Goslokahátíð verður haldin 2. – 5. júlí

Goslokahátíðina verður þó með aðeins öðru sniði í ár sem kynnt verður síðar. Goslokanefnd vinnur nú hörðum höndum að því að gera hátíðina sem ánægjulegasta með þeim takmörkunum sem fyrir liggja. Af því tilefni óskar Goslokanefnd eftir samstarfi við einstaklinga/og eða fyrirtæki sem áhuga hafa á að koma að hátíðinni, hvort heldur sem er með […]

Svör við sumargetraun úr Safnahúsi

Kári Bjarnason og Sigurgeir Jónasson ljósmyndari stóðu fyrir þessari skemmtilegu getraun á sumardaginn fyrsta. Hér má finna svörin. (meira…)

Ísland á filmu

Kvikmyndasafn Íslands hefur opnað nýjan vef undir yfirskriftinni Ísland á filmu. Tilgangur Íslands á filmu er að opna almenningi sýn inn í fágætan safnkost Kvikmyndasafns Íslands. Þarna er að finna mikinn fróðleik um verklag í landbúnaði og sjávarháttum auk ómetanlegra myndskeiða frá einhverjum merkustu atburðum Íslandssögunnar. Á vefnum www.islandafilmu.is er hægt að skoða myndefni úr […]

Upplýsingaskilti um Ystaklett og Miðklett

Pétur Steingrímsson hefur um ára bil ásamt góðum mönnum safnað saman örnefnum í Vestmannaeyjum og unnið að því að koma þeim á aðgengilegt form. Í dag vígðu Pétur og félagar nýtt upplýsingaskilti sem staðsett er á útsýnispallinum á Flakkaranum um örnefni í Mið- og Ystakletti. Óskar Ólafsson prentari hefur unnið myndvinnsluna fyrir hópinn en margir […]

Forræktun krydd- og matjurta í boði Visku og Eyjafrétta

Á næstu vikum munu Viska Símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja og Eyjafréttir bjóða Eyjamönnum upp á hin ýmsu fjarnámskeið þeim að kostnaðalausu. Það fyrsta í röðinni verður á mánudaginn kemur, þann 20. apríl, þegar Auður I. Ottesen, garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins, sýnir okkur allt um sáningu og forræktun krydd- og matjurta. Á fjarnámskeiðinu verður farið yfir sáningu […]

Heima með Dóra Popp klukkan 21

Í kvöld kl 21 á facebook síðu Eyþórs Harðarsonar, verða tónleikar í beinni í boði algjörlega að kostnaðarlausu… Í samtali við blaðamann sagði Eyþór „þetta er mín leið að gefa fólki tilbaka og þakka fyrir mig“. Eyþór, eða Dóri Popp eins og flestir þekkja hann er ekki að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni enn […]

Verkefni í Vestmannaeyjum fengu úr Uppbyggingarsjóði

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Um var að ræða fyrri úthlutun sjóðsins á árinu 2020. Umsóknir voru margar að þessu sinni eða 154 talsins. Í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 65 umsóknir og 90 umsóknir […]

Eitrun í Eyjum á Storytel

Fyrsta mál nýrrar seríu af Sönnum íslenskum sakamálum á Storytel kallast Eitrun í Eyjum. Sigursteinn Másson, sem unnið hefur að þáttunum, segir að Eitrun í Eyjum fjalli um það þegar þrír skipverjar á Stakksárfossi fundu sjórekna tunnu fulla af spíra við Vestmannaeyjar skömmu fyrir Þjóðhátíðarhelgina 1943 og hugðu sér gott til glóðarinnar. „Það sem þeir […]

Snertilaust bókasafn

Bókasafn Vestmannaeyja hefur ekki lokað heldur lánar enn þá út bækur, snertilaust að sjálfsögðu. “Bækur eru hinn besti félagsskapur og hægt er að panta bækur í gegnum síma (488-2040) eða messenger og við reddum málunum,” segir á facebook síður safnsins. Þær bækur sem skilað er fara í “sóttkví” í 4 daga áður en þær fara aftur í útlán, sprittaðar og fínar. Allar bækur eru sprittaðar áður […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.