Oliver sækir á nýjar slóðir en mun sakna Eyjanna

„Þar sem ég tók þetta skref til Eyja, fór og lærði að búa einn, kynntist nýju fólki og umhverfi, þá held ég að ég verði ekki lengi að aðlagast hlutunum utan fótboltans. Kærastan mun líka aðstoða mig í því, hún mun hjálpa mér að verða ekki klikkaður seinni part dags eftir að ég kem heim af […]
Eyjakonur með sigur á Haukum

Kvennalið ÍBV í handbolta tók á móti Haukum í fimmtu umferð Olís deildar kvenna á Ásvöllum í kvöld. Leiknum lauk með 18-20 sigri ÍBV. Eyjakonur komust í 0-3 á upphafsmínútum leiksins og voru mest yfir með fimm mörkum 8-13. Staðan í hálfleik 10-13. Eyjakonur héldu sama dampi í síðari hálfleik og voru yfir allan leikinn. […]
ÍBV heimsækir Hauka

Í kvöld hefst 5. umferð Olís deildar kvenna þegar fram fara þrír leikir. Að Ásvöllum taka heimamenn í Haukum á móti ÍBV. Liðin á svipuðum stað í deildinni. Eyjaliðið í þriðja sæti með 6 stig og Haukar í fimmta sætinu með 5 stig. Leikurinn hefst klukkan 18.30. Þess má geta að hann verður sýndur beint […]
Birna Berg og Sandra í A-landsliðið

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari A-landslið kvenna hefur valið 19 manna hóp fyrir komandi verkefni í undankeppni EM 2026. ÍBV á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Birna Berg Haraldsdóttir og Sandra Erlingsdóttir. Landsliðið kemur saman til æfinga mánudaginn 13. október fyrir undirbúning leikja gegn Færeyjum heima, 15. október og Portúgal ytra, 19, október. Hópinn […]
Þorlákur Árnason áfram hjá ÍBV

Knattspyrnuþjálfarinn Þorlákur Árnason verður áfram þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá félaginu. Þetta eru miklar gleðifréttir enda hefur Láki gert frábæra hluti með liðið á leiktíðinni. Flestir spáðu ÍBV neðsta sæti deildarinnar en liðið hefur siglt lygnan sjó í deildinni í nokkuð langan tíma, þrátt fyrir að meiðsli hafi sett strik í reikninginn hjá liðinu. […]
Eyjamenn úr leik í Powerade bikarnum

Karlalið ÍBV í handbolta er úr leik í Powerade bikarnum eftir 27-22 tap gegn Aftureldingu í 16-liða úrslitum. Leikurinn fór fram í Mosfellsbæ í kvöld. ÍBV var með yfirhöndina í fyrri hálfleik og voru yfir með fjórum mörkum í hálfleik 8-12. Eyjamenn voru yfir framan af í síðari hálfleik og voru með tveggja marka forystu […]
Bikarslagur í kvöld

ÍBV og Afturelding mætast í 16-liða úrslitum Powerade bikarsins í kvöld. Leikið er í Mosfellsbæ. Ef staða þessara liða er skoðuð í deildinni má búast við hörkuleik í kvöld. Afturelding á toppi deildarinnar með fullt hús stiga að afloknum fimm umferðum. ÍBV er í þriðja sætinu með 6 stig. Leikurinn hefst klukkan 18.00 og verður […]
ÍBV 2 úr leik í bikarnum eftir tap gegn KA

ÍBV 2 tók á móti KA í 16-liða úrslitum Powerade bikarsins í Vestmannaeyjum í dag. Leiknum lauk með 25-33 sigri KA. KA menn komust í 2-4 á fyrstu mínútum leiksins en eftir það skiptust liðin á að vera með forystu. Eyjamenn fóru með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn, 16-14. Áfram var jafnræði með liðunum […]
Eyjamenn töpuðu gegn Skagamönnum

Karlalið ÍBV tapaði gegn Skagamönnum í 25. umferð Bestu deildar karla í Eyjum í dag. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Eyjamenn áttu fleiri skot tilraunir en áttu erfitt með að hitta markið. Þegar var komið fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks dró til tíðinda þegar Gísli Laxdal Unnarsson fékk boltann úti hægri […]
ÍBV og ÍA mætast í Eyjum

Tveir leikir fara fram í neðri hluta Bestu deildar karla í dag. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Skagamönnum sem hafa verið á mikilli siglingu undanfarið. ÍBV á toppi neðri hlutans með 33 stig en ÍA er í þriðja sæti með 28 stig. Leikurinn í dag er næst síðasti heimaleikur ÍBV á tímabilinu en ÍBV […]