Það er nóg að gera í landsliðsverkefnum þessar vikurnar og þessa helgina er U18 í handbolta karla í Færeyjum að spila æfingaleiki. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir Evrópumót U-18 árs landsliða sem hefst 4. ágúst í Svartfjallalandi.
Þrír Eyjamenn eru í liðinu, þeir Hinrik Hugi, Andrés og Elmar.
Fyrri leikur þeirra fór fram í gær og féll því miður ekki með okkar mönnum. En seinni leikur þeirra fer fram í dag kl. 14 að íslenskum tíma. Nánari upplýsingar má finna á vef hsi.is.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst