Gabríel Martínez og Harpa Valey hlutu Fréttabikarinn

Lokahóf ÍBV handbolta var haldið í gærkvöldi. Hér fyrir neðan má sjá sjá hvaða leikmenn voru heiðraðir sérstaklega fyrir veturinn. Rétt að geta þess að leikmenn og þjálfarar kusu um það hverjir fengu verðlaunin í flestum tilfellum. Einnig voru þær Kristrún Hlynsdóttir og Ester Óskarsdóttir heiðraðar fyrir fjölda leikja fyrir ÍBV, Kristrún með 166 leiki […]

ÍBV með eitt stig á botninum eftir fjórar umferðir

Enn þurfa Eyjamenn að bíða eftir fyrsta sigrinum í Pepsi deild-karla en ÍBV sótti heim HK í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld. Eyjamenn byrjuðu leikinn vel og sóttu stíft en fengu hins vegar á sig mark á 14. mínútu eftir hornspyrnu HK. Þar með tók HK mest öll völd á vellinum. Á 28. mínútu fékk […]

Strákarnir spila við HK á morgun

HK og ÍBV áttu að mæt­ast í fyrsta leik fjórðu um­ferðar úr­vals­deild­ar karla í knatt­spyrnu, Pepsi Max-deild­ar­inn­ar, í Kórn­um í kvöld en nú er ljóst að Eyja­menn kom­ast ekki til leiks vegna veðurs. Leikn­um hef­ur verið frestað um sól­ar­hring og verður hann leik­inn í Kórn­um á morg­un klukk­an 18.45. (meira…)

Ensk­ur fram­herji til ÍBV

ÍBV hef­ur fengið liðsstyrk frá Englandi í Pepsí Max deild kvenna í knatt­spyrnu en ÍBV hef­ur tapað tveim­ur af fyrstu þrem­ur leikj­um sín­um í deild­inni. Um er að ræða ensk­an fram­herja, Anna Young, að nafni og er hún 24 ára göm­ul. Lék hún síðasta tíma­bil með Sund­erland í ensku C-deild­inni. Sund­erland var áður at­vinnu­mannalið en […]

Svona eiga hlaup að vera

Hvernig er hið fullkomna hlaup? Þessari spurningu verður auðvitað hver að svara fyrir sig, en fyrir mér er hið fullkomna hlaup hlaupið þar sem ég finn gleðina í sjálfum mér og fæ tækifæri til að deila henni með öðrum. Uppskriftin að hinu fullkomna hlaupi er annars nokkurn veginn þekkt, svona rétt eins og uppskriftin að […]

Jóhann Hjartarson sigurvegari á Beddamótinu

Fjölmennt og sterkt atskákmót til minningar um Bergvin Oddsson – Bedda á Glófaxa  fór fram  í húsnæði Þekkingarsetursins á laugardaginn. Keppendur voru alls 42 talsins , þar af fimm stórmeistrar og nokkrir alþjóðlegir skákmeistarar.  Atskákmótið var haldið af Taflfélagi Vestmannaeyja í samstarfi við fjölskyldu Bergvins, en Beddi tefldi mikið á yngri árum og var í […]

Stelpurnar taka á móti Þór/KA í dag

ÍBV tekur á móti Þór/KA á Hásteinsvelli í 3. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í knattspyrnu í dag kl. 14.00. Bæði lið eru með 3 stig eftir fyrstu tær umferðirnar og má því búast við hörku leik í dag. (meira…)

ÍBV úr leik eftir tap á Ásvöllum

Oddaleikur undanúrslita rimmu ÍBV og Hauka fór fram á Ásvöllum í gær. Fjölmargir Eyjamenn fylgdu liði sínu í Hafnarfjörðinn og stemningin frábær. Haukar hófu leikinn af miklum krafti og náðu fjögurra marka forystu strax á 7. mínútu. ÍBV vann sig jafnt og þétt inn í leikinn en komst aldrei nær en eitt mark rétt fyrir […]

Fyrstu stigin í hús hjá strákunum

ÍBV nældi sér í sitt fyrsta stig í gær í Pepsi Max-deildinni er þeir gerðu 2-2 jafntefli í blíðskaparveðri á Hásteinsvelli. Sigurjón Rúnarsson leikmaður Grindavíkur fékk slæma byltu á 9. mínútu eftir harkalegt samstuð við Guðmund Magnússon sóknarmann ÍBV. Hann lá óvígur eftir á vellinum og var hlúð að honum í 20 mínútur þar til […]

ÍBV fær Grindavík í heimsókn í dag

Í dag á Hásteinsvelli taka Eyjamenn á móti Grindvík í Pepsí Max deild karla. ÍBV er enn án stiga í deildinni en Grindavík er með eitt stig. Leikurinn hefst klukkan 14.00 í dag. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.