Stelpurnar og strákarnir spila í kvöld

Í dag verður tvenna hjá okkur í handboltanum. Stelpurnar mæta Val kl. 18.00 og Strákarnir mæta ÍR kl. 20.00. Ísfélagið ætlar að bjóða Eyjamönnum frítt á báða leikina og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir. Styðjum okkar lið Áfram ÍBV (meira…)
Ester Óskarsdóttir er íþróttamaður ársins 2018

Ester Óskarsdóttir leikmaður ÍBV í handbolta var útnefnd Íþróttamaður Vestmannaeyja 2018 og Sigurður Arnar Magnússon, knattspyrnumaður Íþróttamaður æskunnar 2018. Þetta var tilkynnt á fjölmennri uppskeruhátíð Íþróttabandalags Vestmannaeyja í Akóges í gærkvöldi þar sem leikmenn og velunnarar félagsins voru samankomnir. Tilkynnt var um íþróttamann hvers aðildarfélags og Heiðursmerki afhent. Fimleikafélagið Rán tilnefndi Sigrúnu Gígju Sigurjónsdóttur sem […]
Eyjamaður ársins er Sjálfboðaliðinn

Hin árlega afhending fréttapýramída Eyjafrétta fór fram í Eldheimum í hádeginu í dag. Þetta var í 28. skipti sem fréttapýramídinn var veittur. Þeir sem Eyjafréttir völdu að þessu sinnu hafa allir tekið þátt í að stimpla Vestmanneyjar frekar inn á kortið og auðga okkar samfélag, hver á sinn hátt. Fjórar viðurkenningar voru veittar. Fyrir framlag […]
Íþróttamaður ársins verður valinn á morgun

Héraðssamband ÍBV stendur fyrir uppskeruhátíð í Akoges á morgun en þar verða íþróttamenn innan sambandsins á öllum aldri heiðraðir fyrir sín störf. Tilkynnt verður um íþróttamann hvers aðildarfélags, íþróttamaður ársins og æskunnar verða valdir ásamt því að Heiðursmerki verður afhent. Öllum leikmönnum, velunnurum og íþróttaáhugafólki er boðið á hátíðina, sem hefst kl:20 í Agokes. (meira…)
Yfir tuttugu börn mættu á skákmót

Á fimmtudaginn fór fram Vetrarmót Taflfélags Vestmannaeyja. Alls mættu 20 galvaskir keppendur til leiks. Tefldar voru 5 skákir með 5 mínútna umhugsunartíma. Allir fengu glaðning að loknu móti frá Símanum og einnig voru dregin gjafabréf frá Kránni og 900 Grillhús. Kristófer Gautason var í liðinni viku með skákkennslu bæði í grunnskólanum fyrir 2.-4. bekk og […]
Margir Eyjamenn á HM í handbolta

Það voru margir Eyjamenn sem fylgdu Íslenska landsliðinu til Þýskalands á liðnum dögum. Mikil stemming var í hópnum þó úrslit leikjanna hafi ekki alltaf verið samkvæmt óskum. Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir var í Þýskalandi og tók þessar myndir. (meira…)
Daníel Ingi bestur og Rúnar Gauti efnilegastur

Á aðalfundi Golfklúbbsins í seinustu viku voru þeir Daníel Ingi Sigurjónsson valin besti kylfingur GV og Rúnar Gauti Gunnarsson valin efnilegasti kylfingur GV fyrir árið 2018. Þeir eru vel að titlinum komnir og óskar GV þeim innilega til hamingju með nafnbótina. (meira…)
Ókeypis skákkennsla og skákmót

Þessa vikuna fer fram skákkennsla í Grunnskóla Vestmannaeyja þar sem skákkennarinn Kristófer Gautason kennir 2-4 bekk. Einnig fara fram æfingar í húsnæði Taflfélagi Vestmannaeyja. Allir grunnskólanemar eru velkomnir og er þáttaka börnunum að kostnaðarlausu. Á fimmtudeginum verður haldið skákmót þar sem allir fá glaðning að loknu móti. Æfingar í húsnæði Taflfélag Vestmanneyjar (Heiðarvegi 9): Þriðjudagur: […]
Átta marka tap gegn Framstúlkum í Eyjum

Eftir frestun á leik í gær mættu Framstúlkur til Eyja í leik í Olís-deild kvenna í dag. Jafnræði var með liðun faman af en eftir um 15 mínútuleik tóku Framarar öll völd á vellinum. Staðan í hálfleik 12-17 Fram í vil. ÍBV tókst að minnka muninn niður í þrjú mörk í upphafi fyrri hálfleiks en […]
36% verðhækkun á árskorti í líkamsrækt

Á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni var fjallað um breytinga á gjaldskrá Líkamsræktarstöðvarinnar ehf eða Hressó fyrir árið 2019. En fjölmargar athugasemdir hafa borist Vestmannaeyjabæ vegna gjaldskrárhækkunar í upphafi árs hjá Líkamsræktarstöðinni ehf sem leigir sal í Íþróttamiðstöðinni til starfsemi sinnar. Fjölskyldu- og tómstundaráð tekur undir þessar athugasemdir sem snúast fyrst og fremst um […]