KFS spila í 8-liða úrslitum í dag

8-liða úrslitin í úrslitakeppni 4 deildar karla í knattspyrnu hefst í dag. Þrjú lið geta komist upp úr 4. deildinni og eru KFS þar í flokki. Þeir taka á móti Reynir S. á Týsvelli klukkan 12:00 í dag. (meira…)

Gunnar Heiðar með þrennu í kveðjuleiknum

Hann var þýðingarlítill leikur ÍBV og Grindavíkur í lokaumferð Pepsi-deild karla í dag. Bæði lið gengu því pressulaus inn á Grindavíkurvöll. Leikurinn var síðasti leikur ÍBV undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar, þjálfara. En einnig var þetta síðasti leikur Gunnars Heiðars Þorvaldssonar á ferlinum og má svo sannarlega segja að hann hafi kvatt með stæl. Leikurinn var […]

Stefnir í metþátttöku á laugardaginn

Allt stefnir í að metþátttaka verið í Vestmannaeyjahlaupinu í ár. „Hlaupið fer fram næstkomandi laugardag og nú þegar hafa skráð sig um 210 manns sem er meira en á sama tíma og þegar metið var sett 2011,”  sagði Magnús Bragason einn skipuleggjanda Vestmannaeyjahlaupsins í spjalli við Eyjafréttir. „Margir af bestu hlaupurum landins hafa boðað komu […]

Góðir sigrar úti í Finnlandi

Nú líður að því að Olísdeildir karla og kvenna í handbolta fari af stað á ný, en hún hefst 9. september. Undirbúningur liðanna er því í fullum gangi. Einn liður í undirbúningnum hjá körlunum var Ragnarsmótið á Selfossi sem fram fór dagana 16.-18. ágúst. Þar var keppt í tveimur riðlum. Í A-riðli léku Selfoss, ÍR […]

Óþarflega þægilegur sigur hjá KR

ÍBV sótti KR heim í Frostaskjól í dag, sunnudag, í leik í Pepsi-deild karla. KR-ingar tóku fljótt öll völd á vellinum og einkenntist varnaleikur Eyjamanna á vandræðagangi. Eftir 36 mínútna leik var ÍBV búið fá dæmd á sig tvö víti og fá á sig þrjú mörk. Þannig var staðan þegar gengið var inn í hálfleik. […]

Markalaust jafntefli gegn Stjörnunni

Stjarnan úr Garðabæ mætti á stelpunum í ÍBV á Hásteinsvelli í dag í frekar rólegri viðureign. Hvorugu liðinu tókst að skora þrátt fyrir ágætis færi á báða bóga. Eyjastúlkur voru þó nálægt því að stela sigrinum undir lok leiksins þegar Birgitta Sól Vilbergsdóttir átti góðan skalla á markið en markmanni Stjörnunnar tókst að verja. Staða […]

KFS fór létt með Ísbjörninn

KFS fékk ísbjörninn frá Kópavogi í heimsókn á Týsvöllin í dag. Það er skemmst að segja frá því að heimamenn höfðu öll höld og tögl á vellinum og fór það svo að leikurinn endaði 7 – 0 KFS í vil. Mörk KFS skoruðu Egill Jóhannsson, Erik Ragnar Gíslason Ruix, Bjarni Rúnar Einarsson, Ehsan Sarbazi, Jóhann Ingi […]

Stelpurnar fá Stjörnuna í heimsókn

ÍBV fær Stjörnuna í heimsókn í dag í 15. umferð Pepsi-deildar kvenna. ÍBV er nú í fimmta sæti deildarinnar með 18 stig en Stjarnan er í því þriðja með 28 stig nú eftir 14 umferðir. Það er því hörkuleikur á Hásteinsvelli í dag, allir á völlinn! (meira…)

Hrund heimsmeistari

Hrund Scheving varð í gær heimsmeistari í ólympískum lyftingum á HM í svokölluðum „mastersflokkum“. En keppnin fer fram í Barcelona á Spáni. Hrund nældi í gullið í -69 kílógramma flokki 40 til 44 ára og sló hún einnig heimsmet í flokknum í snörun, jafnhendingu og samanlögðum árangri. Hrund lyfti 78 kílóum í snörun, 94 í […]

Opnar vikur hjá fimleikafélaginu Rán

Fimleikafélagið Rán ætlar að hafa opnar vikur frá 27. ágúst – 5. september. Þá ætlum við að bjóða öllum sem vilja prufa að æfa fimleika. Allir sem hafa og eru að æfa fimleika eru líka velkomnir. Þjálfarar verða Sigurbjörg Jóna og Friðrik auk aðstoðarþjálfara. Aldursviðmið eru börn sem eru byrjuð í grunnskóla og eldri. Við […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.