Eyjakonur unnu Ragnarsmótið á Selfossi

Kvennalið ÍBV í handbolta tryggði sér Ragnarsbikarinn eftir 11 marka sigur á Selfossi í Sethöllinni í dag. Leikurinn var úrslitaleikur og endaði 33-22 ÍBV í vil. Fyrri hálfleikurinn var frekar jafn en Eyjakonur voru mikið sterkari aðilinn í þeim síðari. ÍBV hafði áður sigrað Víking og Aftureldingu sannfærandi. Þetta er annað æfingamótið sem stelpurnar sigra, […]

ÍBV er Lengjudeildarmeistari 2025

Kvennalið ÍBV vann stórkostlegan 4-1 heimasigur á HK í 16. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld. ÍBV er því Lengjudeildarmeistari 2025 en HK var eina liðið sem átti möguleika á að ná ÍBV að stigum. Fyrri hálfleikurinn var frekar bragðdaufur en Eyjakonur voru samt sem áður sterkari aðilinn. Bæði lið voru að skapa sér færi en […]

Efstu liðin mætast á Hásteinsvelli

Í kvöld verður 16. umferð Lengjudeildar kvenna spiluð. Í Vestmannaeyjum er sannkallaður toppslagur þegar efstu lið deildarinnar mætast. ÍBV efst og búið að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu að ári. Liðið er með 40 stig úr 15 leikjum og getur með sigri í kvöld tryggt sér deildarmeistaratitilinn. HK er með 34 stig í […]

Eyjamenn með frábæran sigur á toppliðinu

Karlalið ÍBV vann frábæran 4-1 heimasigur á toppliði Vals þegar liðin mættust í 19. umferð Bestu deildar karla fyrr í dag. Eyjamenn byrjuðu leikinn af krafti en það var fyrirliðinn Alex Freyr Hilmarsson sem kom Eyjamönnum yfir á 12. mínútu leiksins. Eyjamenn fengu þá hornspyrnu sem Vicente Valor tók og eftir mikinn darraðadans inn á […]

ÍBV vann alla sína leiki á æfingamóti

Kvennalið ÍBV stóð uppi sem sigurvegari á KG Sendibílamótinu sem lauk í gær í KA-heimilinu á Akureyri en mótið hófst á fimmtudaginn. Var þetta mót hluti af undirbúningi kvennaliðsins fyrir komandi átök í Olís deildinni sem hefst laugardaginn 6. september. ÍBV vann allar þrjár viðureignir sínar á mótinu sannfærandi en í lokaleiknum vann ÍBV Gróttu […]

Toppliðið mætir til Eyja

Í dag hefst 19. umferð Bestu deildar karla þegar fram fara fimm leikir. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Val. Valsmenn á toppi deildarinnar með 37 stig en ÍBV í níunda sæti með 21 stig. Í fyrri leik þessara liða sigraði Valur 3-0. Flautað verður til leiks klukkan 14.00 á Hásteinsvelli í dag. Leikir dagsins: […]

Spilar aldrei aftur fyrir ÍBV

Eyja 3L2A8985

Kári Kristján Kristjánsson spilar ekki með ÍBV í Olís-deildinni í vetur og mun aldrei leika aftur í treyju ÍBV. Þetta staðfesti hann í löngu og ítarlegu hlaðvarpsviðtali við Handkastið í gærkvöldi. Í viðtalinu fer hann ítarlega yfir tímalínu samningaviðræðna hans við ÍBV sem hófust í maí og lauk í síðustu viku. Þar segir Kári frá […]

Eyjakonur komnar upp í Bestu deildina

Kvennalið ÍBV er komið upp í bestu deildina eftir 0-2 útisigur á Keflavík er liðin mættust í 15. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld.  Eyjakonur komust yfir í leiknum á 18. mínútu með marki frá Allison Grace Lowrey. Staðan 0-1 í hálfleik. Allison var svo aftur á ferðinni í síðari hálfleik þegar hún skoraði af vítapunktinum […]

ÍBV mætir Keflavík í kvöld

Heil umferð verður leikin í Lengjudeild kvenna í kvöld. Í fyrsta leik kvöldsins mætast Keflavík og ÍBV í Keflavík. ÍBV með góða forystu á toppi deildarinnar. Eru með 37 stig, 6 stigum meira en HK sem situr í öðru sæti þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. Leikurinn hefst klukkan 18.00. Leikir dagsins:   (meira…)

Svekkjandi tap fyrir norðan

Karlalið ÍBV tapaði naumlega fyrir KA í 18. umferð Bestu deildar karla í kvöld er leikið var á Greifavellinum á Akureyri. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og fengu dauðafæri strax á upphafsmínútum leiksins. KA héldu áfram að herja að marki Eyjamanna en Hjörvar Daði Arnarsson átti frábæran leik og kom í veg fyrir að KA menn […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.