Fimleikafélagið Rán hlýtur samfélagsstyrk Krónunnar

Fimleikafélagið Rán í Vestmannaeyjum er meðal þeirra verkefna sem hlutu samfélagsstyrk frá Krónunni fyrir árið 2025. Krónan hefur um árabil veitt samfélagsstyrki til verkefna í nærsamfélagi verslana sinna og líkt og fyrri ár eru langflestir styrkhafar staðsettir á landsbyggðinni. Áhersla styrkjanna er á verkefni sem stuðla að aukinni umhverfisvitund eða lýðheilsu, einkum með ungu kynslóðin […]

Elliði Snær um EM

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson kemur í góðu formi inn í íslenska landsliðið. Liðið hefur leik á Evrópumóti karla í handbolta í Svíþjóð í næstu viku. Elliði Snær hefur spilað 62 landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur verið í lykilhlutverki landsliðsins undanfarin ár. Elliði framlengdi nýlega samning sinn við félagsliðið sitt, Gummersbach og mun leika með […]

ÍBV í viðræðum við Víking

Karlalið ÍBV í fótbolta er í viðræðum við Víking Reykjavík um að fá Aron Baldvin Þórðarson sem næsta þjálfara liðsins. Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu.  Þorlákur Árnason var þjálfari Eyjamanna á síðasta tímabili en sagði óvænt starfi sínu lausu og hafa Eyjamenn verið í þjálfaraleit síðan.  Aron Baldvin er þrítugur og hefur starfað […]

Sandra og Daníel trúlofuð

Fyrirliði ÍBV og íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, Sandra Erlingsdóttir og handboltamaðurinn Daníel Ingason trúlofuðu sig á nýársdag, 1. janúar. Frá þessu greinir Sandra á samfélagsmiðlum. Sandra og Daníel gengu til liðs við ÍBV síðasta haust en þau trúlofuðu sig í Stuttgart í Þýskalandi þar sem þau bjuggu áður en þau fluttu til Vestmannaeyja. Sandra spilaði þar með Metzingen og Daníel með Balingen. Þau hafa […]

Spennandi ár að baki og mikið fram undan

Það er óhætt að segja að fólk sé farið að iða í skinninu fyrir handboltanum bæði hér heima og erlendis. Konurnar byrja slaginn hér heima eftir HM-hlé í desember og  strákarnir í landsliðinu hefja leik á Evrópumótinu sem er haldið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í F-riðli mótsins þann 16. janúar gegn Ítalíu. Ásamt Íslandi og Ítalíu eru […]

Anton Frans og Sigurmundur Gísli komu heim með silfur

Eyjapeyjarnir Anton Frans Sigurðsson og Sigurmundur Gísli Unnarsson, leikmenn ÍBV í handbolta unnu til silfurverðlauna á Sparkassen Cup-handboltamótinu með u-18 ára landsliði Íslands, í Merzig í Þýskalandi. Íslenska liðið tapaði með þremur mörkum, 31-28, í úrslitaleik mótsins gegn Þýskalandi. Alls unnu íslensku strákarnir fjóra leik á mótinu, gegn Slóveníu, Austurríki, Hollandi og Portúgal og töpuðu […]

Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV

Kvennalið ÍBV í fótbolta hefur fengið liðstyrk fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna. Færeyska landsliðskonan, Fridrikka Maria Clementsen er gengin til liðs við ÍBV. Félagið greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag. Fridrikka leikur á miðjunni. Hún skoraði ellefu mörk og var með tíu stoðsendingar í 21 leik fyrir HB Tórshavn í […]

Sverrir Páll yfirgefur ÍBV

Sverrir Páll

Knattspyrnumaðurinn Sverrir Páll Hjaltested er farinn frá ÍBV. Sverrir hafði leikið með ÍBV síðastliðin þrjú ár en samningur hans við félagið rennur út um áramótin. Félagið greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í dag.  Sverrir er 25 ára sóknarmaður. Hann skoraði sex mörk í 26 leikjum í Bestu deildinni á síðustu leiktíð. Árið 2024 skoraði […]

Avery áfram hjá ÍBV

Bandaríska knattspyrnukonan Avery Mae Vander Ven hefur framlengt samning sinn við ÍBV og mun leika með liðinu í Bestu deildinni á næsta ári. ÍBV greindi frá þessu á Instagram síðu sinni. Avery er 23 ára gömul og var fyrirliði ÍBV í sumar þegar liðið vann Lengjudeild kvenna með yfirburðum. Hún lék í hjarta varnarinnar og […]

Stjörnuleikurinn 2025 – Leikdagur

Stjörnuleikurinn 2025 fer fram í dag, föstudaginn 19. desember í Íþróttamiðstöðinni og hefst leikurinn klukkan 17:00. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem handboltinn er nýttur til að sameina fólk og safna fyrir gott málefni. Allur ágóði rennur til Downsfélagsins Stjörnuleikurinn er leikur þar sem áhersla er lögð á gleði, samveru og stuðning, og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.