Benni Íslandsmeistari í rennuflokki í Boccia

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í boccia, einstaklingskeppni fór fram í Vestmannaeyjum um helgina sem leið. Íþróttafélagið Ægir hafði umsjón með mótinu sem þótti heppnast einstaklega vel. Glæsileg mótssetning var á föstudagskvöldið þar sem eldglæringar fylgdu keppendum á sviðið. Samið var sérstakt mótslag var samið og flutt af Söru Renee Griffinn. Jarl Sigurgeirsson tók svo lagið við […]

Tveir hörku leikir í vikunni

Það verða tveir rosalegir handboltaleikir í vikunni. Strákarnir eru að fá Selfoss í heimsókn, en það eru venjulega svakalegir leikir á milli þessara liða. Það var frábært að horfa á strákana á sunnudaginn á móti Pauc í evrópukeppninni en ef þeir ná upp sama leik og þeir spiluðu þar þá eru fá lið sem stoppa […]

Kubbur sigraði í Ameríku

Eyjaliðið „Team Kubbur” gerði sér lítið fyrir og sigraði USA meistarakeppni íslensku torfærunnar um helgina. Keppnin, sem er árlegur viðburður, fór fram dagana 4. til 7. október í Bikini Bottoms í Dyersburg, Tennesse. Alls héldu 13 lið til Ameríku frá Íslandi með sérútbúna torfærubíla sína til að taka þátt í keppninni. Keppnisdagarnir voru tveir og […]

Eins marka sigur á PAUC Aix í hörkuleik

ÍBV tók á móti franska liðinu PAUC Aix með Jerome Fernandez í brúnni, í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni EHF í dag. Eyjamenn tóku forystuna strax í upphafi en fóru illa með mörg tækifæri til að auka hana. Gestirnir unnu sig því inn í leikinn aftur og leiddi í hálfleik með tveimur mörkum, 10-12. Heimamenn […]

Fyrsti heimaleikurinn í Evrópukeppni EHF í dag

Í dag sunnudag kl. 17:00 í Íþróttamiðstöðinni leika ÍBV strákarnir sinn fyrsta evrópuleik á tímabilinu. Mótherjarnir eru hið fyrnasterka lið PAUC frá Frakklandi en þjálfarinn þeirra er hin margreindi Jerome Fernandez sem spilaði meðal annars hjá Barcelona, Ciudad Real og Montpellier auk þess að vera fyrirliði Franska landsliðsins til margra ára.Það er ljóst að þetta verður […]

Góður sigur ÍBV-kvenna fyrir norðan

ÍBV sótti heim KA/Þór norður á Akureyri í gærkvöldi í þriðju umferð Olísdeildar kvenna. Eyjastúlkur höfðu frumkvæðið allan leikin og leiddu 14:17 í hálfleik. Í síðari hálfleik gáfu þær svo enn frekar í og voru lokatölur 26:34 Landsliðskonan Arna Sif Pálsdóttir, sem kom ný inn í lið ÍBV fyrir tímabilið, átti stórleik og skoraði 13 […]

David Atkinsson og Cloe Lacasse leikmenn ársins

Á laugardagskvöldið síðasta fór svo fram lokahóf knattspyrnunnar hjá ÍBV. Þar voru þeir sem þóttu standa fram úr í sumar verðlaunaðir. Eftirtaldir hlutu viðurkenningar: 2.flokkur karla. Markahæstur: Daníel Már Sigmarsson Mestar framfarir: Daníel Scheving ÍBV-ari: Guðlaugur Gísli Guðmundsson Leikmaður ársins: Eyþór Daði Kjartansson 2.flokkur kvenna. Leikmaður ársins: Birgitta Sól Vilbergsdóttir Fréttabikar karla: Sigurður Arnar Magnússon Fréttabikar kvenna: Clara […]

Tvær Eyjameyjar á Norðurlandamótinu í ólympískum lyftingum

Norðurlandamótið í ólympískum lyftingum fór fram í Hveragerði um helgina. Þar mættu til leiks 60 keppendur frá Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Íslandi. Þar kepptu tvær Eyjameyjar fyrir Íslands hönd. Hrund Scheving keppti í -69 flokki, hún snaraði 70 kg og jafnhenti 95 kg. Samanlagt tók hún þar með 165 kg og hafnaði í 5. […]

Gáfu 800.000 kr til búnaðarkaupa

Í tilefni af 100 ára afmæli Björgunarfélags Vestmannaeyja, 4. águst 2018,  gáfu hjónin Eygló Kristinsdóttir og Grímur Guðnason félaginu mjög rausnarlega gjöf. Gjöfin er gefin til að heiðra minningu foreldra og tengdaforeldra Eyglóar og Gríms þau Guðrúnu Bjarnýju Guðjónsdóttur og Kristins Sigurðssonar. Guðrún Bjarný, alltaf kölluð Bjarný, var fædd 17. mars 1921 og lést 8 […]

Cloé Lacasse áfram hjá ÍBV

Cloe Lacasse hefur skrifað undir áframhaldandi samning við ÍBV sem gildir út leiktímabilið 2019 en undirskriftin fór fram á veitingastaðnum Einsi kaldi . „Cloe ákvað að halda tryggð við félagið sem hún hefur leikið með allar götur síðan hún kom til Íslands.  Cloe er mjög hamingjusöm í eyjum og er algjörlega elskuð af yngri iðkendum […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.