Marc Wilson til ÍBV

Marc Wilson er kominn með félagaskipti til ÍBV og gæti spilað með liðinu í sumar. Wilson lék með Þrótti Vogum í fyrra og eltir Hermann Hreiðarsson, þjálfara ÍBV, til Vestmannaeyja. Þetta kemur fram í frétt á vefnum fotbolti.net „Hann kom til landsins á fimmtudaginn og tók létta æfingu með okkur í dag. Mér sýnist hann […]

Stjörnustúlkur í heimsókn

Kvennalið ÍBV og Stjörnunnar mætast í Vestmannaeyjum í dag klukkan 14:00. Það má búast við hörku leik í dag en liðin sitja sem stendur í fimmta og sjötta sæti Olís-deildarinnar. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. (meira…)

Eyjablikksmótið hafið

Eyjablikksmótið er haldið dagana 25.-27.mars í Vestmannaeyjum. Þetta er 4.mót af 5 í Íslandsmóti hjá 5.flokki karla og kvenna yngri. Leikirnar fara fram í Íþróttamiðstöðinni og hefst mótið kl.15:20 í dag föstudag. Leikið er í öllum sölum allar 3 dagana en mótinu lýkur kl.14:00 á sunnudag. Alls eru 42 lið skráð til keppni og leikið […]

Handbolti heima og heiman í dag

Lið ÍBV og HK mætast klukkan 18:00 í Eyjum Olís-deild kvenna í kvöld. ÍBV stelpur eru sem stendur í fimmta sæti deildarinnar með 16 stig úr 14 leikjum. Lið gestanna vermir botn deildarinnar með 9 stig. Leikurinn verður í beinni útsendingu ÍBV-TV. Á sama tíma tekur Afturelding á móti ÍBV í Mosfellsbæ í Olís-deild karla. […]

Stelpurnar mæta Val í undanúrslitum bikarsins

Dregið var til undanúrslita í Coca Cola bikars karla og kvenna í hádeginu en úrslitahelgi Coca Cola bikarsins fer fram á Ásvöllum dagana 9. – 13. mars nk. Niðurstöður úr drættinum má sjá hér fyrir neðan. Coca-Cola bikar kvenna: KA/Þór – Fram Valur – ÍBV Blaðamannafundur vegna úrslitahelgar CocaCola bikarsins verður haldinn mánudaginn 7. mars […]

Strákarnir fara norður en stelpurnar fá Stjörnuna í heimsókn

Lið ÍBV og Stjörnunnar mætast í 8 liða úrslitum Coca Cola bikars kvenna í Vestmannaeyjum í kvöld. Ljóst er að mikið er undir í leik kvölsins því sigurvegarinn tryggir sér sæti í Final four helgi Coca Cola bikarsins. Allir iðkendur ÍBV fá frítt inn á leikinn sem hefst klukkan 18.00. Leikurinn verður einnig sýndur á […]

Sunna íþróttamaður Vestmannaeyja 2021

Íþróttabandalag Vestmannaeyja hélt í kvöld árlegt uppskeruhóf sitt. Það var Sunna Jónsdóttir handknattleikskona sem var valin íþróttamaður Vestmannaeyja 2021. Íþróttafólk æskunnar voru valin Andri Erlingsson golfari, handknattleiks- og knattspyrnumaður fyrir yngri hóp en fyrir þann eldri var það Elísa Elíasdóttir handknattleikskona. Lista yfir aðrar viðurkenningar má sjá hér að neðan: 2022 silfur merki ÍBV: Davíð […]

ÍBV á 13 leikmenn í yngri landsliðum kvenna

Yngri landslið HSÍ æfa á höfuðborgarsvæðinu í byrjun mars. Síðastliðinn föstudag völdu þjálfarar yngri kvenna landsliða Íslands hópa sem fara til æfinga í byrjun mars. ÍBV á eftirfarandi 13 fulltrúa í þeim 3 hópum sem voru tilkynntir: U15 ára landslið: Anna Sif Sigurjónsdóttir Ásdís Halla Pálsdóttir Bernódía Sif Sigurðardóttir Birna Dís Sigurðardóttir Birna María Unnarsdóttir […]

Dregið í 8-liða úrslit Coca Cola bikarsins

Dregið var í hádeginu í dag í 8-liða úrslit Coca Cola bikars karla og kvenna. 16-liða úrslitum er ekki lokið en leikir í 16-liða úrslitum fara fram frá 15. – 17. febrúar og 8-liða úrslitin sem dregið var í rétt í þessu verða leikin 19. – 20. febrúar. Eftirfarandi lið drógust saman: Coca-Cola bikar karla: […]

Evrópuævintýrinu lokið

ÍBV er úr leik í Evrópubikarkeppninni í handknattleik kvenna eftir að hafa tapað í tvígang fyrir spænska liðinu Costa del Sol Málaga á Spáni í dag, 34:27. Fyrri leiknum í gær lauk með 11 marka sigri Málagaliðsins, 34:23, sem tekur sæti í undanúrslitum keppninnar. ÍBV tók þátt í átta leikjum í Evrópubikarkeppninni á leiktíðinni gegn […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.