Barna- og æskulýðsstarf Landakirkju í fullum gangi

Barna- og æskulýðsstarf Landakirkju heldur ótrautt áfram í Landakirkju. Æskulýðsfulltrúinn, Gísli Stefánsson hefur verið frá undanfarnar vikur vegna veikinda en nú er allt komið aftur á fullt. Krakkaklúbbarnir hittast á miðvikudögum í safnaðarheimilinu og halda svo í helgistund í Landakirkju þar sem er sungið, leikið leikrit eða sögð saga og farið með bænir. Að því […]
Jóní opnar sýningu á Kaffi Mílanó

Listakonan Jónína Björk Hjörleifssdóttir opnar í dag myndlistarsýningu á Kaffi Mílanó í Reykjavík klukkan 16:00. „Þetta eru mín fyrstu skref í að halda einkasýningu á hinu stóra Íslandi. Ég hef áður haldið einkasýningu hér heima í Eyjum ásamt einni samsýningu með Konný og nokkrum samsýningum með listafólki hér heima. Ég tók líka þátt í útilistasýningu […]
Um 300 grindhvalir drepnir í Eyjum

í dag klukkan 13.00 verður í Sagnheimum fyrirlestur Baldvins Harðarsonar þar sem hann lýsir grindhvaladrápi í Vestmannaeyjum og venjum og hefðum í kringum þær. Af því tilefni er full ástæða til að rifja upp þegar grindhvalavala var rekin inn í höfnina í Vestmannaeyjum 1958 með myndum sem Sigurgeir Jónasson tók. „Sá óvenjulegi at burður gerðist […]
Blátindur kominn á þurrt – myndir

Eins og við greindum frá var hafist handa við að lyfta Blátindi VE 21 af hafnarbotninum í morgun. Okkar maður Óskar Pétur Friðriksson var að sjálfsögðu á staðnum og fylgdist með herlegheitunum og myndaði. Verkefnið var í höndum GELP diving og stýrt af Gunnlaugi Erlendssyni. “Það var frábærlega að þessu staðið hjá Gunna og félögum,” […]
Saga og grindarspik – Baldvin Harðarson í Sagnheimum

Grindhvaladráp í Færeyjum er aldagömul hefð Eyjamaðurinn Baldvin Harðarson hefur búið í Færeyjum í mörg ár og hefur síðustu árin verið í hlutastarfi hjá Aðalræðisskrifstofu Íslands í Þórshöfn. Þar taka þau á móti hópum frá Íslandi og segir hann Íslendinga áhugasama um sögu Eyjanna og grindhvaladráp Færeyinga sem er aldagömul hefð hjá frændum okkar. Allt […]
Emmsjé Gauti og Aldamótatónleikarnir á Þjóðhátíð

Nú hafa fyrstu listamenn verið staðfestir á Þjóðhátíð í Eyjum – Emmsjé Gauti og Aldamótatónleikarnir. “Gauti hefur átt eitt allra vinsælasta lag landsins undanfarna mánuði – Malbik – og einn allra öflugasti skemmtikraftur landsins, stemningin sem hann mun ná í Herjólfsdal verður einstök. Emmsjé Gauti ásamt Króla – Malbik: https://www.youtube.com/watch?v=_cgIQDoCYCU Aldamótatónleikarnir hafa heldur betur stimplað sig […]
Á fimmta tug kvenna á fyrstu æfingu Kvennakórs Vestmannaeyja

Á fimmta tug kvenna mættu galvaskar á fyrstu æfingu hins nýstofnaða Kvennakórs Vestmannaeyja. “Þrátt fyrir að hafa ekki verið 100% var þetta svo ofar öllum vonum og væntingum. Samhljómurinn og þéttleikinn í kórnum er eitthvað sem ég held að enginn hafi búist við á fyrstu æfingu,” segir Kristín Halldórsdóttir, forsprakki og formaður hins nýja kórs […]
Líf og fjör á öskudegi

Það var mikið af undarlegum verum á sveimi um allan bæ eftir hádegi í dag. Þar voru á ferðinni krakkar sem sungu fyrir starfsmenn fyrirtækja og fengu góðgæti að launum eins og vera ber. Hér má sjá hluta þeirra barna sem heimsóttu Þekkingarsetrið og fyrirtækin þar í dag. (meira…)
Pólskur dagur í dag

Vestmannaeyjabær í samstarfi við Pólska sendiráðið í Reykjavík ætla að halda „Pólskan dag“ í fyrsta skipti í Vestmannaeyjum. Viðburður er opinn öllum og hefur það markmið að kynna pólska menningu í eyjum og fá erlenda sem innlenda til að kynnast. Allir Velkomnir! Staður: Skólavegur, Safnaðarheimilið við Landakirkju Tími: 10:30-15:00 Atriði á dagskrá á Pólskum degi: […]
Vestmannaeyjabæ afhentur Herjólfsbær

Á aðalfundi Herjólfsbæjarfélagsins, sem haldinn var í gær, var Herjólfsbær afhentur Vestmannaeyjabæ til eignar. Í kjölfarið var starfsemi félagsins hætt. Hugmyndin af endurbyggingu Herjólfsbæjar kemur frá Árna Jonsen og var keyrð áfram af honum. Lista- og menningarfélagið Herjólfsbæjarfélagið var stofnað til að halda utan um framkvæmdirnar. Í októbermánuði 2005 var ráðist í byggingu nýs Herjólfsbæjar […]