Þrefaldur Íslandsmeistari

Íslandsmót Öldunga var haldið í Laugardalshöllini 16. febrúar síðastliðinn. Frjálsíþróttakonan Árny Heiðarsdóttir varð þrefaldur Íslandsmeistari í flokki 60-64 ára. Keppti hún í 60 metra hlaupi, langstökki og kúlu. Keppt var í tveimur riðlum og tóku 16 konur á öllum aldri þátt. Árný sagði í samtali við Eyjafréttir að þetta hefði verið virkilega skemmtilegt mót og alltaf […]
4-2 tap gegn Fylki í Lengjubikarnum

Strákarnir í meistaraflokki ÍBV í knattspyrnu mættu Fylki í sínum öðrum leik í Lengjubikarnum síðastliðinn laugardag. Fylkir byrjaði leikinn mun betur og náðu 3-0 forystu eftir aðeins 28 mínútna leik. Með mörkum á sjöttu, áttundu og tuttugustu og áttundu mínútu. Þannig var staðan í hálfleik. Þegar um 17 mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum bættur […]
Hlynur hafnaði í 13. sæti

Íslandsmethafinn í 3.000 m hlaupi innanhúss og eyjamaðurinn Hlynur Andrésson, keppti í hádeginu í dag í annað sinn á ferlinum á Evrópumeistaramóti innanhúss í Emirates Arena í Glasgow í Skotlandi. Alls voru 38 hlauparar frá 21 landi skráðir til keppni í undanrásum hlaupsins. Hlynur hljóp í fyrri riðlinum af tveimur og hafnaði í 13. sæti af […]
Hallgrímur Steinsson skákmeistari Vestmannaeyja 2019

Skákþingi Vestmannaeyja 2019 sem hófst 24. janúar sl. lauk í gærkvöldi . Keppendur voru átta. Skákmeistari Vestmannaeyja 2019 varð Hallgrímur Steinsson framkvæmdastjóri Löngu með 5 1/2 vinning, í 2.-3. sæti urði Sigurjón Þorkelsson og Arnar Sigurmundsson með 5 vinninga og í 4.-5 sæti Einar B. Guðlaugsson og Stefán Gíslason með 4 1/2 vinning. Taflfélagið tekur þátt í […]
Góðir sigrar hjá okkar fólki um helgina

Á föstudaginn var ÍBV síðasta liðið til að tryggja sætið sitt í undanúrslitum CocaCola-bikars kvenna í handbolta með 28:21-sigri á KA/Þór hér heima. Ester Óskarsdóttir og Greta Kavaliauskaite voru markahæstar hjá ÍBV með fimm mörk og Ásta Björt Júlíusdóttir skoraði fjögur. Það verða ÍBV, Valur, Stjarnan og Fram sem berjast um bikarmeistaratitilinn í Laugardalshöllinni í næsta mánuði. […]
Hlynur bætti Íslandsmetið og fer á EM

Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson bætti eigið Íslandsmet í 3.000 metra hlaupi á móti í Bergen í Noregi í dag þegar hann hljóp á 7:59,11 mínútum og varð þar með fyrsti Íslendingurinn til að hlaupa á undir átta mínútum í greininni. Hlynur hefur verið að reyna við lágmarkið síðustu vikur og hljóp út í Belgíu þar síðustu […]
Átta leikmenn ÍBV á æfingum í yngri landsliðunum

Þeir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsþjálfarar U-21 í knattspyrnu Völdu þá Felix Örn Friðriksson og Sigurð Arnar Magnússon á æfingar sínar sem fram fóru síðustu helgi. Felix Örn kom aftur til ÍBV í desember eftir að hafa verið á láni hjá danska félaginu Velje en Sigurður Arnar átti mjög gott tímabil með […]
ÍBV fær sekt eftir að hafa brotið reglur KSÍ

Þrír leikmenn léku ólöglega í Lengjubikar kvenna á dögunum í leik ÍBV og Vals. Sigríður Lára Garðarsdóttir, Sara Suzanne Small og Mckenzie Grossmann léku allar með ÍBV en eru skráðar í erlend félög, Þessu greindi 433.is frá. Sakvæmt reglum KSÍ þarf ÍBV að borga 120.000 í gjöld en úrslit leiksins standa. (meira…)
Í kvöld ræðst hver fer í undanúrslit

Í dag klukkan 18.30 fer fram leikur ÍBV og ÍR í 8 liða úrslitum bikarsins. Það ræðst í þessum leik hvort liðið fer í höllina í undanúrslitin. Það hefur sýnt sig að leikmönnum og stuðningsmönnu ÍBV líður mjög vel þegar komið er í höllina og hefur það alltaf verið hin mesta skemmtun. Þess vegna hvetjum við […]
Stelpurnar steinlágu fyrir Fram

ÍBV heimsótti Fram í Safamýrina í gærkvöld í leik í Olís-deild kvenna í handbolta. Jafnræði vara á upphafsmínútum leiksins en fljótlega tóku Framkonur öll völd á vellinum. Staðan í hálfleik 20-10. Eyjakonur byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega áður en Fram tók fljótlega stjórntaumana á ný. Niðurstaðan því tólfmarka sigur Framstúlkna 39-27. Ester Óskarsdóttir var markahæst í […]