnihlutans, Ingólfur Jóhannesson, einn fulltrúi […]
ÍBV með bakið upp við vegg eftir tap á heimavelli

Stelpurnar í ÍBV eru komnar með bakið upp við vegg í úrslitakeppni Olís-deildarinnar eftir tap gegn Fram í gærkvöldi. Fram leiðir nú einvígið með tveimur sigrum gegn engum og geta klárað það á fimmtudaginn kemur í Safamýrinni. Fram byrjaði leikinn mun betur, skoraði fyrstu fjögur mörkin og var komið með 3-9 forystu eftir fjórtán mínútna […]
Stelpurnar mæta Fram á ný í kvöld

Stelpurnar í meistaraflokki ÍBV í handbolta fá Framstúlkur í heimsókn í kvöld kl. 18.30 í annara viðureign liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Fyrri leikur liðanna fór fram síðasta laugardag þar sem Fram stúlkur höfðu betur 31-25. Það tók ÍBV nokkrar mínútur að hrökkva í gang og skoraði Fram fyrstu þrjú mörk leiksins en ÍBV tók […]
Jafntefli í baráttuleik gegn Haukum

Strákarnir í ÍBV léku sinn síðasta heimaleik í Olís-deildinni, fyrir úrslitakeppnina, í gærkvöldi er þeir tóku á móti Haukum. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu frá upphafi til enda. Á fyrsti mínútum leiksins fékk Ásgeir Örn Hallgrímsson að líta rauða spjaldið fyrir að skella Daníel Erni Griffin í gólfið sem var fluttur á sjúkrahús til skoðunar […]
Stelpurnar enda í þriðja – Mæta Fram í úrslitum

Lokaumferð Olís-deildar kvenna fór fram í gærkvöldi þar sem ÍBV sótti Hauka heim í Schenker-höllina. Þar unnu Eyjastúlkur sannfærandi sigur 26-30. Ester Óskarsdóttir var markahæst í liði ÍBV með sex mörk og Sunna Jónsdóttir með fimm. Eftir úrslit gærkvöldsins er því ljóst að ÍBV endar í þriðja sæti deildarinnar með 27 stig. Það þýðir að stelpurnar […]
ÍBV sektað, tapar og kemst ekki áfram

Knattspyrnusamband Íslands hefur sektað ÍBV um 90 þúsund krónur fyrir að tefla fram ólöglegum leikmönnum í leik gegn Selfossi í Lengjubikar kvenna 29. mars. ÍBV hefur einnig verið úrskurðaður ósigur, en leikurinn fór 2:0 fyrir ÍBV. Þær Sara Suzanne Small og Laure Ruzugue léku með ÍBV í leiknum en eru skráðar í erlend félög. Í […]
Stelpurnar heimsækja Hauka í lokaumferðinni í kvöld

Lokaumferð Olís-deildar kvenna í handbolta fer fram í kvöld kl. 19.30. Eyjastúlkur sækja Hauka heim í Hafnarfjörðinn í leik um þriðja sætið. Sigri Haukar jafna þeir ÍBV að stigum en standa þó betur í innbyrðisviðureignum. Bæði lið eru þó örugg í úrslitakeppnina sem hefst á laugardaginn. (meira…)
Fjórir frá ÍBV í U21-landsliðinu

Íbv og ÍR eiga flesta fulltrúa í U21-landsliði karla í handbolta sem valið hefur verið til æfinga dagana 10.-12. apríl. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, og Sigursteinn Arndal, verðandi þjálfari FH, stýra liðinu en þeir hafa valið 22 leikmenn til æfinga. ÍBV og ÍR eiga þar 4 leikmenn hvort. Einn leikmaður spilar utan Íslands en […]
Clara slær landsleikjamet

Clara Sigurðardóttir mun í dag slá landsleikjamet þegar hún mun leika sinn 29.landsleik með yngri landsliðunum hjá U-16 og U-17. Clara hefur gert 7 mörk í þessum leikjum og átt stoðsendingar í mörgum mörkum. Clara er með landsliðinu á Ítalíu þar sem þær eru að leika í milliriðli EM og eiga góða möguleika að komast […]
Guðný Jenný ekki meira með

Markvörður handknattleiksliðs ÍBV og íslenska landsliðsins, Guðný Jenny Ásmundsdóttir, er með slitið krossband í hné og leikur ekki meira á þessu ári. Þar með er ljóst að ÍBV-liðið verður án hennar á lokaspretti deildarkeppninnar og í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn en flest bendir til að ÍBV mæti Val í undanúrslitum. Einnig verður landsliðið án Jennyjar í […]