Sjóuð á hliðarlínunni

Fyrsti leikur Íslands á EM fer fram í dag og hefst bein útsending á RÚV kl. 15:15 frá EM stofunni, en leikurinn hefst kl. 16:00. Margrét Lára Viðarsdóttir verður ein sérfræðinganna í EM stofunni og svo er systir hennar, Elísa, á vellinum. Það stefnir í spennandi leik. Guðmunda og Viðar, foreldrar Elísu og Margrétar Láru, […]

KFS spilar í dag

Leik KFS og Vængja Júpíters hefur verið flýtt og mun leikurinn fara fram í dag kl. 18 við Egilshöll. Áður hafði leikurinn verið tímasettur á morgun, sunnudag. Liðin leika í 3. deildinni og er KFS í 8. sæti en Vængir Júpíters í því 10. Má því búast við fjörugum leik. (meira…)

Höfum aldrei átt eins sterkt landslið!

Nú eru einungis tveir dagar í fyrsta leik Íslands á EM í Englandi. Leikurinn fer fram á sunnudag og hefst kl. 16, og er í beinni útsendingu á RÚV. Einn helsti sparkspekingur Íslands, Hafliði Breiðfjörð sem á og rekur vefmiðilinn Fótbolta.net, er að sjálfsögðu mættur til Englands til að fylgja stelpunum okkar í landsliðinu. Hann […]

Símamótið – Tólf lið og 80 stelpur frá ÍBV

Um 80 stelpur frá Eyjum eru mættar á Símamótið sem var sett á Kópavogsvelli í kvöld. ÍBV sendir 12 lið til leiks að þessu sinni. Mótið er fyrir 5. til 8. flokk kvenna. Metþátttaka er á mótinu eða um 3000 stelpur. Leikið er svipað fyrirkomulag og venjulega þar sem raðað er í riðla eftir styrkleika. […]

Aldrei verið með sterkara landslið

EM kvenna í fótbolta hefst á morgun, 6. júlí. Fyrsti leikur Íslands á mótinu er 10. júlí næstkomandi, gegn Belgíu. Það er vegleg umfjöllun um EM og stelpurnar okkar í liðinu, þær Berglindi Björgu og Elísu. Það er samdóma álit sérfræðinga að Ísland hafi aldrei átt eins góðan landsliðshóp og er þeim spáð góðu gengi […]

Vika í fyrsta leik Íslands á EM

Nú er ekki nema vika í fyrsta leik Íslands á EM, en hann verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV næsta sunnudag kl. 15:50. Fyrsti leikur mótsins er 6. júlí. Næsta blað Eyjafrétta, sem kemur einmitt út þann 6. júlí, verður sannkallað EM blað, en þar má finna ítarleg viðtöl við Eyjakonurnar okkar í landsliðinu, […]

Spenna á Hásteinsvelli

ÍBV tókst að stoppa óslitna sigurgöngu toppliðsins Breiðabliks á Hásteinsvelli í dag, en leikurinn endaði í 0-0 jafntefli. Lokamínúturnar voru æsispennandi og kórónuðu þar með spennandi leik með fullt af færum hjá báðum liðum. Markverðir beggja liða áttu stjörnuleik í dag. Eftir leikinn er Breiðablik sem fyrr á toppnum, en ÍBV á botninum. (meira…)

ÍBV í Evrópubikarinn

Kvennalið ÍBV í handbolta er eitt þriggja liða á Íslandi sem sækist eftir þátttöku í Evrópubikarkeppninni á næsta tímabili, hin liðin eru KA/Þór og Valur. Þetta eru sömu þrjú lið og kepptu í þessari sömu keppni í fyrra, en þá náði ÍBV liðið lengst íslensku liðanna og lék til undanúrslita. Þetta kemur fram á vef […]

Áfram hjá ÍBV

Þrátt fyrir mikil læti er á fullu verið að undirbúa næstu leiktíð hjá handboltadeild ÍBV. Hér eru fjórir leikmenn sem hafa endurnýjað samning sinn við ÍBV á síðustu dögum. Amelía Dís og handknattleiksdeild ÍBV hafa gert með sér samning sem nær til næstu tveggja tímabila. Amelía Dís er ungur og efnilegur vinstri hornamaður sem hefur leikið […]

Framtíð boltans í hættu

Mikil ólga hefur verið í kringum handboltadeild ÍBV síðustu daga og á þessari stundu er alls óvíst hvernig þessi hraða og harkalega atburðarás muni enda. Grétar Þór fráfarandi formaður handknattleiksdeildar var í samtali hjá handbolti.is „Annarsvegar er að handboltinn leggist af í Vestmannaeyjum og hin sé að handboltinn kljúfi sig út úr ÍBV og stofni […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.