ÍBV liðunum spáð fjórða sæti í Olís deildinni

Spáin fyrir Olís deild karla og kvenna var opinberuð á kynningarfundi Olís deildanna sem fór fram í hádeginu í dag á Hlíðarenda. Hörður Magnússon, stjórnandi Handbolta hallarinnar, sem er nýr þáttur í Sjónvarpi Símans sá um kynninguna. ÍBV er spáð fjórða sæti í bæði Olís deild karla og kvenna samkvæmt niðurstöðu árlegrar spár þjálfara og […]
Allison Lowrey áfram hjá ÍBV

Í tilkynningu á vefsíðu ÍBV er greint frá því að Bandaríska knattspyrnukonan Allison Grace Lowrey hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV til loka árs 2026. Allison kom til liðs við ÍBV frá Texas A&M en þar lék hún meðal annars í háskólaboltanum. Allison er 23 ára sóknarmaður sem hefur slegið í gegn í Lengjudeildinni […]
Eyjakonur sigruðu síðasta heimaleikinn

Kvennalið ÍBV vann 4-1 sigur á ÍA í 17. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld. Þetta var síðasti heimaleikurinn hjá stelpunum og því fór bikarinn á loft í leikslok. Það voru ÍA konur sem komust yfir snemma í leiknum með marki frá Sigrúnu Evu Sigurðardóttir sem skoraði með skoti langt utan af velli. Allison Lowrey jafnaði […]
Meistararnir mæta ÍA á Hásteinsvelli

Næstsíðasta umferð Lengjudeildar kvenna hefst í kvöld með fjórum viðureignum. Í Eyjum tekur ÍBV á móti ÍA. Eyjaliðið nú þegar búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn með glæsibrag og þar með sæti í Bestudeildinni að ári. Þær hafa sigrað 14 af 16 leikjum mótsins og einungis tapað einum leik, en það var í 1. umferð. Liðið […]
Ally áfram hjá ÍBV

Bandaríska knattspyrnukonan Allison Patricia Clark hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV út næsta keppnistímabil. Ally eins og hún er kölluð er 24 ára miðjumaður sem getur þó leikið í flest öllum sóknarstöðunum einnig. Á þessari leiktíð hefur Ally verið mögnuð í búningi ÍBV, skorað 13 mörk en einnig komið að öðru 21 marki af […]
ÍBV gerði svekkjandi jafntefli við FH

Karlalið ÍBV tók á móti FH í Kaplakrika í 20. umferð Bestu deilda karla í gær. Leikurinn var mjög bragðdaufur og lítið um færi á báða bóga. Oliver Heiðarsson fékk besta færi fyrri hálfleiks þegar hann fékk boltann vinstra megin í teig FH en skot hans fór í stöngina. Staðan 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikur […]
Glæsilegt pílumót haldið í Eyjum – myndir

Um helgina fór fram pílumót í Vestmannaeyjum með miklum glæsibrag. Í ár tóku alls 57 keppendur þátt, 49 í karlaflokki og 8 í kvennaflokki. Tvímenningur hóf helgina – Einmenningur á laugardag Keppnin hófst á föstudagskvöldi með tvímenningi, þar sem 20 pör tóku þátt. Þar höfðu Árni Ágúst Daníelsson og Birnir Andri Richardsson, ungi og efnilegi […]
Eyjamenn sækja FH heim

Í dag hefst 20. umferð Bestu deildar karla er fram fara tveir leikir. Í Hafnarfirði taka heimamenn í FH á móti ÍBV. FH-ingar í sjötta sæti með 25 stig á meðan Eyjamenn eru með 24 stig í áttunda sæti. Gengi ÍBV hefur verið upp og ofan undanfarið. Leikurinn er báðum liðum mikilvægur því bæði lið […]
Eyjakonur unnu Ragnarsmótið á Selfossi

Kvennalið ÍBV í handbolta tryggði sér Ragnarsbikarinn eftir 11 marka sigur á Selfossi í Sethöllinni í dag. Leikurinn var úrslitaleikur og endaði 33-22 ÍBV í vil. Fyrri hálfleikurinn var frekar jafn en Eyjakonur voru mikið sterkari aðilinn í þeim síðari. ÍBV hafði áður sigrað Víking og Aftureldingu sannfærandi. Þetta er annað æfingamótið sem stelpurnar sigra, […]
ÍBV er Lengjudeildarmeistari 2025

Kvennalið ÍBV vann stórkostlegan 4-1 heimasigur á HK í 16. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld. ÍBV er því Lengjudeildarmeistari 2025 en HK var eina liðið sem átti möguleika á að ná ÍBV að stigum. Fyrri hálfleikurinn var frekar bragðdaufur en Eyjakonur voru samt sem áður sterkari aðilinn. Bæði lið voru að skapa sér færi en […]