Cloé Lacasse áfram hjá ÍBV

Cloe Lacasse hefur skrifað undir áframhaldandi samning við ÍBV sem gildir út leiktímabilið 2019 en undirskriftin fór fram á veitingastaðnum Einsi kaldi . „Cloe ákvað að halda tryggð við félagið sem hún hefur leikið með allar götur síðan hún kom til Íslands. Cloe er mjög hamingjusöm í eyjum og er algjörlega elskuð af yngri iðkendum […]
Pedro Hipolito er nýr þjálfari karlaliðs ÍBV

Pedro Hipolito hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá ÍBV. Pedro hefur verið við þjálfun á Íslandi frá því um mitt sumar 2017 er hann tók við þjálfun Fram. Þar á undan stýrði hann liði Atletivo CB í B-deildinni í heimalandi sínu, Portúgal við góðan orðstýr. Hipolito tekur heldur betur við góðu búi […]
Gunnar Heiðar með þrennu í kveðjuleiknum

Hann var þýðingarlítill leikur ÍBV og Grindavíkur í lokaumferð Pepsi-deild karla í dag. Bæði lið gengu því pressulaus inn á Grindavíkurvöll. Leikurinn var síðasti leikur ÍBV undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar, þjálfara. En einnig var þetta síðasti leikur Gunnars Heiðars Þorvaldssonar á ferlinum og má svo sannarlega segja að hann hafi kvatt með stæl. Leikurinn var […]
Nýr framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar karla

Gunný Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin sem nýr framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar karla ÍBV. Gunný er íþróttafræðingur að mennt og starfaði áður hjá Knattspyrnusambandi Íslands við landsliðsmál. Gunný er einnig knattspyrnuþjálfari með margra ára reynslu sem þjálfari yngri flokka hjá Grindavík og Stjörnunni. Knattspyrnuráð býður Gunný velkomna og í leiðinni þakkar Sunnu Sigurjónsdóttir fyrir vel unnin störf undanfarin […]
Kristján hættir með ÍBV

Kristján Guðmundsson þjálfari meistaraflokks karla ÍBV hefur tekið þá ákvörðun um að hætta þjálfun liðsins eftir leik liðsins gegn Grindavík á laugardag. Leikmönnum var tilkynnt um þetta eftir æfingu liðsins fyrr í dag. Síðastliðin 2 ár hefur Kristján unnið gott starf fyrir ÍBV og lagt sitt af mörkum í að gera ÍBV að stöðugu liði […]
Samstarfið milli ÍBV og N1 hefur verið með eindæmum farsælt

N1 er á nýjan leik aðalstyrktaraðili ÍBV í handbolta til næstu tveggja ára. N1 hefur stutt ríkulega við handboltann undanfarin 4 ár og hefur félagið náð einstökum árangri á þeim tíma. Samstarfið milli ÍBV og N1 hefur verið með eindæmum farsælt og styður þessi samningur vel við áherslur N1 um uppbyggingu á íþróttastarfi til framtíðar […]
Ian Jeffs hættur með kvennalið ÍBV

Ian Jeffs er hættur sem þjálfari kvennaliðs ÍBV en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net. Samningur Jeffs er að enda og hann ætlar ekki að framlengja hann. Jeffs hefur þjálfað ÍBV undanfarin fjögur tímabil en í ár endaði liðið í 5. sæti í Pepsi-deildinni. Í fyrra varð ÍBV bikarmeistari undir stjórn Jeffs en liðið […]
Ég er að halda mig við það plan sem ég setti mér

„Það er ekkert til í þessu,” sagði Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í samtali við Fótbolta.net, þegar hann var spurður út í kjaftasögur í Pepsi-mörkunum í gær, en þar var Heimir orðaður við þjálfarastöður hjá ÍBV og KA. Heimir hætti sem þjálfari íslenska landsliðsins í júlí og hefur fengið talsvert af fyrirspurnum erlendis frá síðan þá. […]
Clara gerir það gott með U-17

Stúlkurnar í U17 landsliði Íslands eru komnar í milliriðil í undankeppni fyrir EM eftir stórsigur gegn Moldavíu í gær. Riðillinn fer fram í Moldavíu og var því Ísland að spila á móti heimaliðinu. Clara Sigurðardóttir úr ÍBV skoraði þrjú mörk. Sigurinn þýðir það að farseðillinn í milliriðla er staðfestur en tvö efstu lið riðilsins fara […]
ÍBV tryggði sæti sitt í efstu deild að ári

Eyjamenn tryggðu sæti sitt í efstu deild á næsta tímabili í dag með góðum sigri á nýkrýndum Bikarmeisturum Stjörnunnar á Hásteinsvelli í dag. Um leið gerðu þeir svo gott sem út um íslandsmeistaradrauma Stjörnumanna. Stjarnan komst yfir á 23. mínútu þegar Halldór Páll Geirsson, markvörður ÍBV, felldi Guðjón Baldvinsson inn í teig Eyjamanna. Hilmar Árni […]