ÍBV mætir FH í undanúrslitum

FH og ÍBV mætast í undanúrslitum úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik. Það varð ljóst eftir að liðin sendu andstæðinga sína, Selfoss og Stjörnuna, í sumarfrí í gærkvöldi. ÍBV vann Stjörnuna öðru sinni í hörkuleik í TM-höllinni, 27:23. FH fór létt með Selfoss í Sethöllinni á Selfossi, 33:24. Fyrsti leikur FH og ÍBV verður í Kaplakrika […]

Rútuferð: Stjarnan – ÍBV á morgunn

Nú er úrslitakeppnin komin á fullt og tímabært að fá alla með í bátana og láta vaða á þetta! Alvöru stuð og stemning hefur einkennt ÍBV í úrslitakeppni undanfarin ár og núna verður engin breyting á! Handknattleiksdeild ÍBV vill kanna áhuga á rútuferð á leik ÍBV og Stjörnunnar, leik 2 í 8 liða úrslitum karla. […]

ÍBV mætir KA í dag fyrir norðan

Þrír leikir verða spilaðir í annarri umferð Bestu deildarinnar í dag. ÍBV mætir KA fyrir norðan kl. 16:00 á Greifavellinum. Leikurinn er sýndur í beinni á Besta deildin2. Aðrir leikir á dagskrá eru Keflavík-KR kl. 14:00 FH-Stjarnan kl. 16:00     (meira…)

Úrslitakeppni karla hefst á morgunn

ÍBV mætir Stjörnunni í 8 liða úrslitum og verður fyrsti leikurinn á morgunn laugardag kl.14:00, heima í Eyjum. Miðasala er hafin á miðasöluappinu Stubbur!. Frítt er fyrir börn á grunnskólaaldri/iðkendur ÍBV. Oft er þörf en nú er nauðsyn. Fyllum Íþróttamiðstöðina af hvítum treyjum og hvetjum okkar menn til sigurs! Áfram ÍBV Alltaf, alls staðar! (meira…)

32-liða úrslit Mjólkurbikarsins. ÍBV mætir Stjörnunni

Dregið var í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. Liðin í Bestu deild karla koma nú inn í keppnina ásamt þeim 20 félögum sem unnu sína leiki í 2. umferð. Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ dró úr pottinum, með aðstoð Ingólfs Hannessonar fyrrum íþróttafréttamanni og Klöru Bjartmarz framkvæmdarstjóra KSÍ. 32 liða úrslitin fara fram dagana 19-21. […]

Róbert Sigurðarson til Drammen

Róbert Sigurðarson hefur skrifað undir samning hjá norska úrvalsdeildarliðinu Drammen. Fram kemur á facebook síðu ÍBV Handbolti að Róbert hefur verið einn albesti varnarmaður landsins undanfarin ár og verið algjör lykilmaður í varnarleik ÍBV. Hann gekk til liðs við ÍBV haustið 2017 á láni frá liði Akureyrar. Haustið 2019 voru svo gerð endanleg félagaskipti til […]

Lokaumferð Olísdeild karla í dag. Valur-ÍBV

Loka umferðin í Olísdeild karla í handbolta fer fram í dag þar sem ÍBV mætir Val í Origohöllinni kl. 16:00. Í síðasta leik sigruðu þeir Hauka örugglega heima í Eyjum, 38-24, og eru staðráðnir að halda uppi góðum gír. Við hvetjum Eyjamenn á höfuðborgarsvæðinu til þess að mæta, hita upp fyrir úrslitakeppnina og styðja okkar […]

KFS tekur á móti Þrótti Rvk á heimavelli

KFS á heimaleik gegn Þrótti Rvk fimmtudaginn 6. apríl kl. 14:00 á Helgafellsvelli. KFS komst áfram úr fyrstu umferð mjólkurbikarsins með sigri á Ými frá Kópavogi og lendir í skemmtilegu verkefni á móti Þrótt Rvk, sem leikur í Lengjudeildinni. Athyglisvert er að segja frá því að þjálfari Þrótts er Ian Jeffs.     (meira…)

Tvöfaldur leikdagur hjá ÍBV

Tveir leikir fara fram í Olísdeild kvenna og karla í dag. Karlaliðið mætir Gróttu í Hertz höllinni Seltjarnanesi kl. 14:00. Leikurinn er sýndur í beinni á Stöð2Sport. Kvennaliðið mætir síðan Fram í Framhúsinu Úlfarársdal kl. 16:00. Leikurinn verður sýndur í beinni á Fram Tv (meira…)

ÍBV spáð 8. sæti

Tomas Bent Mynd

Íslandsmeisturum Breiðabliks er spáð sigri í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Bestu deild karla í fótbolta. Keflavík og HK er spáð falli. ÍBV er spáð 8. sæti deildarinnar en spáin var opinberuð á kynningarfundi Bestu deildarinnar í höfuðstöðvum Vodafone í dag. Keppni í Bestu deildinni hefst með heilli umferð annan í páskum, […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.