Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV komið út

Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV fyrir árið 2024 er komið út. Í blaðinu má sjá viðtöl við þjálfara meistaraflokks kvenna og karla, þá Þorlák Árnason og Jón Ólaf Daníelsson. Í blaðinu má einnig sjá texta frá fyrirliðum meistaraflokkanna, Alex Frey Hilmarssyni og Guðnýju Geirsdóttur. Yfirferð frá Ellerti Scheving framkvæmdastjóra ÍBV á yngri flokka starfinu má einnig finna í […]

Áfrýjunardómstóll HSÍ staðfestir fyrri niðurstöðu

Áfrýjunardómstóll HSÍ hefur staðfest fyrri niðurstöðu dómstóls HSÍ í kærumáli ÍBV gegn Haukum. Dómstól Handknattleikssambands Íslands (HSÍ) hafði áður kveðið upp dóm í málinu vegna leiks Hauka gegn ÍBV í Powerade bikarkeppni karla, meistaraflokki. Í dómsorði á fyrra dómstigi sagði: Kærði, Knattspyrnufélagið Haukar ehf., telst hafa tapað leik við kæranda, ÍBV Íþróttafélag, sem fram fór […]

„Gefur manni trú á að framtíðin sé björt”

1000006846

Um síðastliðna helgi var vígður nýr glæsilegur líkamsræktarsalur í Týsheimilinu. Það var sumarið 2023 sem ÍBV fékk gamla Týssalinn afhentan frá Vestmannaeyjabæ til afnota. Salurinn er mjög hentugur sem þreksalur og hefur í gegnum tíðina oft gegnt því hlutverki. Unnið hefur verið í því um nokkurt skeið að fá salinn m.a. Erlingur Richardsson og núverandi […]

Fótboltaskóli ÍBV hefst á föstudaginn

Fótboltaskóli ÍBV hefst næstkomandi föstudag. Áhersla verður á gleði og að krakkarnir fái verkefni við hæfi til að styrkja sjálfstraust og tæknilega getu. Fyrra námskeiðið hefst á föstudaginn 20. desember og það síðara viku síðar þann 27.desember. – 7.fl. og 6.fl. karla og kvenna frá 10:30-12:00 (fös,lau, sunn). – 4.fl og 5.fl. karla og kvenna […]

Jafntefli við toppliðið

ÍBV og FH skildu jöfn í lokaleik sínum fyrir jólafrí í Olísdeild karla í Eyjum í dag. Lokatölur 26-26. Heimamenn byrjuðu leikinn betur og komust fjórum mörkum yfir í upphafi leiks. Meistararnir tóku svo við sér og snéru leiknum sér í hag laust fyir leikhlé og var staðan þegar menn gengu til búningsklefa 11-13. Jafn­ræði […]

Meistararnir mæta til Eyja

Eyja 3L2A9829

Fjórtándu umferð Olísdeildar karla lýkur í dag með tveimur leikjum. Í fyrri leik dagsins tekur ÍBV á móti Íslandsmeisturum FH. FH-ingar á toppi deildarinnar með 21 stig en Eyjaliðið er í sjöunda sæti með 13 stig. Eftir leiki dagsins er komið jólafrí í deildinni og verður næst leikið í byrjun febrúar. Flautað verður til leiks […]

Bjarki Björn semur við ÍBV

bjarki-bjorn_ibvsp_24

Knattspyrnumaðurinn Bjarki Björn Gunnarsson hefur fengið félagaskipti í ÍBV. Þetta kemur fram í tilkynnigu frá ÍBV. Bjarki – sem hefur verið á láni hjá félaginu síðustu tvö ár – lék 14 leiki fyrir ÍBV í deildinni á árinu og skoraði í þeim 5 mörk en tvö þeirra voru meðal fallegustu marka deildarinnar. Bjarki er uppalinn […]

Bikarleiknum frestað vegna kærumáls

Ibv Kari 23 OPF DSC 1547

Mótanefnd Handknattleikssambands Íslands hefur frestað leik ÍBV og FH í Powerade bikarkeppni HSÍ, þar sem ekki er kominn niðurstaða í kærumáli Hauka og ÍBV. Fer leikurinn því í ótímabundna frestun, segir í tilkynningu frá sambandinu í dag. Haukar sigruðu leikinn en ÍBV kærði framkvæmd leiksins sem háður var að Ásvöllum. Dómari í málinu dæmdi ÍBV […]

Hin árlega jólasýning fimleikafélagsins

Hin árlega jólasýning Fimleikafélagsins Rán fór fram í gær fyrir fullum sal í íþróttahúsinu. Sex hópar á aldrinum 6-15 ára tóku þátt í sýningunni og sýndu fjölbreytt og skemmtileg atriði. Leikarar úr Dýrunum úr Hálsaskógi sáu um að kynna sýninguna og svo voru foreldrar nokkurra nemenda kallaðir á svið til að keppa í boðhlaupi á […]

Tap gegn Stjörnunni

Eyja 3L2A7572

ÍBV og Stjarnan mættust í Olísdeild karla í gærkvöldi. Leikið var í Garðabæ. Fyrri hálfleik­ur var nokkuð jafn en Stjarn­an leiddi í leikhléi, 16-14. Heimamenn hófu seinni hálfleikinn betur og komust í  22-16 eftir tíu mínútur. ÍBV náði ekki að vinna þetta forskot upp og enduðu leikar 33-26. Með sigr­in­um fóru Stjörnumenn upp fyrir ÍBV […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.