Hlíf Hauks lánuð í ÍBV

Miðjumaðurinn, Hlíf Hauksdóttir hefur verið lánuð í ÍBV frá Val, fótbolti.net greindi frá þessu. ÍBV er í 5. sæti Pepsi-deildar kvenna með fjórtán stig að loknum tólf umferðum. Hlíf hefur ekkert spilað með Val í sumar en hún lék 12 leiki með Val í fyrrasumar. Hún lék síðast með ÍBV sumarið 2013 áður en hún […]

Breytt aldursviðmið í frístundastyrknum

Lögð var fram tillaga á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í gær að aldursviðmið í reglum um frístundastyrk verði breytt. Verði frá 2 ára aldri til 16 ára í stað 6 ára til 16 ára. Lagt er til að breytingin taki gildi frá og með 1. september á þessu ári. Markmiðið með þessari breytingu er að styrkja […]

Heimir á leiðinni til Sviss?

Heim­ir Hall­gríms­son, fyrr­ver­andi landsliðsþjálf­ari karlaliðsins í fót­bolta, hef­ur verið orðaður við sviss­neska stórliðið Basel að und­an­förnu. LaReg­i­o­ne í Sviss grein­ir frá því að umboðsmaður Heim­is hafi rætt við for­ráðamenn fé­lags­ins síðustu daga, en Basel rak Rap­hael Wicky á dög­un­um. Greindi mbl.is frá „Ég hef ekki rætt per­sónu­lega við stjórn­ar­menn Basel en þetta er klár­lega áhuga­verður […]

Víðir snýr heim til Eyja

Víðir Þorvaldsson skrifaði undir hjá ÍBV í dag og mun klára tímabilið með þeim. “Víðir Þorvarðarson mun klára tímabil 2018 hjá uppeldisfélaginu en hann skrifaði undir samning við ÍBV rétt í þessu. Víðir er 26 ára og spilar hægri kannt. Hann fór frá ÍBV til Fylkis tímabilið 2016 og þaðan til Þróttar R tímabilið 2017. […]

Strákarnir unnu á heimavelli í dag

ÍBV vann 2:1 sig­ur á KA í Pepsi-deild karla í knatt­spyrnu á Hásteinsvelli í dag. KA menn komust yfir fyrst, en um þrem­ur mín­út­um síðar jafnaði Gunn­ar Heiðar Þor­valds­son met­in. Í byrj­un seinni hálfleiks skoraði Shahab Za­hedi svo sig­ur­markið fyr­ir Eyja­menn með frá­bær­um tilþrif­um. Eyja­menn eru nú með 16 stig í deild­inni en eru áfram […]

Strákarnir taka á móti KA í dag

Meistaraflokkur karla tekur á móti KA á Hásteinsvelli í dag klukkan 16:00. Strákarnir eru í 9. sæti með 13 stig eftir 13 leiki. KA er tveimur sætum ofar í 7. sæti með 18 stig. Það verður tekið á því á Hásteinsvelli í dag, mætum á völlinn og hvetjum okkar menn áfram. (meira…)

Kylfingar í Golfklúbbi Vestmannaeyja að standa sig vel á Íslandssmótinu

Þriðji dagurinn á Íslandsmeistaramótinu í golfi fór fram í dag og var hann heldur betur merkilegur fyrir Golfklúbb Vestmannaeyja, en tvö af þremur bestu skorum dagsins koma frá kylfingum klúbbsins. Daníel Ingi Sigurjónsson gerði sér lítið fyrir og lék völlinn á 63 höggum sem er jafnt gamla vallarmetinu sem slegið var í gær af Haraldi […]

Sum­arið er búið að vera erfitt hjá okk­ur

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna í fótbolta töpuðu á Akureyri í dag. Leikurinn fór 2:0 fyr­ir Þór/​KA í Pepsi-deild­inni. Sum­arið hef­ur verið erfitt hjá ÍBV og er nú liðið óvænt í fall­bar­áttu. „Mér fannst liðin ekki vera að skapa mikið af fær­um í dag en það voru horn­spyrn­urn­ar þeirra sem gerðu gæfumun­inn. Við hefðum mátt verj­ast […]

Andri Heim­ir á för­um frá ÍBV

Hand­knatt­leiksmaður­inn Andri Heim­ir Friðriks­son verður ekki í röðum ÍBV í Olís­deild­inni í vet­ur en hann er á för­um frá fé­lag­inu. Andri staðfesti þetta í sam­tali við mbl.is í dag. Ekki ligg­ur enn fyr­ir hvar Andri, sem er 28 ára, mun spila á næsta tíma­bili en hann er að flytja ásamt kærustu sinni til Reykja­vík­ur en […]

Axel efstur og Haraldur með vallarmet

Gríðarleg spenna er á Íslandsmótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð í Vestmannaeyjum. Axel Bósson, ríkjandi Íslandsmeistari, er efstur í karlaflokki á -8 samtals. Haraldur Franklín Magnús bætti vallarmetið og er aðeins tveimur höggum á eftir Axel. Vallarmetin á Vestmannaeyjavelli voru bætt á hvítum og bláum teigum í dag. Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Anna Sólveig Snorradóttir, […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.