Selfoss hafði betur í Suðurlandsslag

Selfoss hafði betur gegn ÍBV í háspennuleik í Olís-deild karla nú fyrr í kvöld. ÍBV leiddi allan leikinn, komst mest í fjögurra marka forystu og leiddi með þremur mörkum í hálfleik. Þannig hélt það áfram í síðari hálfleik þangað til um tíu mínútúr voru eftir í stöðunni 23:20. Þá tók Haukur Þrastarson til sinna ráða […]

Benni Íslandsmeistari í rennuflokki í Boccia

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í boccia, einstaklingskeppni fór fram í Vestmannaeyjum um helgina sem leið. Íþróttafélagið Ægir hafði umsjón með mótinu sem þótti heppnast einstaklega vel. Glæsileg mótssetning var á föstudagskvöldið þar sem eldglæringar fylgdu keppendum á sviðið. Samið var sérstakt mótslag var samið og flutt af Söru Renee Griffinn. Jarl Sigurgeirsson tók svo lagið við […]

Tveir hörku leikir í vikunni

Það verða tveir rosalegir handboltaleikir í vikunni. Strákarnir eru að fá Selfoss í heimsókn, en það eru venjulega svakalegir leikir á milli þessara liða. Það var frábært að horfa á strákana á sunnudaginn á móti Pauc í evrópukeppninni en ef þeir ná upp sama leik og þeir spiluðu þar þá eru fá lið sem stoppa […]

Kubbur sigraði í Ameríku

Eyjaliðið „Team Kubbur” gerði sér lítið fyrir og sigraði USA meistarakeppni íslensku torfærunnar um helgina. Keppnin, sem er árlegur viðburður, fór fram dagana 4. til 7. október í Bikini Bottoms í Dyersburg, Tennesse. Alls héldu 13 lið til Ameríku frá Íslandi með sérútbúna torfærubíla sína til að taka þátt í keppninni. Keppnisdagarnir voru tveir og […]

Eins marka sigur á PAUC Aix í hörkuleik

ÍBV tók á móti franska liðinu PAUC Aix með Jerome Fernandez í brúnni, í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni EHF í dag. Eyjamenn tóku forystuna strax í upphafi en fóru illa með mörg tækifæri til að auka hana. Gestirnir unnu sig því inn í leikinn aftur og leiddi í hálfleik með tveimur mörkum, 10-12. Heimamenn […]

Fyrsti heimaleikurinn í Evrópukeppni EHF í dag

Í dag sunnudag kl. 17:00 í Íþróttamiðstöðinni leika ÍBV strákarnir sinn fyrsta evrópuleik á tímabilinu. Mótherjarnir eru hið fyrnasterka lið PAUC frá Frakklandi en þjálfarinn þeirra er hin margreindi Jerome Fernandez sem spilaði meðal annars hjá Barcelona, Ciudad Real og Montpellier auk þess að vera fyrirliði Franska landsliðsins til margra ára.Það er ljóst að þetta verður […]

Góður sigur ÍBV-kvenna fyrir norðan

ÍBV sótti heim KA/Þór norður á Akureyri í gærkvöldi í þriðju umferð Olísdeildar kvenna. Eyjastúlkur höfðu frumkvæðið allan leikin og leiddu 14:17 í hálfleik. Í síðari hálfleik gáfu þær svo enn frekar í og voru lokatölur 26:34 Landsliðskonan Arna Sif Pálsdóttir, sem kom ný inn í lið ÍBV fyrir tímabilið, átti stórleik og skoraði 13 […]

David Atkinsson og Cloe Lacasse leikmenn ársins

Á laugardagskvöldið síðasta fór svo fram lokahóf knattspyrnunnar hjá ÍBV. Þar voru þeir sem þóttu standa fram úr í sumar verðlaunaðir. Eftirtaldir hlutu viðurkenningar: 2.flokkur karla. Markahæstur: Daníel Már Sigmarsson Mestar framfarir: Daníel Scheving ÍBV-ari: Guðlaugur Gísli Guðmundsson Leikmaður ársins: Eyþór Daði Kjartansson 2.flokkur kvenna. Leikmaður ársins: Birgitta Sól Vilbergsdóttir Fréttabikar karla: Sigurður Arnar Magnússon Fréttabikar kvenna: Clara […]

Tvær Eyjameyjar á Norðurlandamótinu í ólympískum lyftingum

Norðurlandamótið í ólympískum lyftingum fór fram í Hveragerði um helgina. Þar mættu til leiks 60 keppendur frá Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Íslandi. Þar kepptu tvær Eyjameyjar fyrir Íslands hönd. Hrund Scheving keppti í -69 flokki, hún snaraði 70 kg og jafnhenti 95 kg. Samanlagt tók hún þar með 165 kg og hafnaði í 5. […]

Gáfu 800.000 kr til búnaðarkaupa

Í tilefni af 100 ára afmæli Björgunarfélags Vestmannaeyja, 4. águst 2018,  gáfu hjónin Eygló Kristinsdóttir og Grímur Guðnason félaginu mjög rausnarlega gjöf. Gjöfin er gefin til að heiðra minningu foreldra og tengdaforeldra Eyglóar og Gríms þau Guðrúnu Bjarnýju Guðjónsdóttur og Kristins Sigurðssonar. Guðrún Bjarný, alltaf kölluð Bjarný, var fædd 17. mars 1921 og lést 8 […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.