Elmari Erlings gengur vel að fóta sig í nýju umhverfi

Eyjamaðurinn Elm­ar Erl­ings­son samdi fyrr á árinu við þýska handknattleiksfé­lagið Nor­d­horn-Lingen. Elmar hefur síðastliðin ár verið einn að lykilmönnum í ÍBV, en flutti nú í sumar til Þýskalands til að reyna fyrir sér í atvinnumennsku. Elmar er aðeins 19 ára gamall. Við fengum að spyrja hann nokkurra spurninga varðandi aðlögunina í nýju umhverfi í handboltanum.  […]

Mæta Aftureldingu á útivelli

DSC_1508

Þrír leikir fara fram í Olís deild karla í kvöld. Í fyrsta leik kvöldsins tekur Afturelding á móti ÍBV í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Afturelding hefur farið vel af stað og eru í öðru sæti deildarinnar með 9 stig úr 6 leikjum. ÍBV er í sjötta sæti með 7 stig úr jafn mörgum leikjum. Flautað verður […]

Stelpurnar steinlágu fyrir Fram

Eyja_3L2A1373

ÍBV mætti Fram á útivelli í Olís deild kvenna í kvöld. Heimaliðið náði fljótlega forystu og leiddu í leik­hléi 15-9. Munurinn jókst svo er leið á seinni hálfleik og þegar yfir lauk munaði 9 mörkum á liðunum. Lokatölur 29-20. Darija Zecevic varði 20 skot í marki Fram og Et­hel Gyða Bjarna­sen varði 2 skot. Hjá […]

Sandra áfram í herbúðum ÍBV

Sandra Voitane Ibvsp

Lettneska landsliðskonan Sandra Voitane hefur ákveðið að vera áfram í herbúðum ÍBV og skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við félagið. Hún lék í hjarta varnar liðsins í Lengjudeild kvenna í sumar og spilaði hún 22 leiki í deild, bikar og Lengjubikar. Í frétt á heimasíðu félagsins segir að Sandra sé 25 ára fjölhæfur […]

Dregið í bikarkeppni HSÍ

Handbolti (43)

Búið er að draga í 16-liða úrslit karla og kvenna í Powerade bikarnum í handknattleik. Rétt er að taka fram fyrst að viðureignir ÍBV 2 og Þórs, Víðis og Harðar, ÍH  og Selfoss og Hvíta Riddarans og Víkings í 32-liða úrslitum karla megin fara fram 30. eða 31. október nk. Kvennamegin sátu hjá Valur, sem […]

Jafnt í Suðurlandsslagnum

Eyja_3L2A1345

Það var allt í járnum í baráttunni um Suðurland, þegar ÍBV tók á móti Selfossi í Eyjum. Leiknum lyktaði með jafntefli 24-24. ÍBV var með forystuna framan af leiknum og leiddu í leikhléi 13-11. Í þeim síðari jafnaðist leikurinn og voru loka­mín­út­urn­ar æsispennandi. Birna Berg Har­alds­dótt­ir var marka­hæst í dag, skoraði níu mörk og Sunna […]

Suðurlandsslagur í Eyjum

handb_sunna_ibv_2022_opf

Heil umferð fer fram í Olís deild kvenna í dag. Um er að ræða 5. umferð Íslandsmótsins. Í Eyjum verður háður Suðurlandsslagur þegar lið Selfoss kemur í heimsókn. ÍBV um miðja deild með 5 stig á meðan Selfoss er með 2 stig í næst neðsta sæti. Leikurinn er svokallaður bleikur leikur til styrktar Krabbavörn Vestmannaeyja. Í […]

Eyjamenn lögðu Hauka

Eyja 3L2A9829

ÍBV komst í kvöld upp í fjórða sæti Olís deildar karla er liðið lagði Hauka í Eyjum. Gestirnir byrjuðu leik­inn bet­ur og leiddu stóran hluta fyrri hálfleik­s. Staðan í leikhléi var 15-14 Haukum í vil. Í síðari hálfleik komu Eyjamenn ákveðnari til leiks og munaði þar mestu um Dag Arnarsson sem kom sterkur inn. Svo […]

Snókerinn hefst í Eyjum

20240907 161707

Skráning er hafin í fyrsta snókermót vetrarins en það er hið árlega Karl Kristmanns mót. Um er að ræða einstaklings forgjafarmót og eru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Það er tómstundaráð Kiwanis klúbbsins Helgafell sem stendur fyrir mótinu í samstarfi við Karl Kristmanns. Á Facebook er hópur sem heitir Klúbbasnóker í Eyjum. Snókerunnendur eru […]

Eyjamenn fá Hauka í heimsókn

Ibv Kari 23 OPF DSC 1547

Þrír leikir fara fram í sjöttu umferð Olís deildar karla í kvöld. Í Eyjum taka heimamenn á móti Haukum. ÍBV í sjöunda sæti deildarinnar með 5 stig eftir fimm leiki. Haukarnir eru hinsvegar búnir að leika leik meira, en þeir eru í þriðja sæti með 7 stig. Flautað er til leiks klukkan 19.00 í Íþróttamistöðinni […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.