Lokahóf yngri flokka í knattspyrnu fór fram í vikunni

Lokahóf 3.-5. flokka í fótbolta fóru fram í vikunni, en lokahóf fyrir 6. og 7. flokkana fóru fram í lok ágúst. 6. og 7. flokkarnir tóku þátt í ýmsum dagsmótum ásamt því að fara á stóru mótin Orkumótið, Norðurálsmótið, Símamótið og N1 mót kvenna. Það var mikið um gleði og gott gengi þar sem allir […]

Eyjamenn máttu þola tap gegn FH

Karlalið ÍBV í handbolta léku gegn FH í Kaplakrika í kvöld í þriðju umferð Olís deildar karla. Leiknum lauk með 36-30 marka tapi Eyjamanna. FHingar settu tóninn strax í upphafi leiks og komust í 4-0. FH voru yfir allan hálfleikinn en Eyjamenn náðu mest að minnka muninn niður í eitt mark. Sigtryggur Daði Rúnarsson fékk […]

FH fær Eyjamenn í heimsókn

Í kvöld hefst 3. umferð Olísdeildar karla þegar fram fara þrír leikir. Í Hafnarfirði tekur FH á móti ÍBV. Eyjamenn með fullt hús stiga eftir tvær umferðir en FH-ingar eru búnir að vinna einn og tapa einum. Flautað verður til leiks klukkan 19.30 í Kaplakrika í kvöld. Leikir kvöldsins: Dagsetning Tími Umferð Völlur Lið Fim. […]

Hörkuleikir í 16-liða úrslitum bikarsins

Dregið var í 16-liða úrslit Powerade bikar karla og kvenna í handbolta í hádeginu í dag. Karlalið ÍBV fékk Aftureldingu á útivelli, ÍBV 2 fékk heimaleik gegn KA og kvennalið ÍBV spilar gegn 1. deildarliði  Gróttu í Eyjum. Hér að neðan er hægt að sjá allar viðureignir 16-liða úrslitanna. 16-liða úrslit karla, leikirnir verða spilaðir […]

ÍBV 2 vann Hörð í miklum spennuleik

ÍBV 2 tryggði sér í gær inn í 16-liða úrslit Powerade bikarsins eftir eins marks sigur 36-35 á Herði frá Ísafirði. ÍBV var með yfirhöndina stóran hluta úr leiknum og voru yfir 18-14 í hálfleik.  Harðverjar komu sterkir inn í seinni hálfleikinn og náðu að jafna leikinn 22-22. Þegar um fjórar mínútu voru eftur af […]

Vestmanneyjahlaupið – Sextíu og átta ára aldursmunur

Vestmannaeyjahlaupið fór fram í fimmtánda árið í röð laugardaginn 6. september.  Alls tóku 128 hlauparar þátt og er sextíu og átta ára aldursmunur á yngsta og elsta þátttakenda. Veðrið var fínt og gleði meðal keppenda. Gaman var að sjá hve margir ungir hlauparar voru með og hvað árangur þeirra var góður. Eva Skarpaas sigraði í 5 km kvenna á […]

Eyjamenn enda í neðri hlutanum eftir svekkjandi jafntefli

Sverrir Páll var á skotskónum í kvöld.

Karlalið ÍBV tók á móti Breiðablik á Kópavogavelli í 22. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Eyjamenn þurftu á sigri að halda til að vera í efri hluta deildarinnar. Blikar voru meira með boltann í fyrri hálfleik en áttu í erfiðleikum með að finna opnanir á þéttri vörn Eyjamanna. […]

Stórleikur í bikarnum – myndband

Í dag er komið að sannkölluðum bikarslag í handboltanum. ÍBV B tekur þá á móti Herði frá Ísafirði í 32 liða úrslitum. Eyjaliðið er að hluta til skipað gömlum kempum sem ætla sér langt í bikarnum í ár. Hópur ÍBV er sem hér segir (fjöldi leikja og mörk með ÍBV): Markverðir  Björn Viðar Björnsson (106/3) […]

ÍBV sækir Breiðablik heim

Lokaleikir Bestu deildar karla fara fram í dag, en af þeim loknum tekur við úrslitakeppni, þegar efri sex liðin keppa um titilinn og neðri sex liðin berjast um að halda sæti sínu í deildinni. ÍBV mætir Íslandsmeisturum Breiðabliks á Kópvogsvelli. Blikar eru í fjórða sæti með 33 stig en Eyjaliðið er í áttunda sæti með […]

Fimm marka tap hjá Eyjakonum fyrir norðan

Kvennalið ÍBV í handbolta tók á móti KA/Þór á Akureyri í annarri umferð Olís deildar kvenna í dag. Leiknum lauk með 30-25 sigri KA/Þórs. Fyrri háfleikurinn var mjög jafn og skiptust liðin á að vera með forystuna. Eyjakonur náðu tveggja marka forystu þegar um tíu mínútur voru til hálfleiks en KA/Þór sneri taflinu við og […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.