Harpa Valey framlengir

Harpa Valey Gylfadóttir og handknattleiksdeild ÍBV hafa náð samkomulagi og hefur Harpa nú skrifað undir nýjan 3 ára samning við félagið. Harpa er ung og mjög efnilega handknattleikskona sem hefur átt mjög góðan vetur í handboltanum. Hlutverk Hörpu Valeyjar í liði ÍBV hefur orðið stærra og stærra undanfarin ár og á yfirstandandi tímabili hefur hún […]
Strákarnir heimsækja Valsmenn

Strákarnir eru að fara aftur af stað eftir stutt hlé og fara í heimsókn í Origo-höllina og mæta Vals-mönnum. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Valsmenn sitja í 3. sæti með 17 stig en ÍBV í því níunda með 13 stig. Áhugasömum er bent á að miðasala […]
Ungmenni frá ÍBV í hæfileikamótun

Hæfileikamótun HSÍ hefst á föstudaginn og stendur fram á sunnudag en þá æfa strákar og stelpur sem fædd eru 2007 undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Daggar Bragadóttur auk margra aðstoðarmanna. Hæfileikamótun HSÍ er fyrsta skrefið í átt að yngri landsliðum HSÍ og þar af leiðandi mikilvægur þáttur í uppbyggingu afreksstarfs Handknattleikssambandsins, segir í […]
Karolina og Marta framlengja

Karolina Olszowa og Marta Wawrzynkowska hafa gert nýjan 1 árs samning við Handknattleiksdeild ÍBV. Stelpurnar eru nú að leika sitt annað tímabil með ÍBV. Þær hafa komið vel inn í liðið ásamt því að hafa aðlagast lífinu í Eyjum vel eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ÍBV en þar segir einnig “Við erum […]
3,3 milljónir í stuðning vegna sóttvarnaráðstafana til Vestmannaeyja

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur staðfest tillögur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að skiptingu á 300 milljóna kr. stuðningi til íþróttafélaga sem starfrækja skipulagt íþróttastarf fyrir börn og unglinga 6-18 ára. Viðbótarstuðningur þessi er veittur félögunum vegna afleiðinga sóttvarnaráðstafana á síðasta ári, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Alls runnu 3.317.648 krónur af þessum styrk til Vestmannaeyja […]
Gary Martin framlengir við ÍBV til þriggja ára

Gary Martin hefur skrifað undir 3ja ára samning við ÍBV og verður hjá félaginu út tímabilið 2023. Auk þess að vera leikmaður mun Gary þjálfa hjá yngri flokkum félagsins og vera með séræfingar. ,,Mér hefur alltaf liðið vel í Vestmannaeyjum og mér líkar mjög vel við klúbbinn. Ég kom hingað til að vera þáttur af […]
Stelpurnar heimsækja Hauka

ÍBV stelpurnar mæta liði Hauka á Ásvöllum í dag klukkan 18:00. ÍBV stelpurnar hafa verið á góðu skriði í deildinni og unnið tvo síðustu leiki gegn Val og Fram og sitja í fjórða sæti deildarinnar með 13 stig. Gestgjafarnir eru í sjötta sæti með tíu stig. Fram kemur á facebook síðu ÍBV að það að […]
Reynir við ólympíulágmarkið í fyrstu tilraun

Hlynur Andrésson langhlaupari frá Vestmannaeyjum mun hlaupa sitt fyrsta heila maraþon á ævinni um næstu helgi og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því þar ætlar hann jafnframt að reyna við lágmarkið til að vinna sér inn keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Maraþonið verður hlaupið í Bern í Sviss á […]
Toppslagur í Eyjum í dag

Kvennalið ÍBV mætir toppliði Fram klukkan 16:15 í dag. ÍBV situr í fjórða sæti deildarinnar og því ljóst að um hörku leik er að ræða. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport en Eyjamenn eru að sjálfsögðu hvattir til að mæta í íþróttamiðstöðina og styðja stelpurnar. (meira…)
Fjórar frá ÍBV í landsliðshóp Arnars

Arnar Pétursson, þjálfari A landslið kvenna, hefur valið þá 18 leikmenn sem taka þátt í forkeppni HM í Skopje í Norður-Makedóníu í mars. Riðill íslenska liðsins fer fram 19. – 21. mars nk. Með íslenska liðinu í riðli eru Litháen, Grikkland og heimakonur í Norður-Makedóníu. Stelpurnar okkar hefja æfingar fimmtudaginn 11. mars en liðið heldur […]