Suðurlandsslagur kl. 18:30 í kvöld

Strákarnir í ÍBV taka á móti Selfyssingum í fimmtu umferð Olís deildar karla í kvöld. Selfysingar standa í ströngu þessa dagana en þeir taka á móti HK Malmö í hleðsluhöllinni næstu helgi. ÍBV er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir og geta með sigri í kvöld jafnað ÍR á toppi deildarinnar. (meira…)

Sveitir Taflfélags Vestmannaeyja ná góðum árangri á íslandsmóti skákfélaga

Helgina 4.-6. október sl.  fór fram fyrrihluti Íslandsmóts skákfélaga 2019-2020 í Rimaskóla í Reykjavík.  Taflfélag Vestmannaeyja sendi þrjú lið á mótið,  þar af eina  sveit í 2. deild og tvær sveitir í 4. deild.  Í fyrra var TV með tvær sveitir,  eina í 3ju deild sem vann sig upp í 2. deild  og eina í […]

Daníel heldur áfram að standa sig

Daníel Ingi Sigurjónsson endaði í gær í 3. sæti Warrior Fall Invite mótinu sem fram fór á Lewiston Golf and Country Club. Daníel endaði mótið á 1 höggi yfir pari. Daníel Ingi er fyrsti meðlimur GV sem fer í háskóla í Ameríku og er hann frábær fyrirmynd fyrir yngri iðkendur klúbbsins. (meira…)

Fjölliðamót blásið af vegna veðurs

Til stóð að í Vestmannaeyjum færi fram um helgina stórt fjölliðamót í handknattleik en því hefur verið frestað um mánuð vegna veðurs. Von var á um 400 gestum til Eyja vegna mótsins. Keppendur eru fæddir árið 2006 á eldra ári í 5. flokki karla og kvenna. “Þetta er auðvitað leiðinlegt en okkur voru farnar að […]

Kristófer Tjörvi bætti vallarmet af gulum teigum

Kristófer Tjörvi Einarsson 19 ára kylfingur bætti á dögunum vallarmet Golfklúbbs Vestmannaeyja er hann spilaði á 62 höggum af gulum teigum. Á hringnum fékk Kristófer 9 pör, 1 skolla, 7 fugla og 1 örn. Hann bætir þar með 13 ára gamalt vallarmet Örlygs Helga um eitt högg. Óskum við Kristófer til hamingju með áfangann. Frá […]

Toppsætið í boði á Hlíðarenda í kvöld

ÍBV strákarnir heimsækja Valsara í lokaleik fjórðu umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. ÍBV getur með sigri komist í efsta sæti deildarinnar en ÍBV hefur hingað til unnið alla þrá leiki sína. Valsmenn eru með þrjú stig eftir þrár umferðir. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. (meira…)

Ragna Sara og Róbert Aron fengu fréttabikarinn 2019

Lokahóf knattspyrnudeildar ÍBV fór fram í gærkvöldi. Venju samkvæmt voru leikmenn verðlaunaðir fyrir frammistöðu sumarsins. Eyjafréttir veittu fréttabikarinn eins og hefð er fyrir og að þessu sinni voru það Ragna Sara Magnúsdóttir og Róbert Aron Eysteinsson sem urðu fyrir valinu. Hér að neðan má lesa umsögn um þetta unga og efnilega íþróttafólk. Öðrum verðlaunahöfum ásamt […]

Gary hreppti gullskóinn

Í dag lauk PepsiMax deildinni í knattspyrnu. ÍBV mætti Stjörnunni í Garðabæ og tapaði 3-2. Gary Martin skoraði bæði mörk ÍBV og hreppti því gullskóinn. Gary Martin (ÍBV) 14 mörk í 15 leikjum Steven Lennon (FH) 13 mörk í 18 leikjum Thomas Mikkelsen (Breiðablik) 13 mörk í 20 leikjum Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) 13 mörk […]

Enn von á titli í lokaleik ÍBV í efstudeild

Gary Martin skoraði sitt tólfta mark í sumar þegar hann jafnaði úr vítaspyrnu á móti Breiðablik í síðustu umferð. Gary er næstmarkahæstur fyrir lokaumferðina í Pepsi Max deildinni en aðeins Hilmar Árni Halldórsson leikmaður Stjörnunnar hefur skorað meira, en Hilmar er kominn með þrettán mörk í sumar. ÍBV heimsækir einmitt Stjörnuna í lokaumferð deildarinnar þannig […]

Daníel Ingi að gera það gott í Ameríku

Daníel Ingi Sigurjónsson stóð uppi sem sigurvegar í sínu öðru móti fyrir Rocky Mountain háskólan. Daníel sem er á fyrsta ári í háskólanum var í öðru sæti fyrir lokadaginn. Á meðan liðsfélagar hans gáfu eftir spilaði hann öruggt golf og kom í hús á pari vallarins. Mótið endaði Daníel á einu höggi undir pari sem […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.