Bingóspjöldin seldust upp

Hið árlega flugeldabingó handknattleiksdeildar ÍBV var haldið í gær. Öll bingóspjöld seldust upp og kjaftfullt var í Höllinni. Grétar Þór Eyþórson, Sigurður Bragason og Gaui Sidda stjórnuðu bingóinu með stakri prýði.     (meira…)

Margir frá ÍBV í yngri landslið HSÍ

HSÍ er með verkefni fyrir flest yngri landslið sín núna á milli jóla og nýárs og á ÍBV marga fulltrúa í þessum verkefnum. Hér má sjá nöfn þeirra: Hæfileikamótun HSÍ: Ívar Bessi Viðarsson, Kristján Ingi Kjartansson og Nökkvi Guðmundsson U 15 karla: Andri Sigmarsson, Elmar Erlingsson og Hinrik Ingi Heiðarsson U 15 kvenna: Elísa Elíasdóttir, […]

Stjörnurnar söfnuðu yfir milljón fyrir Krabbvörn í Vestmannaeyjum

Handboltastjörnurnar hrindu inn Jólin á föstudaginn þegar stærsti handboltaleikur sem fer fram ár hvert í Vestmannaeyjum var haldinn og stemmingin var stórkostleg. Leikmenn m.fl. kk í handbolta sáu um alla umgjörð en Stjörnurnar sáu um að skemmta mannskapnum. Stjörnurnar fengu frábæran liðstyrk í leiknum en Róbert Aron Hostert og Guffi Kristmannsson voru óvæntir leikmenn í […]

Hið árlega flugeldabingó ÍBV í kvöld

Hið árlega flugeldabingó handknattleiksdeildar ÍBV verður haldið fimmtudaginn 27. desember kl. 20.00 í Höllinni. Grétar Eyþórs og Gaui Sidda munu stjórna því eins og þeim einum er lagið. Mætum og styrkjum íþróttasamfélgið í Eyjum. Áfram ÍBV (meira…)

Stjörnurnar spila á morgun

Nú eru meistaraflokkar karla og kvenna komin í jólafrí. Þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir, Handboltastjörnurnar hringja inn Jólin. Þetta er stærsti handboltaleikur sem fer fram ár hvert í Vestmannaeyjum og alltaf geggjuð stemming. Allur ágóði rennur óskiptur til Krabbameinsfélags Vestmannaeyja Leikmenn m.fl. kk í handbolta sjá um alla umgjörð en svo eru […]

Stjörnurnar spila á morgun

Nú eru meistaraflokkar karla og kvenna komin í jólafrí. Þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir, Handboltastjörnurnar hringja inn Jólin. Þetta er stærsti handboltaleikur sem fer fram ár hvert í Vestmannaeyjum og alltaf geggjuð stemming. Allur ágóði rennur óskiptur til Krabbameinsfélags Vestmannaeyja Leikmenn m.fl. kk í handbolta sjá um alla umgjörð en svo eru […]

ÍBV Stjörnunar spila á morgun

Nú eru meistaraflokkar karla og kvenna komin í jólafrí. Þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir, Handboltastjörnurnar hringja inn Jólin. Þetta er stærsti handboltaleikur sem fer fram ár hvert í Vestmannaeyjum og alltaf geggjuð stemming. Allur ágóði rennur óskiptur til Krabbameinsfélags Vestmannaeyja Leikmenn m.fl. kk í handbolta sjá um alla umgjörð en svo eru […]

Mik­il­væg­ur sig­ur og lok­ar góðum des­em­ber­mánuði

ÍBV náði í tvö stig í 13. um­ferð Olís­deild­ar karla í hand­knatt­leik í Garðabæn­um í dag með eins marks sigri á Stjörn­unni 28:27. Theo­dór Sig­ur­björns­son skoraði sig­ur­markið þegar hálf mín­úta var eft­ir. Fann­ar Þór Friðgeirs­son, leikmaður ÍBV sagði í samtali við mbl.is vera ánægður með upp­skeru liðsins í des­em­ber­mánuði. „Þetta var svaka­lega mik­il­væg­ur sig­ur og […]

Felix á leiðinni heim

Felix Örn Friðriksson flyst heim nú í lok árs frá Danmörku og mun að óbreyttu snúa aftur í lið ÍBV fyrr en áætlað var. Þessi 19 ára gamli knattspyrnumaður var lánaður frá ÍBV til Vejle í dönsku úrvalsdeildinni síðasta sumar, og gilti lánssamningurinn út júní á næsta ári, en Felix fékk nánast engin tækifæri til að […]

Íþróttafélagið Ægir þrjátíu ára í dag

Íþróttafélagið Ægir fagnar 30 ára afmæli í dag 12. desember. Þessu æltar félagið að fagna næstkomandi sunnudag 16. desember í Líknarsalnum milli klukkan 14 og 16 með opnu húsi fyrir vini og velunnara félagsins. Allir velkomir í kökur og kaffi. Iðkendur munu taka vel á móti ykkur. Endilega komið, kíkið á okkur og kynnist starfinu okkar, […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.