Harpa Valey framlengir

Harpa Valey Gylfadóttir og handknattleiksdeild ÍBV hafa náð samkomulagi og hefur Harpa nú skrifað undir nýjan 3 ára samning við félagið. Harpa er ung og mjög efnilega handknattleikskona sem hefur átt mjög góðan vetur í handboltanum. Hlutverk Hörpu Valeyjar í liði ÍBV hefur orðið stærra og stærra undanfarin ár og á yfirstandandi tímabili hefur hún […]

Strákarnir heimsækja Valsmenn

Strákarnir eru að fara aftur af stað eftir stutt hlé og fara í heimsókn í Origo-höllina og mæta Vals-mönnum. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Valsmenn sitja í 3. sæti með 17 stig en ÍBV í því níunda með 13 stig. Áhugasömum er bent á að miðasala […]

Ungmenni frá ÍBV í hæfileikamótun

Hæfileikamótun HSÍ hefst á föstudaginn og stendur fram á sunnudag en þá æfa strákar og stelpur sem fædd eru 2007 undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Daggar Bragadóttur auk margra aðstoðarmanna. Hæfileikamótun HSÍ er fyrsta skrefið í átt að yngri landsliðum HSÍ og þar af leiðandi mikilvægur þáttur í uppbyggingu afreksstarfs Handknattleikssambandsins, segir í […]

Karolina og Marta framlengja

Karolina Olszowa og Marta Wawrzynkowska hafa gert nýjan 1 árs samning við Handknattleiksdeild ÍBV. Stelpurnar eru nú að leika sitt annað tímabil með ÍBV. Þær hafa komið vel inn í liðið ásamt því að hafa aðlagast lífinu í Eyjum vel eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ÍBV en þar segir einnig “Við erum […]

3,3 milljónir í stuðning vegna sóttvarnaráðstafana til Vestmannaeyja

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur staðfest tillögur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að skiptingu á 300 milljóna kr. stuðningi til íþróttafélaga sem starfrækja skipulagt íþróttastarf fyrir börn og unglinga 6-18 ára. Viðbótarstuðningur þessi er veittur félögunum vegna afleiðinga sóttvarnaráðstafana á síðasta ári, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Alls runnu 3.317.648 krónur af þessum styrk til Vestmannaeyja […]

Gary Martin framlengir við ÍBV til þriggja ára

Gary Martin hefur skrifað undir 3ja ára samning við ÍBV og verður hjá félaginu út tímabilið 2023. Auk þess að vera leikmaður mun Gary þjálfa hjá yngri flokkum félagsins og vera með séræfingar. ,,Mér hefur alltaf liðið vel í Vestmannaeyjum og mér líkar mjög vel við klúbbinn. Ég kom hingað til að vera þáttur af […]

Stelpurnar heimsækja Hauka

ÍBV stelpurnar mæta liði Hauka á Ásvöllum í dag klukkan 18:00. ÍBV stelpurnar hafa verið á góðu skriði í deildinni og unnið tvo síðustu leiki gegn Val og Fram og sitja í fjórða sæti deildarinnar með 13 stig. Gestgjafarnir eru í sjötta sæti með tíu stig. Fram kemur á facebook síðu ÍBV að það að […]

Reyn­ir við ólymp­íulág­markið í fyrstu til­raun

Vestmannaeyjahlaup

Hlyn­ur Andrés­son lang­hlaup­ari frá Vest­manna­eyj­um mun hlaupa sitt fyrsta heila maraþon á æv­inni um næstu helgi og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægst­ur því þar ætl­ar hann jafn­framt að reyna við lág­markið til að vinna sér inn keppn­is­rétt á Ólymp­íu­leik­un­um í Tókýó í sum­ar. Maraþonið verður hlaupið í Bern í Sviss á […]

Toppslagur í Eyjum í dag

Kvennalið ÍBV mætir toppliði Fram klukkan 16:15 í dag. ÍBV situr í fjórða sæti deildarinnar og því ljóst að um hörku leik er að ræða. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport en Eyjamenn eru að sjálfsögðu hvattir til að mæta í íþróttamiðstöðina og styðja stelpurnar. (meira…)

Fjórar frá ÍBV í landsliðshóp Arnars

IMG 8622

Arnar Pétursson, þjálfari A landslið kvenna, hefur valið þá 18 leikmenn sem taka þátt í forkeppni HM í Skopje í Norður-Makedóníu í mars. Riðill íslenska liðsins fer fram 19. – 21. mars nk. Með íslenska liðinu í riðli eru Litháen, Grikkland og heimakonur í Norður-Makedóníu. Stelpurnar okkar hefja æfingar fimmtudaginn 11. mars en liðið heldur […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.