Líf og fjör á Herrakvöldi ÍBV (myndir)

Herrakvöld knattspyrnudeildar ÍBV fór fram í Höllinni föstudagskvöldið. Góður andi var í húsin en margir gesta höfðu ekki komið í Höllina um langt skeið. Veislustjórn var í höndum Rikka G og fórst það íþróttalýsandanum vel úr hendi. Júníus Meyvant sá um tónlistaratriði og var enginn svikinn af því frekar en veitingum frá Einsa Kalda. Á dagskrá voru einnig heimatilbúin skemmtiatriði í bland við happdrætti, uppboð og […]

Stelpurnar fá Stjörnuna í heimsókn

ÍBV stelpurnar eru komnar heim úr frægðarför frá Grikklandi og taka á móti liði Stjörnunnar klukkan 15:00 í íþróttamiðstöðinni. Liðin sitja fyrir leikinn í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar bæði með tvö stig en ÍBV hefur leikið einum leik færra. (meira…)

Eyjamenn heimsækja Framara í kvöld

Eyjamenn sækja Framara heim í fyrsta leik Olísdeildar karla í kvöld sem hefst klukkan 18.00. Bæði lið hafa farið ágætlega af stað í haust og einungis tapað sitt hvorum leiknum. Fram situr í fjórða sæti eftir fimm leiki og ÍBV í því sjötta eftir fjóra leiki. (meira…)

ÍBV á fjóra fulltrúa í U-18

Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson þjálfarar U-18 kvenna hjá HSÍ hafa valið þá 16 leikmenn sem taka þátt í undankeppni EM í Serbíu 22.-27. nóvember nk. ÍBV á 4 fulltrúa í hópnum, þær Amelíu Dís Einarsdóttur, Elísu Elíasdóttur, Söru Dröfn Richardsdóttur og Þóru Björgu Stefánsdóttur. En þær spiluðu allar með U-17 ára landsliðinu […]

Stelpurnar fara aftur til Grikklands

Dregið var í þriðju umferð Evrópubikarkeppni kvenna, 32-liða úrslitum rétt í þessu í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu, EHF, í Vínarborg. ÍBV stelpurnar voru í pottinum ásamt lið KA/Þórs. ÍBV dróst á móti gríska liðinu AEP Panorama. Leikir 32-liða úrslita eiga að fara fram 13. og 14. nóvember og 20. og 21. nóvember. ÍBV á fyrri leikinn […]

ÍBV stelpurnar árfam í Evrópukeppninni

ÍBV og PAOK mættust öðru sinni á tveimur dögum í Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik, 2. umferð, í Þessalóníku í dag. Flautað var til leiks klukkan 13:00. PAOK vann leikinn í gær með fimm marka mun, 29:24. ÍBV stelpur néru dæmunu heldur betur við í dag og unnu frækinn sigur, 29:22, og er komnar áfram í […]

Leika tvo leiki í Grikklandi um helgina

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna í handbolta eru mættar til Thessaloniki í Grikklandi og framundan eru tveir leikir gegn PAOK í EHF European Cup en liðið seldi heimaleikjaréttin í hagræðingarskini. ÍBV hefur ekki sent kvennalið til keppni í Evrópukeppni síðan 2015. Einn núverandi leikmaður liðsins tók þátt í því verkefni en það var Erla Rós Sigmarsdóttir […]

Eyjakrakkar í yngri landsliðum

Íva Brá Guðmundsdóttir og Inga Kristjánsdóttir Sigurz eru báðar við æfingar hjá U16 landsliði Íslands í fótbolta þessa dagana. Stelpurnar voru tvær af um þrjátíu stelpum sem eru nú við æfingar með liðinu. Fjórar stelpur frá ÍBV hafa verið valdar til að taka þátt í hæfileikamótun KSÍ sem er fyrir stúlkur fæddar 2007 og 2008. […]

Skákkennsla TV í fullum gangi

Taflfélag Vestmannaeyja hefur undanfarin ár haldið úti skákkennslu fyrir ungmenni í GRV í skákheimilinu að Heiðarvegi 9.   Skákæfingar eru alla mánudaag og fimmtudaga kl. 17:30- 18:30. Einnig er í gangi skákmótaröð fyrir krakka alla miðvikudaga kl. 17:30 á sama stað.  Leiðbeinendur eru Sæmundur Einarsson og Guðgeir Jónsson stjórnarmenn í TV ásamt Eyþór Daða Kjartanssyni. Njóta […]

Toppsæti í boði á Hlíðarenda

ÍBV strákarnir mæta í dag sterku liði Valsmanna í Olísdeild karla í handbolta. Bæði liðin eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Það má því búast við hörku leik í beinni útsendingu á stöð 2 sport klukkan 16:00. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.