Aleksandar Linta tekur við ÍBV

Serbneski knattspyrnuþjálfarinn Aleksandar Linta hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV. Hann mun verða aðalþjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins í dag. Linta sem er 50 ára á langan leikmannaferil á Íslandi þar sem hann lék í öllum fjórum deildum landsins á sínum tíma sem leikmaður […]
Tómas Bent lék í sigri Hearts

Eyjamaðurinn Tómas Bent Magnússon lék allan leikinn í 1-0 sigri Hearts á Dundee FC í Skosku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Claudio Braga skoraði mark Hearts þegar hann átti gott skot fyrir utan teig á 27. mínútu leiksins. Tómas og félagar þurftu að leika einum færri allan seinni hálfleikinn þar sem markvörður liðsins Alexander Schwolow […]
ÍBV sigraði Hauka í Eyjum

Kvennalið ÍBV í handbolta tók á móti Haukum í tólftu umferð Olís deildar kvenna í Eyjum í dag. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en Eyjakonur komust fljótlega þremur mörkum yfir. Staðan í hálfleik 13:10. Eyjakonur voru með öll völd á vellinum í síðari hálfleik og voru komnar með sjö marka forystu þegar rúmur […]
ÍBV tekur á móti Haukum

Handboltinn fer af stað að nýju í dag eftir jólafrí og fer heil umferð fram í Olísdeild kvenna. ÍBV tekur á móti Haukum í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í 12. umferð deildarinnar og hefst leikurinn klukkan 16:15. ÍBV situr í 2. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 11 leiki og er jafnt stigum með Val á toppnum, […]
Hákon Daði gengur til liðs við ÍBV

Handboltamaðurinn Hákon Daði Styrmisson er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt ÍBV og mun leika með félaginu þegar Olís deildin fer aftur af stað í byrjun febrúar. ÍBV tilkynnti um félagsskiptin á samfélgasmiðlum sínum í dag. Hákon kemur til liðsins frá þýska liðinu Eintracht Hagen og gildir samningur hans við ÍBV út yfirstandandi tímabil. Hákon […]
Fimleikafélagið Rán hlýtur samfélagsstyrk Krónunnar

Fimleikafélagið Rán í Vestmannaeyjum er meðal þeirra verkefna sem hlutu samfélagsstyrk frá Krónunni fyrir árið 2025. Krónan hefur um árabil veitt samfélagsstyrki til verkefna í nærsamfélagi verslana sinna og líkt og fyrri ár eru langflestir styrkhafar staðsettir á landsbyggðinni. Áhersla styrkjanna er á verkefni sem stuðla að aukinni umhverfisvitund eða lýðheilsu, einkum með ungu kynslóðin […]
Elliði Snær um EM

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson kemur í góðu formi inn í íslenska landsliðið. Liðið hefur leik á Evrópumóti karla í handbolta í Svíþjóð í næstu viku. Elliði Snær hefur spilað 62 landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur verið í lykilhlutverki landsliðsins undanfarin ár. Elliði framlengdi nýlega samning sinn við félagsliðið sitt, Gummersbach og mun leika með […]
ÍBV í viðræðum við Víking

Karlalið ÍBV í fótbolta er í viðræðum við Víking Reykjavík um að fá Aron Baldvin Þórðarson sem næsta þjálfara liðsins. Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu. Þorlákur Árnason var þjálfari Eyjamanna á síðasta tímabili en sagði óvænt starfi sínu lausu og hafa Eyjamenn verið í þjálfaraleit síðan. Aron Baldvin er þrítugur og hefur starfað […]
Sandra og Daníel trúlofuð

Fyrirliði ÍBV og íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, Sandra Erlingsdóttir og handboltamaðurinn Daníel Ingason trúlofuðu sig á nýársdag, 1. janúar. Frá þessu greinir Sandra á samfélagsmiðlum. Sandra og Daníel gengu til liðs við ÍBV síðasta haust en þau trúlofuðu sig í Stuttgart í Þýskalandi þar sem þau bjuggu áður en þau fluttu til Vestmannaeyja. Sandra spilaði þar með Metzingen og Daníel með Balingen. Þau hafa […]
Spennandi ár að baki og mikið fram undan

Það er óhætt að segja að fólk sé farið að iða í skinninu fyrir handboltanum bæði hér heima og erlendis. Konurnar byrja slaginn hér heima eftir HM-hlé í desember og strákarnir í landsliðinu hefja leik á Evrópumótinu sem er haldið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í F-riðli mótsins þann 16. janúar gegn Ítalíu. Ásamt Íslandi og Ítalíu eru […]