Daníel Ingi bestur og Rúnar Gauti efnilegastur

Á aðalfundi Golfklúbbsins í seinustu viku voru þeir Daníel Ingi Sigurjónsson valin besti kylfingur GV og Rúnar Gauti Gunnarsson valin efnilegasti kylfingur GV fyrir árið 2018. Þeir eru vel að titlinum komnir og óskar GV þeim innilega til hamingju með nafnbótina. (meira…)
Ókeypis skákkennsla og skákmót

Þessa vikuna fer fram skákkennsla í Grunnskóla Vestmannaeyja þar sem skákkennarinn Kristófer Gautason kennir 2-4 bekk. Einnig fara fram æfingar í húsnæði Taflfélagi Vestmannaeyja. Allir grunnskólanemar eru velkomnir og er þáttaka börnunum að kostnaðarlausu. Á fimmtudeginum verður haldið skákmót þar sem allir fá glaðning að loknu móti. Æfingar í húsnæði Taflfélag Vestmanneyjar (Heiðarvegi 9): Þriðjudagur: […]
Átta marka tap gegn Framstúlkum í Eyjum

Eftir frestun á leik í gær mættu Framstúlkur til Eyja í leik í Olís-deild kvenna í dag. Jafnræði var með liðun faman af en eftir um 15 mínútuleik tóku Framarar öll völd á vellinum. Staðan í hálfleik 12-17 Fram í vil. ÍBV tókst að minnka muninn niður í þrjú mörk í upphafi fyrri hálfleiks en […]
36% verðhækkun á árskorti í líkamsrækt

Á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni var fjallað um breytinga á gjaldskrá Líkamsræktarstöðvarinnar ehf eða Hressó fyrir árið 2019. En fjölmargar athugasemdir hafa borist Vestmannaeyjabæ vegna gjaldskrárhækkunar í upphafi árs hjá Líkamsræktarstöðinni ehf sem leigir sal í Íþróttamiðstöðinni til starfsemi sinnar. Fjölskyldu- og tómstundaráð tekur undir þessar athugasemdir sem snúast fyrst og fremst um […]
Fékk öfluga einstaklinga með mér í stjórn

Í gær var haldinn aðalfundur Golfklúbbs Vestmannaeyja. Miklar breytingar urðu á fundinum og þar á meðal urðu formannsskipti. Helgi Bragason hætti sem formaður eftir að hafa gengt því hlutverki í 18 ár. Ásamt Helga gengu einnig úr stjórn Haraldur Óskarsson, Eyþór Harðarson og Jón Árni Ólafsson. Nýr formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja er Sigursveinn Þórðason og sagði hann […]
Sex marka tap gegn Haukum

Haukar sóttu ÍBV heim í gærkvöldi í fyrsta heimaleik ársins í Olís-deild kvenna í handknattleik. Jafnræði var með liðunum í uppphafi en um miðbik fyrri hálfleiks tóku Haukakonur öll völd. Staðan í hálfleik 10-15, Haukum í vil. Guðný Jenný Ásmundsdóttir kom í mark ÍBV í síðari hálfleik og átti stórleik, varði níu skot. Hún átti […]
Arnór Gauti afgreiddi ÍBV með þrennu á þrettán mínútum

Arnór Gauti Ragnarsson sá um að afgreiða sína fyrrum félaga í ÍBV í leik í A-deild Fótbolta.net mótsins í gær en Arnór Gauti lék með ÍBV eitt tímabil, 2017. Viktor Karl Einarsson kom blikum yfir á 21. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Þegar sautján mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Arnór Gauti […]
ÍBV mætir Blikum í Fífunni í dag

Breiðabliksliðið mætir liði ÍBV í 1. umferð Fótbolta.net mótsins 2019 í Fífunni á sunnudaginn kl. 14.15. Þetta er fyrsti opinberi leikur beggja liða í móti árið 2019. Leikurinn verður sýndur í beinni á YouTube rás BlikarTV Breiðablik og ÍBV hafa mæst 94 sinnum í opinberri keppni. Þar til viðbótar eru margir óskráðir leikir í svokallaðri Bæjarkeppni liðanna sem var […]
Eiður Aron spilar sinn fyrsta landsleik í dag

Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins hefur opinberað byrjunarlið Íslands sem að mætir Svíþjóð í æfingaleik í Katar í dag. Eyjamaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson byrjar í hjarta varnarinnar en þetta er hans fyrsti landsleikur fyrir Ísland. Hjörtur Hermannson er honum við hlið en Birkir Már og Böðvar Böðvarsson eru bakverðir. Fredrik Schram stendur í rammanum. (meira…)
Heiðar Smári á leið til Svíþjóðar í ameríska fótboltann

Það er ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að leikmönnum í amerískum fótbolta á Íslandi. Enda, að mér vitanlegum, aðeins eitt lið sem æfir þá íþrótt á Íslandi, Einherji. Og var það stofnað árið 2015. Á meðal liðsmanna Einherja er Eyjamaðurinn Heiðar Smári Ingimarsson. Til að byrja með spiluðu leikmenn liðsins einungis innbyrðis en […]