Ester skrifaði undir tveggja ár asamning

Ester Óskarsdóttir skrifaði fyrr í dag undir nýjan samning við ÍBV, en samningurinn er til tveggja ára. Það er mikill fengur fyrir ÍBV að framlengja samninginn við Ester og tryggja okkur krafta hennar áfram. Hún hefur leikið mjög vel með liðinu og verið í lykilhlutverki síðustu ár ásamt því að hafa verið einn allra besti leikmaður Olísdeildar kvenna. […]

ÍBV á hraðri leið í 1. deild eftir tap gegn Fylki

ÍBV sótti Fylki heim í árbæinn í leik í Pepsi Max-deild karla  í gær. Fylkismenn byrjuðu leikinn mun betur og uppskáru mark strax á 12. mínútu þegar Kolbeinn Aron Finnsson átti glæsilegt skot utan teigs sem rataði upp í samskeytin. Þrátt fyrir að Eyjamenn hafi sínt ágætis leik í lok og jafnvel verið sterkara liðið […]

Helena valin í U-15

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið landsliðshóp til þátttöku í WU15 Development Tournament sem fram fer í Hanoi í Vietnam dagana 29.ágúst til 7.september næstkomandi. Lúðvik valdi Helenu Jónsdóttur frá ÍBV í verkefnið en Helena hefur verið að spila með meistaraflokki ÍBV þrátt fyrir mjög ungan aldur. Hópurinn mun æfa tvisvar sinnum áður en […]

Kári Kristján framlengir til tveggja ára

Í gær framlengdi Kári Kristján Kristjánsson samning sinn við ÍBV og skrifaði undir samning til tveggja ára. Það er ótrúlega mikilvægt fyrir ÍBV að tryggja sér krafta Kára áfram, enda hefur hann verið lykilmaður í liði ÍBV síðustu ár og verið einn allra besti línumaður landsins um árabil. (meira…)

Sigurður Bragason áfram þjálfari kvennaliðs ÍBV

Sigurður Bragason skrifaði undir nýjan 3 ára samning við handknattleiksdeild ÍBV í dag. Sigurður verður þjálfari meistaraflokks kvenna en hann var þjálfari liðsins á síðasta tímabili ásamt Hrafnhildi Skúladóttur. Sigurð þarf ekkert að kynna enda hefur hann gert garðinn frægan í gegnum tíðina hjá ÍBV, jafnt sem leikmaður og þjálfari.S (meira…)

Alfreð hættur og samið við enskan miðvörð

Alfreð Már Hjaltalín hefur samið við ÍBV um starfslok. Þetta staðfestir Daníel Geir Moritz, formaður í knattspyrnuráði ÍBV við fótbolta.net Alfreð Már er fljótur kantmaður eða bakvörður, en hann hefur verið að glíma mikið við meiðsli. Alfreð, sem er 25 ára, kom til ÍBV fyrir síðustu leiktíð og spilaði hann þá 16 leiki í Pepsi-deildinni, 18 […]

Thelma Sveinsdóttir og Lárus Garðar Long klúbbmeistarar 2019

Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja (GV) fór fram dagana 10.-13. júlí og lauk því sl. laugardag. Þátttakendur í mótinu, sem luku keppni voru 57 og kepptu í 8 flokkum. Klúbbmeistarar GV 2019 eru Thelma Sveinsdóttir og Lárus Garðar Long. Sjá má öll úrslit hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Lárus Garðar Long GV 0 -4 F 0 […]

Sandra Dís og Björn Viðar skrifuðu undir nýja samninga

Sandra Dís Sigurðardóttir og Björn Viðar Björnsson hafa bæði skrifað undir eins árs samninga við ÍBV. Bæði spiluðu þau stór hlutverk hjá ÍBV handboltaliðunum á síðustu leiktíð og því mikilvægur áfangi að tryggja félaginu krafta þeirra áfram. Meðfylgjandi eru myndir af Söndru Dís og Birni Viðari, en með Söndru Dís á myndinni er Vilmar Þór, […]

Andri og Jeffsy stýra ÍBV út tímabilið

Knattspyrnuráð karla hefur gert samkomulag við Ian Jeffs og Andra Ólafs um að stýra liðinu út tímabilið. Báðir eru þeir öllu ÍBV fólki af góðu kunnir og stýrðu liðinu í síðasta leik. Ian Jeffs verður áfram aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins og fær frí frá ÍBV til að fara í landsliðsverkefni um mánaðarmótin ágúst/september. Skarast það við […]

Eins marks tap gegn Selfossi

ÍBV tók á móti nágrönnum sínum í Selfossi í gær í leik í Pepsi Max-deild kvenna. Þrátt fyrir nokkrar ágætis marktilraunir ÍBV í upphafi leiks voru það Selfyssingurinn Barbára Sól Gísladóttir sem skoruðu fyrsta mark leiksins strax á 15. mínútu. Áfram sóttu Eyjakonur en inn vildi boltinn ekki og fór því svo að þetta var […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.