Ásta Björt Júlíusdóttir skrifaði í dag undir 2 ára samning við handknattleiksdeild ÍBV.
Ástu þarf ekki að kynna fyrir stuðningsfólki ÍBV enda Eyjakona í húð og hár og lék með félaginu allt þar til fyrir nýafstaðið tímabil. Þá færði hún sig yfir til Hauka og lék með þeim 20 leiki í Olísdeild kvenna í vetur og skoraði í þeim 103 mörk.
Það eru mikil gleðitíðindi að fá Ástu Björt aftur heim til Eyja og hlökkum við mikið til samstarfsins.
Aðspurð sagðist Ásta í skýjunum með að vera aftur komin á heimaslóðir og að hún hlakkar til næsta tímabils með stelpunum okkar.
Velkomin heim!
Áfram ÍBV
Alltaf, alls staðar!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst