Evrópubikarkeppnin heldur áfram í dag

Handboltastrákarnir eru komnir til Austurríkis þar sem ÍBV liðið tekur þátt í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í kvöld. ÍBV mætir austurríska liðinu Krems kl. 18:00 á íslenskum tíma, hægt verður að horfa á leikinn á meðfylgjandi hlekk. https://fan.at/handball/videos/655f7123474e4528cad04d38 Heimaleikur ÍBV gegn Krems verður síðan 2. desember. (meira…)

Samstarfsamningur undirritaður við Rán

Á dögunum var undirritaður samstarfssamningur, í fyrsta skiptið, milli Vestmannaeyjabæjar og Fimleikafélagsins Ránar. Samningurinn var undirritaður af þeim Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra og Önnu Huldu Ingadóttur framkvæmdarstjóra Ránar. Ánægjulegt hefur verið að sjá þann vöxt sem hefur verið innan fimleikafélagsins undanfarinn ár og er félagið orðið eitt af þeim stærstu íþróttafélögunum í Vestmannaeyjum. Fyrir er Vestmannaeyjabær […]

Arnór Sölvi áfram með ÍBV

Í tilkynningu frá ÍBV kemur fram að knattspyrnumaðurinn Arnór Sölvi Harðarson hefur skrifað undir áframhaldandi samning við knattspyrnudeild ÍBV en hann lék með liðinu seinni hluta tímabilsins og kom við sögu í fimm leikjum. Arnór er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið í mörgum stöðum en hann er fæddur 2004 og bindur ÍBV vonir við að […]

Fá Fram í heimsókn í bikarnum

Keppni í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni karla lýkur í dag með tveimur leikjum. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Fram. Liðin sitja í fjótða og fimmta sæti Olísdeildarinnar bæði með ellefu stig eftir níu leiki en liðin hafa ekki mæst það sem af er vetri. Það má því búast við jöfnum og spennandi leik í dag. 18. […]

Stelpurnar fá Val í heimsókn

Eyja 3L2A0803

ÍBV fær Val í heimsókn í tíundu umferð Olís deild kvenna í dag. ÍBV er í fjórða sæti með tíu stig eftir níu umferðir og Valur í öðru sæti með 16 stig. Leikurinn hefst kl. 18:00 í íþróttamiðstöðinni. Leikir dagsins: 16. nóv. 23 18:00 ÍBV – Valur 16. nóv. 23 18:00 KA/Þór – ÍR 16. nóv. 23 19:30 Fram – Stjarnan […]

Stelpurnar fallnar úr Evrópubikarkeppninni

ÍBV hefur lokið þátttöku sinni í Evrópubikarkeppninni í handknattleik kvenna á þessari leiktíð. ÍBV tapaði tvívegis fyrir Madeira Anderbol SAD á tveimur dögum um helgina, 36:23 og 33:19 og því viðureigninni samtals með 27 mörkum. Báðir leikirnir fór fram ytra. Sara Dröfn Ríkharðsdóttir og Sunna Jónsdóttir voru markahæsta ÍBV kvenna með fjögur mörk hvor í […]

Ómaklegt og ómálefnalegt

Stjórn handknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna gagnrýni ÍBV á félagið sem og Handknattleikssamband Íslands. Gagnrýnin hefur snúið að leikskipulagi ÍBV og þá helst leik Hauka og ÍBV í Olís-deild kvenna. Þar vísa Haukar gagnrýni ÍBV „alfarið á bug þar sem málið er ekki á forræði Hauka.“ Þar segir einnig að Haukar hafi […]

ÍBV-íþróttafélag fordæmir vinnubrögð HSÍ og Hauka – Tilkynning

Atburðarás síðustu daga hefur sýnt okkur hjá ÍBV-íþróttafélagi að það vill enginn hlusta. Við höfum kallað og kallað hátt en fáum lítil sem engin svör. Jafnvel þó heilsu íþróttafólks sé stefnt í hættu. Við kölluðum eftir samtali um velferð leikmanna. Það skipti engu máli hvert við leituðum,Haukar, HSÍ eða ÍSÍ. Alger þögn frá Haukum, HSÍ […]

Hallgrímur Heimisson ráðinn aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Vals

Eyjapeyjinn Hallgrímur Heimisson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Vals næstu þrjú árin. Í facebook færslu segir hann: “Ég er ótrúlega spenntur og þakklátur fyrir þessu nýja hlutverki. Það er mikill heiður að fá mitt fyrsta meistaraflokks-tækifæri hjá liði á þessari stærðargráðu og starfa með Pétri Péturs.” Óskum honum innilega til hamingju! (meira…)

Deila ÍBV við HSÍ og Hauka nær nýjum hæðum

Ótrúleg óbilgirni HSÍ og Haukar hafa sýnt ótrúlega óbilgirni vegna þátttöku ÍBV í Evrópukeppni kvenna. Neituðu að fresta leik sem fer fram á Ásvöllum í kvöld. Nú bætast samgönguerfiðleikar ofan á vanda Eyjakvenna og fara þær með Björgunarbátnum Þór í Landeyjahöfn til að geta mætt í leikinn á Ásvöllum í kvöld. Með Þór í Landeyjahöfn […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.