Stelpurnar mæta Stjörnunni

Eyja_3L2A1373

Lokaleikur fjórðu umferðar Olís deildar kvenna fer fram í Garðabæ í dag. Þar taka Stjörnustúlkur á móti ÍBV. Bæði lið um miðja deild. ÍBV í fjórða sæti með 3 stig og Stjarnan í sætinu fyrir neðan með stigi minna. Leikurinn hefst klukkan 16.30 í Heklu höllinni í dag. (meira…)

Tap gegn Gróttu

Grótta mætti ÍBV í Olísdeild karla í gærkvöldi. Leikið var á Seltjarnarnesi. Leiknum lauk með tveggja marka sigri heimaliðsins, 32-30. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en Grótta var einu marki yfir í leikhléi, 18-17. Heimamenn náðu fjög­urra marka for­ystu um miðjan seinni hálfleiks, 25-21, en ÍBV minnkaði mun­inn í eitt mark, 27-26, en […]

ÍBV sækir Gróttu heim

DSC_6389_dagur_ibv

Fjórir leikir fara fram í fimmtu umferð Olísdeildar karla í kvöld. Í Hertz höllinni mætast Grótta og ÍBV. Liðin á svipuðum slóðum í deildinni. Grótta í fjórða sæti með 6 stig, en Eyjamenn í sjötta sæti með stigi minna. Það má því búast við baráttuleik á Nesinu í kvöld. Flautað er til leiks þar klukkan […]

Oliver til æfinga hjá Watford og Everton

Eyja_3L2A1623

Oliver Heiðarsson leikmaður ÍBV mun á næstunni fara til Englands og æfa með bæði Watford og Everton. Oliver var markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar í sumar, með 14 mörk. Bróðir Olivers, Aron Heiðarsson greindi frá þessu í hlaðvarpinu Betkastið. Oliver byrjar á því að æfa með Watford en þar gerði faðir hans, Heiðar Helguson garðinn frægann. Oliver […]

Hermann hættur

DSC_0431

Hermann Hreiðarsson þjálfari meistaraflokks ÍBV til þriggja ára hefur ákveðið að láta af þjálfun hjá félaginu. Stjórn knattspyrnudeildar hefur átt gott samstarf með Hermanni undanfarin ár og var eindreginn vilji stjórnarinnar að halda því samstarfi áfram.  Breytingar eru hins vegar að verða á búsetu Hermanns og hans fjölskyldu og því hans mat að hann hafi […]

Eyjamenn í góðri stöðu eftir sigur á Fjölni

Eyja­menn unnu sannfærandi sig­ur á Fjöln­i, 30:22 í fjórðu umferð Olísdeildar karla á heimavelli í kvöld. Staðan í hálfleik var 15:11. ÍBV er í fimmta sæti deildarinnar með fimm stig eins og Afturelding. Ofar eru Haukar, Grótta og FH, öll með sex stig og FH á toppnum. Andri Erlingsson var markahæstur með sex mörk,  Sigtryggur […]

Fá Fjölni í heimsókn

Eyja 3L2A9829

Þrír leikir verða háðir í fjórðu umferð Olís deildar karla í kvöld. Í Eyjum taka heimamenn á móti Fjölni. ÍBV með 3 stig úr þremur leikjum, en gestirnir hafa unnuð einn og tapað tveimur. Sitja sem stendur í tíunda sæti með 2 stig. Leikurinn í Eyjum hefst klukkan 19.00, en hinir tveir hefjast hálftíma síðar. […]

Átti barn 17. júlí og stefnir á EM

Íslenska kvenna­landsliðið í hand­bolta undir stjórn Arnars Péturssonar æfir nú á fullu fyrir Evrópumótið sem fer fram í Aust­ur­ríki, Ung­verjalandi og Sviss í nóv­em­ber og des­em­ber. Er Ísland í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu og verður leikið í Inns­bruck í Aust­ur­ríki. Ísland mæt­ir Hollandi í fyrsta leikn­um 29. nóv­em­ber, Úkraínu í öðrum leik 1. […]

Helena Hekla og Viggó eru fólk framtíðarinnar

„Í bráðum 40 ár hafa Eyjafréttir komið að því að veita efnulegu knattspyrnufólki viðurkenningu, Fréttabikarinn. Því miður er ég fjarri góðu gamni í dag en vil byrja á að óska þeim Viggó Valgeirssyni og Helenu Heklu Hlynsdóttur til hamingju. Ykkar er framtíðin en þið eruð líka framtíð ÍBV og okkar allra sem viljum sjá ÍBV […]

Natalie Viggiano og Vicente Valor best

Lokahóf knattspyrndeildarinnar fór fram sl. laugardag í Akóges, þar var mikið um dýrðir og einstaklega góð stemmning þar sem flokkarnir komu með skemmtiatriði og Einsi Kaldi sá um matinn. Að öðrum ólöstuðum þá átti Elías Árni Jónsson styrktarþjálfari atriði kvöldsins þar sem hann sýndi frábæra takta á gítarnum og tók lagið ásamt leikmönnum meistaraflokks karla. Stelpurnar […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.