Mæta Madeira annað árið í röð

Dregið var í 32. liða úrstlitum í Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta í morgun. Kvennalið ÍBV mætir Madeira Andebol SAD frá portúgölsku eyjunni Madeira annað árið í röð. Á handbolti.is kemur fram að leikirnir eiga að fara fram 11. og 12. nóvember annars vegar og 18. og 19. nóvember hinsvegar, ef leikið verður heima og að […]

ÍBV áfram í Evrópukeppninni en urðu fyrir áfalli

ÍBV er komið áfram í aðra umferð, 32-liða úrslit, Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik þrátt fyrir tap í síðari leiknum við Colegio de Gaia í Portúgal á laugardag, 27:26. ÍBV vann fyrri viðureignina með fjögurra marka mun, 27:23, eftir að hafa skorað sex síðustu mörkin. Liðið mátti því alveg við því að það gæfi aðeins á […]

ÍBV stelpur í góðri stöðu

Eyja 3L2A0803

Síðari viðureignin ÍBV gegn portúgalska liðinu Colegio de Gaia fer fram í dag klukkan 17. Samanlagður sigurvegari leikjanna tekur sæti í 2. umferð. ÍBV skoraði sex síðustu mörk og tryggði sér þar með sigur á portúgalska liðinu, 27:23, í fyrri viðureign liðanna í gærkvöldi í 1. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik kvenna. Leikurinn fór fram í […]

Eyjablikksmótið hefst í dag

Eyjablikksmótið verður haldið í Íþróttamiðstöðinni um helgina. Mótið hefst í dag, föstudag og lýkur á sunnudag. Á mótinu etja kappi keppendur í 5.flokki karla og kvenna eldri. Áhugasamir eru hvattir til að kíkja við í Íþróttamiðstöðinni og fylgjast með stjörnum framtíðarinnar á parketinu. Leikjaplan fyrir helgina er hér og einnig komið á Torneopal. Strákar: https://islandsmot23-24.torneopal.com/taso/sarja.php… […]

Evrópuleikir í Portúgal

Framundan eru tveir leikir hjá ÍBV gegn portúgalska handknattleiksliðinu Colegio de Gaia í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Fyrri viðureignin fer fram síðdegis í dag en sú síðari á laugardaginn í Vila Nova de Gaia við norðaustur strönd Portúgal, nánast í túnfætinum á Porto. Colegio de Gaia hefur farið afar vel af stað í […]

Lokahóf 3. flokks í knattspyrnu

Á þriðjudagskvöld fór fram lokahóf 3. flokka karla og kvenna í fótbolta en síðustu leikir kláruðust um helgina. Flokkarnir tóku þátt í Íslandsmóti og bikarkeppni. KSÍ gerði breytingar á Íslandsmótinu í 3. flokk fyrir tímabilið í fyrra og lengdist það í báða enda, en mótið hófst um miðjan mars og lauk nú í lok september. Mótinu var skipt upp […]

Mæta Gróttu á útivelli í dag

Eyjamenn mæta Gróttu á útivelli í dag í Olísdeild karla. Eftir þrjár umferðir er Grótta með 2 stig og Eyjamenn 4 stig. Leikir kvöldsins hefjast allir kl 19:30: (meira…)

Strákarnir heimsækja KA í dag

Karlið ÍBV heimsækir KA á Akureyri í dag í. ÍBV situr í botnsæti í neðri hluta deildarinnar með 21 stig og KA situr á toppnum með 35 stig. Síðasti leikur ÍBV var gegn Fram sem endaði jafntefli 2:2. Fram situr sæti ofar en ÍBV með 21 stig en betri markatölu. Leikurinn hefst kl 16:15 á […]

Erlingur situr eftir á markatölu

Landslið Sádi Arabíu undir stjórn Erlings Richardssonar komst ekki í átta liða úrslit handknattleikskeppni Asíuleikanna í morgun sem fram fara í Hangzhou í Kína. Sádi Arabía og Íran skildi jöfn, 23:23, í síðasta leik D-riðils keppninnar. Hvort lið hlaut 3 stig í þremur leikjum. Íran komst áfram í átta liða úrslit á einu marki. Íranar […]

Yngvi framlengir við Hamar

Yngvi Borgþórsson hefur framlengt við knattspyrnufélagið Hamar í Hveragerði um annað ár. Í tilkynningu félaginu sem fótbolti.net greinir frá segir: “Við erum mjög ánægð með störf Yngva hingað til og eigum ekki von á öðru en að framtíðin verði björt undir hans stjórn.” Hamar lék í 4. deildinni í sumar og endaði í 7. sæti, […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.