Strákarnir fá FH í heimsókn kl. 18:30

Búast má við hörku leik í íþróttamiðstöðinni í kvöld kl. 18:30 þegar ÍBV og FH mætast í Olísdeild karla í handknattleik. Báðum liðum er spáð góðu gengi í vetur. ÍBV hefur farið vel af stað og unnið báða sína leiki. FH er með einn sigur undir belti eftir tvær umferðir. Leikurinn verður sýndur í beinni […]

Lokahóf yngri flokka í knattspyrnu fóru fram í liðinni viku

Lokahóf fóru fram fyrir 4. – 7. Flokk fór fram í síðustu viku þar sem þau spiluðu fótbolta og fóru í leiki í Herjólfshöllinni og Týsheimili, að því loknu voru veittar veitingar og viðurkenningar. 3. flokkur kom svo í grillveislu og verðlaunaafhendingu í Týsheimilinu á fimmtudagskvöldið. „Árangur sumarsins var flottur hjá flokkunum okkar þó svo […]

Enginn sambabolti í rokinu í dag

Foknar girðingar og brotnar flaggstangir tóku á móti þeim 200 áhorfendum sem mættu á Hásteinsvöll í dag að horfa á ÍBV taka á móti Breiðablik í PepsiMax deild karla. Fyrir leik mátti áætla að ekki yrði boðið upp á neitt sérstaklega skemmtilegan fótboltaleik, enda hífandi rok, kalt og grenjandi rigning.Leikmenn beggja liða reyndu hvað þeir […]

Strákarnir mæta Blikum í kveðjuleik

ÍBV tekur á móti Breiðablik á Hásteins velli í dag kl. 14:00 í síðasta leik liðsins í efstu deild í bili. Eins og flestir vita þá leikur ÍBV í Inkasso-deildinni á komandi tímabili. Breiðablik situr í öðru sæti deildarinnar og litlar líkur á að þeir færist þaðan. (meira…)

Lokaumferðin í Kvennafótboltanum

Eftir klukkustund hefst leikur Selfoss og ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna á Selfossi. Þetta er síðasti leikur sumarsins hjá stelpunum en þær geta með sigri komist upp í 7. sæti, því næstu lið fyrir ofan Stjarnan og KR mætast á sama tíma. Því er ljóst að í það minnsta annað hvort þeirra kemur til með að […]

Handboltastelpurnar í beinni kl. 14:00

Kvennalið ÍBV heimsækir Fram í Safamýri í dag klukkan 14:00. Ljóst er að verkefnið er verðugt fyrir Sigga og stelpurnar en kvennalið Fram er ógnar sterkt. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Youtube rás Fram. (meira…)

Fótboltapöbbkviss ÍBV getrauna í kvöld

Í tilefni þess að hópaleikur ÍBV getrauna hefst á morgun verður fótboltapöbbkviss í Týsheimilinu í kvöld kl. 20.30. Tveir eru saman í liði og kostar ekkert að vera með. Spyrill og spurningahöfundur er Daníel Geir Moritz sem hefur verið með fjölmörg pöbbkviss á vegum Fótbolta.net. Flottir vinningar verða frá Miðstöðinni og Kránni. Þá verður einnig […]

Gary með þrennu í tapi

ÍBV heimsótti FH í Hafnarfirði seinnipartinn í dag. FH-ingar komust í 6-1, en ÍBV skoraði þrjú síðustu mörk leiksins og lauk leiknum því 6-4. Sigurður Arnar Magnússon skoraði eitt marka ÍBV en hin þrjú skoraði Gary Martin. Nú þegar tveir leikir eru eftir af mótinu er athyglisverð staðreynd að Gary Martin er næst markahæsti leikmaður […]

Strákarnir sitja hjá í fyrstu umferð Coca-Cola bikarsins

Dregið var á skrifstofu HSÍ í dag, 20 lið eru skráð til leiks og því verða fjórar viðureignir í fyrstu umferð sem skulu fara fram fimmtudaginn 3. október. ÍBV 2 fær Grilllið Gróttu í heimskón Þau lið sem drógust saman í dag eru eftirfarandi: Hörður – Þór Ak. ÍBV 2 – Grótta Valur 2 – […]

Stelpurnar frá Fylki í heimsókn

Meistaraflokkur kvenna í fótbolta getur gulltryggt sæti sitt í Pepsi Max deildinni í dag þegar þær taka á móti Fylki á Hásteinsvelli kl. 14:00. Á sama tíma sækir meistaraflokkur karla í handbolta Fram heim í Framhúsinu í 2. umferð Olís deildarinnar. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.