Baráttan um bikarinn hefst í dag

Það er komið að því, leikdagur er runninn upp! ÍBV og Valur spila í undanúrlsitum Coka Cola bikarsins í dag 7. mars kl. 18.00 í Laugardalshöll. Nú er mikilvægt að Eyjamenn fjölmenni í höllina og hjálpi stelpunum okkar að komast í úrslitaleikinn, í baráttunni um bikarinn. Stuðningsmenn geta komið á Ölver kl.16 og þar verða miðar […]

Þrír leikmenn valdir í A landsliðshóp

Axel Stefánsson landsliðsþjálfari hefur valdð þrjá leikmenn úr röðum ÍBV  í A landsliðshóp kvenna í handbolta sem heldur til Póllands þann 20. mars og tekur þátt í 4 landa móti í Gdansk.  Þær Jenný, Ester og Arna Sif eru í hópnum. Hér fyrir neðan má sjá leikjaplanið og leikmannahópinn: Leikjaplan íslenska liðsins: 22. mars  kl. 16.15 […]

Góður árangur skáksveita úr Eyjum á  Íslandsmóti skákfélaga

Um síðustu helgi 1.-2. mars  lauk seinni hluta Íslandsmóti skákfélaga í Rimaskóla í Reykjavík, en fyrri hlutinn fór fram í nóvember síðastliðnum. Taflfélag Vestmannaeyja sendi tvær sex manna sveitir á mótið, aðra í 3ju deild en hina í fjórðu deild. Alls tóku 17 keppendur frá TV þátt í keppninni um helgina. Sveit TV endaði í […]

Stuðningsmennirnir fyrsta skrefið í að ná dollunni heim

Nú styttist óðum í bikarleikinn hjá stelpunum. ÍBV og Valur spila í undanúrlsitum Coka Cola bikarsins fimmtudaginn 7. mars kl. 18.00 í Laugardalshöll. Nú er mikilvægt að Eyjamenn fjölmenni í höllina og hjálpi stelpunum okkar að komast í úrslitaleikinn. Eyjafréttir heyrðu í Ester Óskarsdóttur og tókum aðeins stöðuna á henni. Ertu ánægð með gengi liðsins og […]

Fyrsta golfmót ársins var haldið um helgina

Fyrsta mót ársins hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja var haldið í gær í blíðskaparveðri. Leiknar voru 12.holur og voru úrslitin eftirfarandi: Óðinn Kristjánsson 24.punktar Hrönn Harðardóttir 28. punktar Þóra Ólafsdóttir 29.punktar (meira…)

Þrefaldur Íslandsmeistari

Íslandsmót Öldunga var haldið í Laugardalshöllini 16. febrúar síðastliðinn. Frjálsíþróttakonan Árny Heiðarsdóttir varð þrefaldur Íslandsmeistari í flokki 60-64 ára. Keppti hún í 60 metra hlaupi, langstökki og kúlu. Keppt var í tveimur riðlum og tóku 16 konur á öllum aldri þátt. Árný sagði í samtali við Eyjafréttir að þetta hefði verið virkilega skemmtilegt mót og alltaf […]

4-2 tap gegn Fylki í Lengjubikarnum

Strákarnir í meistaraflokki ÍBV í knattspyrnu mættu Fylki í sínum öðrum leik í Lengjubikarnum síðastliðinn laugardag. Fylkir byrjaði leikinn mun betur og náðu 3-0 forystu eftir aðeins 28 mínútna leik. Með mörkum á sjöttu, áttundu og tuttugustu og áttundu mínútu. Þannig var staðan í hálfleik. Þegar um 17 mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum bættur […]

Hlynur hafnaði í 13. sæti

Íslands­met­haf­inn í 3.000 m hlaupi inn­an­húss og eyjamaðurinn Hlyn­ur Andrés­son, kepp­ti í há­deg­inu í dag í annað sinn á ferl­in­um á Evr­ópu­meist­ara­móti inn­an­húss í Emira­tes Ar­ena í Glasgow í Skotlandi. Alls voru 38 hlaup­ar­ar frá 21 landi skráðir til keppni í und­an­rás­um hlaups­ins. Hlyn­ur hljóp í fyrri riðlin­um af tveim­ur og hafnaði í 13. sæti af […]

Hallgrímur Steinsson skákmeistari Vestmannaeyja 2019

Skákþingi Vestmannaeyja 2019 sem hófst 24.  janúar sl.  lauk í gærkvöldi . Keppendur voru átta. Skákmeistari Vestmannaeyja 2019 varð Hallgrímur Steinsson framkvæmdastjóri Löngu  með 5 1/2 vinning, í 2.-3. sæti urði Sigurjón Þorkelsson og Arnar Sigurmundsson með 5 vinninga og í 4.-5 sæti Einar B. Guðlaugsson og Stefán Gíslason með 4 1/2 vinning. Taflfélagið tekur þátt í […]

Góðir sigrar hjá okkar fólki um helgina

Á föstudaginn var ÍBV síðasta liðið til að tryggja sætið sitt í undanúr­slit­um CocaCola-bik­ars kvenna í hand­bolta með 28:21-sigri á KA/Þ​ór hér heima. Ester Óskars­dótt­ir og Greta Kavaliauskaite voru marka­hæst­ar hjá ÍBV með fimm mörk og Ásta Björt Júlí­us­dótt­ir skoraði fjög­ur. Það verða ÍBV, Val­ur, Stjarn­an og Fram sem berj­ast um bikar­meist­ara­titil­inn í Laug­ar­dals­höll­inni í næsta mánuði. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.