Sísí Lára á leiðinni heim

Sig­ríður Lára Garðars­dótt­ir, landsliðskona í knatt­spyrnu, hef­ur skrifað und­ir nýj­an samn­ing við ÍBV eft­ir að hafa síðustu mánuði verið hjá Lilleström og orðið Nor­egs­meist­ari með liðinu. Þetta eru afar góðar frétt­ir fyr­ir ÍBV en Sísí, eins og hún er kölluð, hef­ur verið al­gjör lyk­ilmaður í Eyjaliðinu síðustu ár. Þess má geta að ÍBV á enn eft­ir […]

Sigurður Arnar skrifaði undir hjá ÍBV

Sigurður Arnar Magnússon skrifaði undir nýjan samning hjá ÍBV íþróttafélagi og gildir hann út árið 2020. Sigurður kom sterkur inn í lið ÍBV síðasta sumar og er einn af efnilegri fótboltapeyjum félagsins og hlaut Fréttabikarinn 2018 á lokahófi ÍBV eftir síðasta tímabil. Næsta verkefni hans er með U21 landsliði Íslands. Hann er á leiðinni með […]

Eyjablikksmótið tókst vel um liðna helgi

Um helgina hélt ÍBV Eyjablikksmótið, en það er fyrir stúlkur og drengi á eldra ári í 5. flokk í handbolta. Mótið gekk heilt yfir mjög vel en það voru um 400 keppendur sem tóku þátt í mótinu. ÍBV átti fimm lið á mótinu 3 karlalið og 2 kvennalið. Stelpurnar í ÍBV1 urðu deildarmeistarar í 1. deild […]

Sigurður Arnar til Kína með KSÍ

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla í knattspyrnu, hefur valið lokahóp úr leikmönnum sem leika á Íslandi til farar á 4 landa mót í Kína. Leikið verður gegn Kína. Mexíkó og Thaílandi. Eyjólfur valdi Sigurð Arnar Magnússon frá ÍBV en Sigurður hefur verið í landsliðshóp Eyjólfs undanfarna leiki.  Sigurður er vel að þessu vali komin en […]

Eyverjar færðu Ægi ágóða uppistands

Í gær mættu Eyverjar færandi hendi á boccia æfingu hjá Íþróttafélaginu Ægi. Þar afhenti Ragnheiður Perla Hjaltadóttir, formaður Eyverja, 150.000 kr. sem var ágóðinn af góðgerðaruppistandi sem Eyverjar héldu á Háaloftinu um síðustu helgi. Það var Anton Sigurðsson félagsmaður í Ægi sem tók við styrknum. (meira…)

Stelpurnar upp í annað sætið

Stelpurnar eru komnar upp í annað sæti Olís­deild­ar kvenna í hand­bolta eft­ir 27:22, útisig­ur á Stjörn­unni í dag. Staðan í hálfleik var 10:7, ÍBV í vil og náði Stjarn­an aldrei að jafna í seinni hálfleik. Kristrún Hlyns­dótt­ir og Arna Sif Páls­dótt­ir áttu góða leiki fyr­ir ÍBV og skorðu fimm mörk hvor og Ester Óskars­dótt­ir, Greta Kavaliu­skaite og […]

Agnar Smári og Róbert Aron fóru illa með gömlu félagana

Valsmenn með þá Agnar Smára Jónsson og Róbert Aron Hostert heimsóttu Eyjarnar í kvöld í leik í Olís-deild karla. Það er greinilegt að þeim líður vel í Eyjum því þeir skoruð samtals 16 mörk í kvöld. Jafnræði var með liðunum í upphafi fyrri hálfleiks en þegar á leið voru Valsmenn heldur sterkari aðilinn. Staðan í […]

Strákarnir fá Valsmenn í heimsókn í dag

Í dag kl. 18.00 fer fram leikur ÍBV og Vals í Olísdeild karla í Vestmannaeyjum. Eins og alltaf þegar þessi lið mætast má búast við spennandi og skemmtilegum handboltaleik. Valur er með einu stigi ofar en ÍBV í deildinni eins og staðan er í dag, þannig að með sigri kæmist ÍBV upp fyrir þá í töflunni. […]

Öruggar áfram í bikarnum eftir 31 marks sigur

ÍBV átti ekki í miklum vandræðum með Víkingsstúlkur í 1. umferð Coca-cola bikars kvenna í Víkinni í kvöld. ÍBV stúlkur sitja í þriðja sæti Olísdeildarinnar á meðan Víkingu er í níunda sæti 1. deildar. Staðan í hálfleik var 7-22 og notaði Hrafnhildur Skúladóttir tækifærið og gaf ungum leikmönnum tækifæri á að spila. Fór svo að […]

Suðurlandsslagur í kvöld

ÍBV tekur á móti Selfoss í Olís-deild kvenna í kvöld, leikurinn hefst kl 18:30. Eftir sex umferðir er ÍBV er í þriðja sæti með 7 stig en Selfossi eru á botni deildarinnar og hafa ekki unnið leik. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.