Líf og fjör á Herrakvöldi ÍBV (myndir)

Herrakvöld knattspyrnudeildar ÍBV fór fram í Höllinni föstudagskvöldið. Góður andi var í húsin en margir gesta höfðu ekki komið í Höllina um langt skeið. Veislustjórn var í höndum Rikka G og fórst það íþróttalýsandanum vel úr hendi. Júníus Meyvant sá um tónlistaratriði og var enginn svikinn af því frekar en veitingum frá Einsa Kalda. Á dagskrá voru einnig heimatilbúin skemmtiatriði í bland við happdrætti, uppboð og […]
Stelpurnar fá Stjörnuna í heimsókn

ÍBV stelpurnar eru komnar heim úr frægðarför frá Grikklandi og taka á móti liði Stjörnunnar klukkan 15:00 í íþróttamiðstöðinni. Liðin sitja fyrir leikinn í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar bæði með tvö stig en ÍBV hefur leikið einum leik færra. (meira…)
Eyjamenn heimsækja Framara í kvöld

Eyjamenn sækja Framara heim í fyrsta leik Olísdeildar karla í kvöld sem hefst klukkan 18.00. Bæði lið hafa farið ágætlega af stað í haust og einungis tapað sitt hvorum leiknum. Fram situr í fjórða sæti eftir fimm leiki og ÍBV í því sjötta eftir fjóra leiki. (meira…)
ÍBV á fjóra fulltrúa í U-18

Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson þjálfarar U-18 kvenna hjá HSÍ hafa valið þá 16 leikmenn sem taka þátt í undankeppni EM í Serbíu 22.-27. nóvember nk. ÍBV á 4 fulltrúa í hópnum, þær Amelíu Dís Einarsdóttur, Elísu Elíasdóttur, Söru Dröfn Richardsdóttur og Þóru Björgu Stefánsdóttur. En þær spiluðu allar með U-17 ára landsliðinu […]
Stelpurnar fara aftur til Grikklands

Dregið var í þriðju umferð Evrópubikarkeppni kvenna, 32-liða úrslitum rétt í þessu í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu, EHF, í Vínarborg. ÍBV stelpurnar voru í pottinum ásamt lið KA/Þórs. ÍBV dróst á móti gríska liðinu AEP Panorama. Leikir 32-liða úrslita eiga að fara fram 13. og 14. nóvember og 20. og 21. nóvember. ÍBV á fyrri leikinn […]
ÍBV stelpurnar árfam í Evrópukeppninni

ÍBV og PAOK mættust öðru sinni á tveimur dögum í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik, 2. umferð, í Þessalóníku í dag. Flautað var til leiks klukkan 13:00. PAOK vann leikinn í gær með fimm marka mun, 29:24. ÍBV stelpur néru dæmunu heldur betur við í dag og unnu frækinn sigur, 29:22, og er komnar áfram í […]
Leika tvo leiki í Grikklandi um helgina

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna í handbolta eru mættar til Thessaloniki í Grikklandi og framundan eru tveir leikir gegn PAOK í EHF European Cup en liðið seldi heimaleikjaréttin í hagræðingarskini. ÍBV hefur ekki sent kvennalið til keppni í Evrópukeppni síðan 2015. Einn núverandi leikmaður liðsins tók þátt í því verkefni en það var Erla Rós Sigmarsdóttir […]
Eyjakrakkar í yngri landsliðum

Íva Brá Guðmundsdóttir og Inga Kristjánsdóttir Sigurz eru báðar við æfingar hjá U16 landsliði Íslands í fótbolta þessa dagana. Stelpurnar voru tvær af um þrjátíu stelpum sem eru nú við æfingar með liðinu. Fjórar stelpur frá ÍBV hafa verið valdar til að taka þátt í hæfileikamótun KSÍ sem er fyrir stúlkur fæddar 2007 og 2008. […]
Skákkennsla TV í fullum gangi

Taflfélag Vestmannaeyja hefur undanfarin ár haldið úti skákkennslu fyrir ungmenni í GRV í skákheimilinu að Heiðarvegi 9. Skákæfingar eru alla mánudaag og fimmtudaga kl. 17:30- 18:30. Einnig er í gangi skákmótaröð fyrir krakka alla miðvikudaga kl. 17:30 á sama stað. Leiðbeinendur eru Sæmundur Einarsson og Guðgeir Jónsson stjórnarmenn í TV ásamt Eyþór Daða Kjartanssyni. Njóta […]
Toppsæti í boði á Hlíðarenda

ÍBV strákarnir mæta í dag sterku liði Valsmanna í Olísdeild karla í handbolta. Bæði liðin eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Það má því búast við hörku leik í beinni útsendingu á stöð 2 sport klukkan 16:00. (meira…)