Halldór Páll hefur fengið samningi sínum rift

Halldór Páll Geirsson, markvörður meistaraflokks ÍBV í knattspyrnu hefur ákveðið að nýta uppsagnarákvæði í samningi sínum og fengið honum rift.  Þetta staðfestir hann í samtali við Fótbolta.net. Halldór Páll hefur verið í viðræðum við ÍBV en samkomulag enn ekki nást. Hann segist hafa fundið fyrir áhuga hjá öðrum liðum en ekkert gert í því af […]

Erlingur byrjar undankeppni EM vel

Hol­lend­ing­ar, und­ir stjórn Erl­ings Rich­ards­son­ar, byrja vel í undan­keppni EM karla í handknatt­leik og burstuðu Eista í gær, fimmtudag. Hol­land sigraði 35:25 en leikið var í Hollandi. Þjóðirn­ar eru í 4. riðli með Slóven­íu og Lettlandi en Slóven­ar unnu sex marka sig­ur þegar þær þjóðir mætt­ust. Hol­land og Slóven­ía eru því efst í riðlin­um eft­ir […]

Félagsfundur ÍBV í kvöld

Félagsfundur ÍBV íþróttafélags verður haldinn fimmtudaginn 25. október. Fundurinn verður í Týsheimilinu, félagsheimili ÍBV kl. 20:00. Dagskrá: Tillögur að breytingum í Týsheimilinu og á svæði félagsins. Aðalstjórn (meira…)

Ian Jeffs verður aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins

KSÍ hefur staðfest ráðningu sína á næsta kvennalandsliðsþjálfara, það er Jón Þór Hauksson sem tekur við starfinu. Jón Þór var síðasti þjálfari hjá Stjörnunni í Pepsi deild karla en áður starfaði hann hjá ÍA. Freyr Alexandersson lét af störfum sem þjálfari liðsins í haust en síðan hefur KSÍ unnið í málinu. 433.is greindi frá. Ian Jeffs […]

Guðmundur Magnússon til ÍBV?

Guðmundur Magnússon, sóknarmaður í Fram, er á leið til ÍBV en þetta herma öruggar heimildir Fótbolta.net. Guðmundur, sem er fæddur árið 1991, er uppalinn í Fram og steig þar sín fyrstu skref en hann hefur einnig spilað fyrir Víking Ó, HK og Keflavík. Hann gegndi hlutverki sem fyrirliði Fram en hann er nú á leið […]

Góður sigur eftir frábæran endasprett

ÍBV heimsótti Akureyri í 6. umferð Olís-deildar karla í dag í bráðskemmtilegum leik þar sem bæði lið þurftu virkilega á sigri að halda. Leikurinn var mjög kaflaskiptur í fyriri hálfleik. Eyjamenn byrjuðu betur en Akureyringar tóku þá við sér og komust yfir. Góður endasprettur ÍBV tryggði þeim svo 13:16 forystu þegar gengið var inn í […]

Fyrstar til að leggja meistara Fram

Eyjastúlkur sóttu heim ósigraða Íslandsmeistara Fram í Olísdeild-kvenna í dag í hörku viðureign. Það var ÍBV sem byrjaði leikinn betur og eftir tæpar tíu mínútur var staðan orðin 2-6 ÍBV í vil. Fram átti þá góðan kafla eftir að hafa tekið leikhlé og minnkaði muninn niður í tvö mörk. Illa gekk þó meisturunum að jafna […]

Stelpurnar mæta Víkingi í bikarnum

Dregið var í fyrstu umferð Coca-cola bikars, karla og kvenna, í handbolta í hádeginu í gær. Kvennalið ÍBV drógst á móti Víkingi sem leikur í Grill 66 deild kvenna og mætast liðin á heimavelli Víkingsstúlkna. Aðrir leikir í 16-liða úrslitum eru: HK – Hauk­ar Aft­ur­eld­ing – KA/Þ​ór Grótta – Val­ur ÍR – FH Fylk­ir – […]

Stelpurnar steinlágu fyrir Haukum

Eyjastúlkur sóttu heim Hauka í leik í fimmtu umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Haukastúlkur byrjuðu leikin mun betur og náðu mjög fljótlega öruggu forskoti. ÍBV skoraði eingöngu sex mörk í fyrrihálfleik gegn sextán mörkum heimamanna. Allt annað var að sjá til Eyjastúlkna í upphafi seinni hálfleiks og náði ÍBV að vinna muninn niður í fjögur […]

ÍBV úr leik eftir stórt tap í Frakklandi

Eyjamenn eru úr leik í Evrópukeppni EHF eftir 36-25 tap gegn PAUC AIX út í Frakklandi í síðari leik liðanna. Eftir eins marks sigur hér heima héldu menn fullir sjálfstrausts í síðari leik liðanna úti í Frakklandi. Á sterkan heimavöll PAUC Aix í glæsilegri höll sem tekur 6000 manns í sæti. Eyjamenn héldu í við […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.