Tap hjá báðum liðum í dag

Í Olísdeild kvenna í handbolta fengu Eyjastúlkur nýliða HK í heimsókn. HK stúlkur byrjuðu leikinn mikið betur og leiddi leikinn framan af. ÍBV átti þá góðan kafla og komst yfir og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik. HK stúlkur byrjuðu seinni hálfleikin enn betur en þann fyrri og leiddu með fimm mörkum í góðan tíma. […]

Eyjastúlkur enda í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar

Það var ekki mikið undir þegar stelpurnar í ÍBV sóttu Selfoss heim í loka umferð Pepsí-deildar kvenna í dag. Eyjastúlkur byrjuðu leikinn af miklum krafti og fengu þrjú dauðafæri á fyrstu mínútu leiksins. ÍBV hélt pressunni vel í fyrri hálfleik en Selfoss vörnin hélt og staðan 0-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var með heldur rólegra […]

Lokahóf yngri flokka fer fram á fimmtudag

Lokahóf yngri flokka í knattspyrnu verður haldið í Týsheimilinu á morgun fimmtudag. Dagskráin er sem hér segir: Kl. 15.30 – 16.15  7. og  8.flokkur. Kl. 16.30 – 17.15  5. og  6.flokkur. Kl. 18.30 – 20.00  3. og  4.flokkur. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að mæta með iðkendum. ÁFRAM ÍBV (meira…)

Glæsilegur sigur í síðasta heimaleiknum

ÍBV sigraði HK/​Vík­ing með fimm mörk­um gegn einu í dag þegar liðin átt­ust við á Hásteinsvelli í frá. Cloé Lacasse átti frábæran leik og gerði fjög­ur af mörk­um Eyja­kvenna. ÍBV tryggði sér fimmta sætið í deild­inni með sigr­in­um og er með 25 stig fyr­ir lokaum­ferðina. (meira…)

Síðasti heimaleikurinn í dag

Meistaraflokkur kvenna ÍBV leikur sinn síðasta heimaleik í Pepsí-deild kvenna á þessu timabili í dag. HK/Víkingur kemur í heimsókn á Hásteinsvöllinn og hefst leikurinn kl 17:00. Stelpurnar eru nú í fimmta sæti deildarinnar og eru gestirnir í því sjöunda. (meira…)

Guldu afhroð á Hlíðarenda

Eftir að hafa leitt 0-1 í hálfleik tóku Valsmenn öll völd í síðari hálfleik í leik liðanna í Pepsi-deild karla á Hlíðarenda í gær Sunnudag. Eyjamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og pressuðu Valsmenn hátt í upphafi fyrri hálfleiks. Það bar árangur á 20. mínútu þegar Arli Arnarsson skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá […]

Sigur á Stjörnunni í gær

Meistaraflokkur kvenna og karla í handbolta sigruðu sína leiki í gær gegn Stjörnunni. Stelpurnar sigruðu  með tveggja marka mun 27:25 í fyrsta leik liðanna í Olís-deild kvenna. ÍBV var sterk­ari aðil­inn í leikn­um og áttu frá­bær­an sprett und­ir lok fyrri hálfleiks sem lagði grunn­inn að sigr­in­um. Sandra Dís Sig­urðardótt­ir skoraði flest mörk eyjakvenna eða sex […]

Handboltaveisla um helgina

Það verður mikið um að vera í handboltanum þessa helgina. Meistara flokkar karla og kvenna verða með tvennu i Olísdeildinni í dag, stelpurnar mæta Stjörnunni kl 16:00 og strákarnir kl:18:00. Einnig eru mótin að byrja hjá þriðja og fjórða flokk og mikið af heimaleikjum. Við hvetjum fólk að sjálfsögðu til þess að mæta og styðja […]

Stjörnustríð á morgun laugardag

ÍBV vs Haukar

Á laugardaginn verður sannkölluð handboltaveisla í Íþróttamiðstöðinni þar sem ÍBV fær Stjörnuna í heimsókn bæði í Olísdeild karla og kvenna. Stelpurnar spila kl. 16.00 en þetta er fyrsti leikurinn hjá þeim á þessu tímabili. Strákarnir eiga svo leik kl. 18.00 en það er ljóst að báðir þessir leikir geta orðið miklir spennu leikir. Það er […]

Stálu stigi frá Gróttu í fyrsta leik

Olís-deild karla í handbolta fór af stað í dag. Fjórfaldir meistarar ÍBV fengu Gróttu í heimsókn í fyrsta leik. Með Eyjamanninn Björgvin Þór Björgvinsson í þjálfarateyminu. Það er óhætt að segja að engin meistarabragur hafi verið yfir liði ÍBV í dag. Grótta var mikið betri aðilinn á vellinum í fyrri hálfleik og leiddu með sjö […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.