Kristín Klara hlaut Fréttabikarinn í kvennaflokki

Fréttabikarinn var veittur á dögunum á lokahófi ÍBV í fótbolta. Bikarinn hljóta þeir leikmenn meistaraflokks karla og kvenna sem þykja efnilegastir ár hvert. Kristín Klara Óskarsdóttir hlaut Fréttabikarinn í kvennaflokki. Við fengum að spyrja hana nokkurra spurninga. Kristín Klara Óskarsdóttir: Aldur? 16 ára. Fjölskylda? Mamma mín heitir Guðbjörg Guðmannsdóttir og pabbi minn heitir Óskar Jósúason. […]

Þorlákur Breki hlaut Fréttabikarinn í karlaflokki

Fréttabikarinn var veittur á dögunum á lokahófi ÍBV í fótbolta. Bikarinn hljóta þeir leikmenn meistaraflokks karla og kvenna sem þykja efnilegastir ár hvert. Þorlákur Breki Baxter hlaut Fréttabikarinn í karlaflokki. Við fengum að spyrja hann nokkurra spurninga. Þorlákur Breki Baxter: Aldur: 20 ára  Fjölskylda: Já á fjölskyldu  Hefur þú búið annarstaðar en í Eyjum? Já […]

Eyjakonur úr leik í Powerade bikarnum

Kvennalið ÍBV tók á móti Gróttu í 16-liða úrslitum Powerade bikarsins á Seltjarnarnesi í kvöld. Leiknum lauk með 35-32 sigri Gróttu og má segja að úrslitin hafi verið ansi óvænt þar sem lið Gróttu leikur í Grill 66 deildinni.  Gróttu konur voru yfir framan af í leiknum en staðan eftir 20 mínútna leik var jöfn, […]

ÍBV mætir Gróttu í bikarnum

Handbolti kvenna 2025

Bikarkeppni kvenna í handbolta hefst í kvöld með fimm leikjum. ÍBV sækir Gróttu heim í Hertz-höllina. Flautað verður til leiks klukkan 18:00 og má búast við hörkuleik. Grótta hefur byrjað tímabilið vel í Grill 66 deildinni og er með ungt og efnilegt lið sem leikur hraðan bolta. Liðið er í öðru sæti Grill-deildarinnar. Eyjakonur hafa […]

Lokahóf fótboltans – verðlaunahafar og myndir

Lokahóf meistaraflokka ÍBV í fótbolta var haldið í gærkvöld. Þar var mikið um dýrðir og einstaklega góð stemning. Óskar Jósúa fór með veislustjórn og matur kvöldsins var í höndum Einsa Kalda. Það má með sanni segja að lokahóf knattspyrnudeildar hafi verið einstaklega skemmtilegt enda miklu að fagna. Veitt voru verðlaun fyrir árangur sumarsins en það […]

Strákarnir unnu en stelpurnar töpuðu

Karlalið ÍBV tók á móti KA í áttundu umferð Olís deildar karla í Eyjum í dag. Leiknum lauk  með tveggja marka sigri Eyjamanna. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en Eyjamenn þó alltaf skrefinu á undan. Staðan 18-17 í hálfleik.  Síðari hálfleikur spilaðist svipað og sá fyrri. Eyjamenn voru með forystuna allan leikinn og […]

Eyjamenn töpuðu síðasta leik tímabilsins

Karlalið ÍBV í fótbolta tók á móti KA í 27. umferð Bestu deildar karla á Hásteinsvelli í dag. Leiknum lauk með 3-4 sigri KA manna. Leikurinn var hinn fjörugasti og var það Vicente Valor sem skoraði fyrsta mark leiksins á 23. mínútu. Oliver Heiðarsson renndi boltanum á Vicente sem lagði boltann snyrtilega í fjærhornið. Það […]

Þrír leikir hjá ÍBV í dag

Ahorfendur_handb_stemning_fagn_DSC_5614

Það verður líf og fjör í íþróttum Eyjanna í dag þar sem lið ÍBV leika þrjá leiki í mismunandi greinum. Fyrst mætast ÍBV og KA í knattspyrnu á Hásteinsvelli kl. 12:00, þar sem heimamenn leita eftir mikilvægum stigum í lokaleik mótsins, en sigurvegari leiksins hlýtur Forsetabikarinn. Rétt er að taka fram að KA nægir jafntefli […]

Marcel framlengir samning við ÍBV

Pólski markvörðurinn Marcel Zapytowski hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV um tvö ár. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu félagsins. Zapytowski hefur verið einn af lykilmönnum ÍBV á tímabilinu og átt stóran þátt í sterkum varnarleik liðsins. Aðeins Íslandsmeistarar Víkings hafa fengið á sig færri mörk í Bestu deildinni í sumar. Marcel, sem […]

Eyjamenn töpuðu í Vesturbænum

Karlalið ÍBV í fótbolta spilaði gegn KR í 26. umferð Bestu deildar karla í Vesturbænum í dag. Leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna. Eyjamenn fengu mjög gott færi í fyrri hálfleik til að komast yfir þegar Alex Freyr Hilmarsson átti  sendingu í gegn á Oliver Heiðarsson sem var kominn einn á móti markverði KR-inga en […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.