Árgangamót ÍBV

Árgangamót ÍBV verði haldið 9. nóv. Síðasti dagur til að skrá lið er þriðjudaginn 5. nóvember. Lokahóf mótsins verður sama kvöld í Kiwanis og verður þar matur, ræðumaður kvöldsins sem og trúbador. Lokahófið er öllum opið. Mótafyrirkomulag: Leikið er í 5 manna bolta og er frjáls fjöldi varamanna. Hver leikur er 2×6 mínútur. Í karlaflokki […]

Nemendur í 10. bekk sinna gangbrautavörslu

Nemendur í 10. bekk í GRV munu standa fyrir gangbrautavörslu á nokkrum fjölförnum gangbrautum á morgnana í svartasta skammdeginu með það fyrir augum að auka öryggi yngri nemenda á leið sinni í skólann. Þetta er frábært verkefni sem eflir samfélagsvitund og samkennd og gefur nemendum tækifæri að taka þátt í samfélagsmálum á ábyrgan hátt. Þetta […]

CrossFit Eyjar og Krónan bjóða grunnskólanemum á grunnnámskeið

Námskeiðið hefst um næstu helgi 2. og 3. nóvember kennt verður sex næstu helgar og svo aftur sex helgar í byrjun næsta árs. Námskeiðið er nemendum í 5.- 10. að kostnaðarlausu. Farið verður yfir grunnatriði í Crossfit, sjá nánar meðfylgjandi auglýsingu. (meira…)

Strákarnir heimsækja topplið Hauka

Olísdeild karla fer af stað í kvöld eftir landsleikjahlé. ÍBV strákarnir mæta Haukum kl. 18:30 í kvöld á Ásvöllum. Haukar eru í efsta sæti deildarinnar með 11 stig en ÍBV í því fimmta með átta stig. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport. (meira…)

Sísí Lára í FH

Miðjumaðurinn Sigríður Lára Garðarsdóttir er gengin í raðir FH frá ÍBV og skrifaði undir tveggja ára samning við FH rétt í þessu. Sigríður Lára hefur allan sinn feril hér á landi spilað með uppeldisfélagi sínu ÍBV en spilaði sumarið 2018 með Lilleström í Noregi. Framtíð hennar hefur verið í óvissu þó hún hafi gert fjögurra […]

Kristófer Tjörvi valinn í Afrekshóp GSÍ

Á dögunum völdu Gregor Brodie, afreksstjóri Golfsambands Íslands og Ólafur Björn Loftsson, aðstoðarafreksstjóri kylfinga sem skipa munu Elítu- og Afrekshóp GSÍ veturinn 2019-2020. Í hópunum eru allir bestu kylfingar landsins, þar á meðal Kristófer Tjörvi Einarsson, en hann var valinn í Afrekshópinn. Óskum við honum til hamingju. Sjá má hópinn hér: https://golf.is/elituhopur-og-afrekshopur-gsi-2019-2020/tekið af facebook síður […]

Birkir Hlynsson aðstoðar Andra

Birkir Hlynsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari m.fl. kvenna og mun vera Andra Ólafs til halds og trausts. Birkir er að ná sér í þjálfararéttindi hjá KSÍ en hefur áður þjálfað KFS. Saman munu þeir einnig þjálfa 3. flokk karla. Birkir er hárskeri, trillusjómaður og lífskúnstner og bjóðum við hann hjartanlega velkominn til ÍBV! ibvsport.is greindi […]

Yfirlýsingar frá Kristni Guðmundssyni og Kristjáni Erni Kristjánssyni

Ég undirritaður vil biðjast afsökunar á orðum sem ég lét falla í viðtölum eftir leik ÍBV og Aftureldingar í Olísdeild karla. Þar tjái ég mig opinskátt um dómarapar leiksins og þeirra framistöðu. Það er engum til hagsbóta í íþróttinni að slík orð séu látin falla. Ég skil ef slík orð geta verið meiðandi fyrir þá […]

Ekki tilefni til frekari athafna í málum Kidda og Donna

Aganefnd HSÍ úrskurðaði í dag um fjögur mál þar af voru tvö mál tengd ÍBV vegna ummæla sem Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður og Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV viðhöfðu um dómgæslu og dómaramál í viðtölum við fjölmiðla eftir að leik ÍBV og Aftureldingar í mfl. karla 15. október. Úrskurður aganefndar 23. október 2019 1. Aganefnd hefur borist […]

Frítt í crossfit fyrir grunnskólakrakka

Um aðra helgi, 2. nóvember. Hefst þriggja mánaða verkefni sem styrkt er af Krónunni þar sem boðið er upp á crossfit einu sinni í viku fyrir elstu krakka GRV, 5.-10. bekk þeim að kostnaðarlausu. Nánari tímasetningar verða auglýstar síðar. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.