Komi ríki þitt – Fyrsta breiðskífa  Guggu Lísu

Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir, sem er þekkt undir listamannsnafninu Gugga Lísa, gaf  nýverið  út plötuna Komi ríki þitt. Platan er hennar fyrsta breiðskífa sem kemur út á vínyl, geisladiski og er þegar aðgengileg á Spotify og öllum helstu streymisveitum. Platan inniheldur sautján lög og þar af eru ellefu þeirra frumsamin eftir Guggu Lísu sjálfa. Tvö þeirra […]

Lundaball – Örnefnin í Hellisey eru mörg og litrík

Aldrei er góð vísa of oft kveðin og það á við um Lundaballið 1987 í Alþýðuhúsinu sem Helliseyingar höfðu veg og vanda að. Allt gert með slíkum glæsibrag ekkert félag bjargveiðimanna hefur komist með tærnar þar sem Helliseyingar voru með hælana. Frá Lundaballinu er sagt frá í Fréttum þar sem segir: Guðjón Weihe lagði til […]

SASS óskar eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna

default

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska eftir tilnefningum til samfélags- og hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi. Um er að ræða samfélagslega viðurkenningu sem SASS mun veita formlega á ársþingi sínu í október 2025. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á menningartengdum verkefnum á Suðurlandi, en mikil gróska hefur verið á þeim vettvangi undafarin ár. […]

Þrír kórar takast á við Requiem á allraheilagramessu

Það var vel mætt á Kjötsúpukvöld Karlakórs Vestmannaeyja í Kiwanis húsinu í síðustu viku. Þar var  vetrarstarf kórsins kynnt um leið og reynt var að lokka inn fleiri karla í þennan  skemmtilegasta félagsskap sem hugsast getur. Súpan smakkaðist hið besta og þarna var að sjá nokkur ný andlit sem vonandi eiga eftir að láta til sín taka i því sem framundan er. „Þar með er vetrardagskráin formlega hafin og mun […]

Skemmtilegasti félagsskapur sem hugsast getur

Karlakór Vestmannaeyja býður alla karlmenn velkomna í kjötsúpuveislu í Kiwanishúsinu í kvöld, 11. september. Kjötsúpukvöld KKVE er kjörið tækifærið til að kynna sér starf kórsins og ganga til liðs við einn skemmtilegasta félagsskap sem hugsast getur. Við viljum endilega sjá sem flest ný andlit og hvetjum við karlmenn á öllum aldri til að láta sjá sig og draga jafnvel […]

Fá­gætir dýr­gripir í Vest­manna­eyjum

Fann mig knúinn til þess að skrifa fáein orð um Fágætissafnið í Vestmannaeyjum sem vakti með mér bæði undrun og aðdáun segir Gunnar Salvarsson, fyrrverandi fréttamaður í áhugaverðri grein á visir.is. Fyrst þegar ég heyrði af Fágætissafninu í Vestmannaeyjum hugsaði ég með mér að þar kynnu að leynast merkisgripir á borð við ljóðahandrit Ása úr […]

Eyjamaðurinn Matthías leikur á Orgelsumri í Hallgrímskirkju

Orgelsumar í Hallgrímskirkju 2025 stendur nú sem hæst og nú er komið að okkar manni, Matthíasi Harðarsyni, orgelleikara Dómkirkjunnar sem heldur orgeltónleika í kirkjunni laugardaginn 26. júlí nk. kl. 12.00. Miðasala fer fram í Hallgrímskirkju og á tix.is er aðgangseyrir 2.900 kr. Þetta kemur fram á Fésbókarsíðu Hallgrímskirkju þar sem segir um Matthías: Matthías Harðarson hóf píanónám 10 ára gamall við Tónlistarskólann í Vestmannaeyjum. Meðal kennara hans […]

Gíslína Dögg sýnir heima og erlendis

Fram undan er mánaðardvöl í nóvember í vinnustofu Edvard Munchs í Osló  Um þessar mundir er Norðan- og Eyjakonan Gíslína Dögg að sýna grafíkmöppu og verk á nokkrum stöðum á Vesturlandi ásamt öðrum listakonum frá Íslandi og Noregi. Þær eru ásamt Gíslínu, Cathrine Finsrud frá Noregi, Elva Hreiðarsdóttir Íslandi, Hildur Björnsdóttir Íslandi og Noregi, Lill-Anita Olsen Noregi og Soffía […]

Árið 2027 verða 400 ár frá Tyrkjaráni

Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum bauð að venju upp á dagskrá sem tengist Tyrkjaráninu þann 27. júlí 1627 á Bryggjunni í Sagnheimum síðasta laugardag. Í ár eru liðin 398 ár frá því að ræningjar frá Alsír komu til Vestmannaeyja þar sem þeir rændu, rupluðu,  drápu 36 íbúa og tóku 242 manneskjur með sér á þrælamarkaði í Alsír. Mæting […]

Vel heppnuð og fjölmenn Goslokahátíð

 Goslokin þetta árið heppnuðust vel á allan hátt. Fjölbreytt dagskrá, gott veður og þúsundir gesta lögðust sitt að mörkum til að gera hátíðina sem besta. Í gær var síðasti dagur hátíðarinnar. Hófst dagskráin með Göngumessu frá Landakirkju að krossinum í gíg Eldfells. Þar flutti séra Viðar Stefánsson hugvekju. Þaðan var gengið á Skansinn þar sem […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.