Rútuferð á leikinn á morgun

Oddaleikur gegn Haukum á Ásvöllum er á morgun laugardag, klukkan 16:30. Nú er allt undir í þessum leik og verður leikið til þrautar. Þið hafið verið stórkostleg á pöllunum í allan vetur, ekki síst í gær, en þörfin fyrir stuðning núna er meiri en nokkru sinni fyrr! Rútuferðin á leik þrjú var vel sótt og […]

Meidd og sagt upp hjá ÍBV

Guðnýju Jennyju Ásmunds­dótt­ur, landsliðsmarkverði í hand­knatt­leik, var á dög­un­um sagt upp samn­ingi sín­um við ÍBV á þeim for­send­um að fé­lagið hefði ekk­ert við meidd­an markvörð að gera. Samn­ingn­um var sagt upp munn­lega af for­manni hand­knatt­leiks­deild­ar ÍBV á fundi í bún­ings­klefa karlaliðsins í hand­knatt­leik í íþrótta­hús­inu í Vest­manna­eyj­um, segir í frétt á mbl.is Jenny sleit kross­band […]

ÍBV tryggði sér oddaleikinn

ÍBV tryggði sér oddaleik með sigri á Haukum í kvöld í undanúrslitum Olís-deildar karla nú í kvöld. Fullt var út úr dyrum í Höllinni og rífandi stemning á pöllunum. Eyjamenn tóku frumkvæðið mjög fljótlega í leiknum með glimrandi góðum sóknarleik og héldu því nánast allan leikin. Haukar hleyptu þeim þó aldrei mjög langt framúr. Staðan […]

ÍBV og Haukar mætast í fjórða leiknum í Eyjum í kvöld

Undanúrslitarimma ÍBV og Hauka hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum enda farið fram jafnt innan sem utanvallar. Nú er hinsvegar komið að næsta handboltaleik liðanna. Liðin mætast í kvöld kl. 18.30 í Vestmannaeyjum. Síðasti leikur liðanna í Eyjum er enn í umræðunni en þar fóru fjögur rauð spjöld á loft þar á meðal eftir hið […]

Cloé og Clara tryggðu stelpunum fyrstu stigin

ÍBV sótti heim Keflavík heim í leik í annarri umferð Pepsi Max-deild kvenna í gærkvöldi. Liðin skiptust á að sækja og fengu bæði ágætis færi. Hvorugu liðinu tókst þó að skora í fyrri hálfleik. Það var svo eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik að Cloé Lacasse kom ÍBV yfir eftir laglegan einleik. Tók þá […]

Haukar frábiðja sér rætna umræðu

Handknattsdeild Hauka sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna höfuðmeiðsla Heimis Óla Heimssonar, línumanns Hauka, eftir brot Kára Kristjáns Kristjánssonar, línumanns ÍBV, í viðureign Hauka og ÍBV í undanúrslitaeinvígi félagana á dögunum. Kári Kristján fékk þriggja leikja bann í kjölfarið og hefur ÍBV beðið aganefnd HSÍ um að endurskoða þann dóm. Yfirlýsing handknattleiksdeildar Hauka í […]

Stelpurnar leika gegn Keflavík í kvöld

Meistaraflokkur kvenna í ÍBV leika í kvöld sinn annan leik gegn Keflavík í Pepsí Max deild kvenna.  Leikurinn fer fram í Keflavík, hefst klukkan 18.00 og er í beinni á Stöð 2 Sport. (meira…)

Fjölmennt atskákmót til minningar um Bedda á Glófaxa

Atskákmót til minningar um Bedda á Glófaxa fer fram  laugardaginn 11. maí 2019 kl. 12.00-19.00 í húsnæði Þekkingar-seturs Vestmannaeyja 2. hæð (vesturhúsi Fiskiðjunnar)  að Ægisgötu 2, Vestmannaeyjum.  Bergvin Oddsson skipstjóri og útgerðarmaður lést 22. sept. sl.  75 ára að aldri.  Beddi  var til margra ár virkur í skáklífinu í Eyjum og í hópi öflustu bakhjarla […]

Hörku leikur í Hafnafirði í dag

Í dag mætast í þriðja sinn lið Hauka og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla í Hafnafirði í dag.Þessi þriðji leikur er gífurlega mikilvægur upp á framhaldið en staðan í einvíginu er 1-1. Kári Kristján Kristjáns­son var í gær úr­sk­urðaður í þriggja leikja bann af aga­nefnd HSÍ. Kári fékk rautt spjald fyr­ir að brjóta á Heimi […]

Fjórði flokkur kvenna Íslandsmeistarar

Fjórði flokkur kvenna yngri tryggðu sér Íslandsmeistartitilinn með sigri á Haukum 23 – 12 núna fyrr í dag. Sunna Daðadóttir sem spilaði í marki í dag var valin maður leiksins, enda var hún alveg frábær í leiknum. Óskum stelpunum til hamingju með titilinn. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.