ÍBV deildarmeistari 2023

ÍBV varð í dag deildarmeistari í Olísdeild kvenna í handknattleik. Liðið innsiglaði titilinn með sigri á Selfoss á heimavelli, 41:27, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 21:15. Sigurinn var jafnframt sá tuttugasti í röð hjá liðinu. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2004 sem ÍBV verður deildarmeistari í handknattleik kvenna en […]

Hanna og Sunna í 20 leikmanna hóp

Þjálfarateymi A landsliðs kvenna hefur valið 20 leikmenn til æfinga fyrir umspilsleiki liðsins um laust sæti á HM 2023 gegn Ungverjalandi. Liðin mætast að Ásvöllum 8. apríl nk. og síðari leikurinn fer fram í Ungverjalandi 12. apríl. Það lið sem vinnur sameiginlega báðar viðureignir tryggir sér sæti á heimsmeistaramótinu sem haldið verður 30. nóvember – […]

Tíu ungir iðkendur semja

Tíu ungir iðkendur knattspyrnudeildar skrifuðu undir tveggja ára samninga við deildina í gær, er um að ræða svokallaða ungmennasamninga en iðkendurnir eru allir í 2. flokki ÍBV, karla og kvenna. Margir leikmannanna hafa nú þegar leikið sinn fyrsta leik fyrir ÍBV og nokkrir sinn fyrsta leik fyrir KFS. Á síðustu dögum hafa leikmenn og foreldrar […]

Mikilvæg stig í boði í Skógarseli

Einn leikur fer fram í Olísdeild karla í kvöld þegar ÍR fær ÍBV í heimsókn. Þau eru mikilvæg stigin sem eru í boði í dag því ÍR situr í 11. og næst neðsta sæti deildarinnar og berst fyrir lífi sínu í deildinni. ÍBV getur með sigri komist upp að hlið FH í öðru sæti deildarinnar. […]

Ísfélagið og Herjólfur koma Eyjamönnum á leikinn

ÍBV stelpur mæta Valskonum á morgun í bikarúrslitum í Laugardalshöll. Ísfélagið og Herjólfur ætla í sameiningu að sjá til þess að Eyamenn fylli Höllina á morgun. Ísfélagið býður frítt í rútur fyrir stuðningsmenn ÍBV og þeir sem bóka sig í rútuna fá sömuleiðis fría Herjólfsmiða! Farið frá Eyjum kl.09:30 á morgun og svo heim með […]

Mæta botnliðinu á Ísafirði

Til viðbótar við bikarleikir dagsins fer einn leikur fram í Olísdeild karla. ÍBV sækir lið Harðar heim til Ísafjarðar en leiknum var frestað fyrr í vetur. Fall blasir við Ísfirðingum sem sitja á botni deildarinnar. Eyjaliðið er sem stendur í sjöunda sæti deildarinnar með 20 stig. Flautað er til leiks klukkan 18.00 á Ísafirði í […]

Stelpurnar tryggðu sæti í úrslitaleik

ÍBV sigraði Selfoss í kvöld og tryggði sér farseðilinn í úrslit Powerade-bikarsins næsta laugardag. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en eftir það tók ÍBV yfir leikinn og voru úrslitin nánast ráðin í upphafi seinni hálfleiks þegar ÍBV var níu mörkum yfir. Hilmar Ágúst Björnsson þjálfari ÍBV, rúllað vel á liðinu og gefið lykil […]

ÍBV í undanúrslitum Lengjubikarsins

ÍBV tók síðasta sætið í undanúrslitum A-deildar Lengjubikarsins eftir að liðið vann góðan 3-2 sigur á Breiðabliki á Kópavogsvelli í gærkvöld. Eyjamenn unnu alla fjóra leiki sína í riðlinum. Eyjamenn vinna því riðilinn með fullt hús stiga eða 12 stig og eru komnir í undanúrslit. Frammistaða Blika vonbrigði á meðan Eyjamenn líta vel út. ÍBV […]

Gauti Gunnarson til ÍBV

Gauti Gunnarsson hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild ÍBV og mun því leika með uppeldisfélagi sínu á næstu leiktíð. Gauti er örvhentur leikmaður sem gengur til liðs við ÍBV frá KA. Þetta var kynnt með skemmtilegu myndbandi á facebooksíðu ÍBV sem má sjá hér að neðan. (meira…)

Mæta Haukastúlkum á útivelli

ÍBV stelpurnar mæta Haukum á útivelli í dag í 19. umferð Olís-deildarinnar. ÍBV er sem stendur á toppi deildarinnar með 30 stig en Haukastúlkur sitja í sjötta sæti með 12 stig. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður sýndur á Haukar-TV á youtube. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.