Öruggur vettvangur okkar allra

Í Landakirkju fer fram ýmis konar starfsemi sem leidd er af frábæru fólki. Margir leita til kirkjunnar og starfsemi hennar og oftar en ekki varðar kirkjan og athafnir hennar lífsgöngu okkar bæði sem einstaklingar og samfélag. Hér á eftir verður aðeins farið yfir þá starfsemi sem fram fer í Landakirkju eða á hennar vegum. Helgihald […]

Samfélag manns og lunda

Í dag föstudaginn 25. september verður Lista og menningarfélags Vestmannaeyja með sýningu sem ber yfirskriftina “samfélag manns og lunda”. Sýningin er þriðja í sýningaröð listahússins sem átti að vera í apríl s.l. en var frestað vegna Covid-19. Verkin sem verða sýnd eru eftir félagsmenn og einnig verða nokkrir gesta listamenn. Það er mikil fjölbreyttni í […]

Eyjakvöld í Höllinni

Blítt og létt hópurinn heldur Eyjakvöld í Höllinni í kvöld og hefst fjörið klukkan 21:00. Miða verð er 2000 krónur og aðeins eru 150 miðar í boði. Þá gildir fyrstur kemur fyrstu fær segir í tilkynningu frá hópnum.   (meira…)

Lundapysjutímabilið í hámarki – myndband

Nú er Lundapysjutímabilið í hámarki í Eyjum og pysjunum bókstaflega rignir niður. Mikið virðist vera af pysju og eru þeir stórar og gerðarlegar. Þegar þetta er skrifað hafa verið skráðar 5402 pysjur í Pysjueftirlitið, sem er eingöngu rafrænt í ár, á Lundi.is. 3028 pysjur hafa verið vigtaðar og er meðalþyngd þeirra 283 g. Helgi Tórzhamar, […]

Vestmannaeyjar

Það er alltaf gaman að því þegar tónlistarperlum okkar Eyjamanna er gert hátt undir höfði. Athafnamaðurinn Magnús Bragason á frumkvæði af þessari skemmtilegu útsetningu á laginu Vestmannaeyjar eftir Arnór Helgason en Gísli bróðir hans gerði laginu skil með blokkflautuleik sínum. Það er best að gefa Magnúsi orðið:   (meira…)

Fyrsta lagið með Molda – nýrri vestmanneyskri rokksveit

Ný vestmannaeysk rokksveit, Molda, sendi í gær frá sér sitt fyrsta lag, Við sólarinnar eld. Hljómsveitin er skipuð fjórum Eyjamönnum. Alberti Snæ Tórzhamar sem syngur og spilar á gítar, Helga R. Tórzhamar á gítar, Þóri R. Geirssyni á bassa og Birki Ingasyni á trommur. Lagið var tekið upp í gömlu Höllinni af Gísla Stefánssyni sem […]

Brekkusöngurinn 2020 (myndband)

Ingólfur Þórarinsson

Þrátt fyrir að þjóðhátíð hafi verið frestað í ár, var ekki hægt að sleppa brekkusöngnum, enda fastur liður í hjörtum fjölmargra landsmanna. Brekkusöngurinn var því í beinni útsendingu frá Hlégarði um verslunarmannahelgina í Sjónvarpi Símans þar sem Ingó Þórarinsson leiddi sönginn líkt og undanfarin ár. Fyrir þau sem misstu af þá er hér brekkusöngurinn í […]

Sagnheimar fengu tæpar fjórar milljónir úr aukaúthlutun úr safnasjóði

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað úr flýttri aukaúthlutun safnasjóðs 2020. Að þessu sinni er aukaúthlutun safnasjóðs u.þ.b. hálfu ári fyrr á ferðinni en venjulega, enda er brýn þörf hjá söfnum vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Bárust alls 37 umsóknir að heildarupphæð 61.195.000 kr. Allar umsóknir hljóta styrk og er heildarstyrkveiting 40.124.000 kr. […]

Fjölmenni í göngumessu (myndir)

Góð mæting var í göngumessu í gær sem séra Guðmundur Örn Jónsson leiddi. Lagt var upp frá Landakirkju og þaðan gengið upp að krossinum við gíg Eldfells og endað við Stafkirkjuna á Skansinum. Lúðrasveit Vestmannaeyja flutti nokkur lög ásamt kór Landakirkju. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.