Öruggur sigur ÍBV gegn Stjörnunni

Kvennalið ÍBV í handbolta mætti botnliði Stjörnunnar í lokaleik níundu umferðar Olís deildar kvenna í Garðabænum í gær. Eyjakonur áttu ekki í vandræðum með botnliðið og unnu tíu marka sigur. Eyjakonur komust þremur mörkum yfir í upphafi leiks en Stjörnukonur jöfnuðu í 9-9 eftir tuttugu mínútna leik. Eyjakonur náðu aftur upp forskotinu og voru fimm […]
Mæta botnliðinu á útivelli

Í dag lýkur 9. umferð Olísdeildar kvenna með tveimur leikjum. Í Garðabæ mætir Stjarnan liði ÍBV í Heklu Höllinni, þar sem heimastúlkur eru enn án sigurs og hafa aðeins fengið eitt stig úr fyrstu átta leikjum sínum. Eyjaliðið situr í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig eftir jafnmarga leiki og ætla sér að halda í […]
Eyjamenn töpuðu gegn Fram

Karlalið ÍBV í handbolta tók á móti Fram í 10. umferð Olís deildar karla í Eyjum í kvöld. Leiknum lauk með 28-34 sigri Fram. Liðin skiptust á að leiða framan af en Framarar komust tveimur mörkum yfir um miðjan fyrri hálfleik, 8-10. Framarar gáfu í og leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 12-17. Á upphafsmínútum […]
Heimir stýrði Írum til sigurs

Eyjamaðurinn Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu unnu mikilvægan 2-0 sigur á landsliði Portúgals, í undankeppni HM 2026 í fótbolta í Dublin í gær. Sigurinn var sér í lagi mikilvægur í ljósi þess að liðið á nú enn möguleika á að tryggja sér 2. sæti riðilsins og þar með fara í umspil um […]
ÍBV mætir Fram í dag

ÍBV tekur á móti Fram í Olís deild karla í dag en liðin mætast í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í 10. umferð mótsins. Leikurinn hefst kl. 17:45, en breyta þurfti tímanum svo gestirnir næðu síðustu ferð með Herjólfi. Búist er við hörkuleik í Eyjum. ÍBV hefur verið sterkt á heimavelli og ætlar sér dýrmæt stig, en Fram […]
Fjórir Eyjamenn í ný þjálfarastörf

Eyjamennirnir Hermann Hreiðarsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Ian Jeffs og Jonathan Glenn sem allir hafa spilað og þjálfað ÍBV, eru komnir í ný og spennandi þjálfarastörf. Hermann Hreiðarsson, sem þjálfaði ÍBV frá 2022 til 2024, tók nýverið við þjálfun Vals í Bestu deild karla, eftir að hafa stýrt HK í Lengjudeild karla eitt tímabil. HK fór […]
Kristín Klara spilaði í stórsigri Íslands á Færeyjum

Kristín Klara Óskarsdóttir, leikmaður kvennaliðs ÍBV í fótbolta, var í byrjunarliði U17 ára liði Íslands þegar þær sigruðu Færeyjar 6-2 í fyrri leik liðsins í undankeppni EM 2026. Kristín Klara spilaði 62. mínútur í liði Íslands. Ísland mætir Slóveníu á morgun í seinni leik sínum og geta þar tryggt sér sæti í A deild fyrir […]
Eyjakonur með stórsigur á KA/Þór

Kvennalið ÍBV í handbolta tók á móti KA/Þór í áttundu umferð Olís deildar kvenna í Eyjum í dag. Leiknum lauk með stórsigri heimakvenna, 37-24. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Eyjakonur náðu þriggja marka forystu og var staðan 18-15 fyrir ÍBV í hálfleik. Eyjakonur settu í annan gír í seinni hálfleik og áttu KA/Þór […]
ÍBV fær KA/Þór í heimsókn

Það verður spenna á parketinu í Olís deild kvenna í dag þegar ÍBV tekur á móti KA/Þór í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Leikurinn hefst klukkan 15:00. Bæði lið hafa sýnt góða takta í upphafi móts og ljóst að mikilvægt er fyrir þau að næla í stig á þessum tímapunkti, enda hart barist á toppi deildarinnar. ÍBV hefur […]
Sandra Erlingsdóttir á leiðinni á HM í handbolta

Sandra Erlingsdóttir, leikmaður ÍBV, er í lokahópi kvennalandsliðs Íslands í handbolta sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í Þýskalandi í lok mánaðarins. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, tilkynnti lokahópinn fyrr í dag en í honum eru 16 leikmenn. Fyrsti leikur Íslands á HM verður gegn Þýskalandi, 26. nóvember. Tveimur dögum síðar mæta stelpurnar Serbíu og 30. nóvember spila […]