hOFFMAN í Alþýðuhúsinu í kvöld

Eyjahljómsveitin hOFFMAN kemur fram í Alþýðuhúsinu í kvöld, 28 desember en uppselt er á tónleikana fyrir þó nokkru síðan. Sem stendur á hljómsveitin topplag á Xinu977 og heitir lagið Shame. Lagið hefur fengið mikla athygli og er fyrsta lag strákana af væntanlegri breiðskífu. Verður hún sú þriðja sem sveitin gefur út. Öllu verður til tjaldað […]

Notaleg stemning á Jólahvísli

DSC 6963

Húsfyllir var í Hvítasunnukirkjunni í gærkvöldi á Jólahvísli. Óhætt er að segja að það hafi verið góð og þægileg jólastemning í salnum. Helgi Tórshamar er einn listamannana sem kom fram á tónleikunum. „Tónleikarnir gengu mjög vel. Við fengum frábærar móttökur frá áhorfendum, og þetta var yndisleg stund. Við erum mjög ánægð með hvernig allt þróaðist […]

Jólahvíslið í kvöld

„Hugsunin með Jólahvísli er að allir geti komið á jólatónleika óháð fjárhag og þess vegna er frítt inn, við elskum þennan tíma, aðventuna og jólin. Boðskapur jólanna er það besta sem okkur öllum hefur verið gefið. Jesús kom með von, frið og frelsi sem varir enn,” segir Helgi Tórshamar í samtali við Eyjafréttir en í […]

Hafði aldrei skrifað ávísun og kunni það ekki

Rétt fyrir jól kom út fimmta bók, Ásmundar Friðrikssonar og sú þriðja á síðustu þremur árum. Ævisaga Edvards Júlíussonar, Eddi í Hópsnesi sem er tveggja binda verk, sem er áhugaverð og stórmerkileg saga Svarfdælings sem settist að í Grindavík. Bókin er í senn ævisaga Edda og atvinnusaga Grindavíkur á hans lífsskeiði. Eddi var farsæll sjómaður, skipstjóri […]

Ási með nýja bók – Eddi í Hópsnesi

Núna rétt fyrir jól kemur í verslanir mín fimmta bók, og þriðja á síðustu þremur árum. Ævisaga Edvards Júlíussonar, Eddi í Hópsnesi sem er tveggja binda verk, sem er áhugaverð og stórmerkileg saga Svarfdælings sem settist að í Grindavík. Höfundur er Ásmundur Friðriksson, þingmaður með meiru. Bókin er í senn ævisaga Edda og atvinnusaga Grindavíkur […]

Bókasafnið komið í jólabúning

Á Bókasafni Vestmannaeyja er nú komin mikil jólastemning í hús og safnið orðið fallega skreytt fyrir hátíðirnar. Á Bókasafninu geta fjölskyldur komið og sest niður með bók, litað eða bara slakað á í notalegu umhverfi. Nú fyrir jólin eru ýmislegt skemmtilegt í gangi á Bókasafninu, hægt er að senda jólakveðjur til jólasveinanna með því að […]

Undirliggjandi þema speglast í myndunum

Katrín fékk frjálsar hendur við myndlýsingu bókarinnar: „Þetta heitir samskiptahönnun og grafísk hönnun, sem flestir þekkja, heyrir undir hana. Er á aðeins breiðara sviði og snýst um að miðla upplýsingum á sjónrænan hátt. Ég lærði í Kolding School of Design í Danmörku og er þetta þriggja ára nám,“ segir Katrín Hersisdóttir um nám sitt. Hún […]

Sigurgeir Jónsson – Fjórtánda bókin komin út

Afinn og sonardóttirin brúa kynslóðabilið „Nokkrar af þessum sögum áttu að koma í Vestmannaeyjabókinni en hún var orðinn svo stór og mikil að við Guðjón Ingi hjá Hólaútgáfunni urðum ásáttir um að sleppa smásögunum. Þar lágu þær þar til sonardóttir mín, Katrín Hersisdóttir, fékk veður af þeim og spurði hvort ég ætlaði ekki að gefa […]

Fyrir afa – Katrín og Sigurgeir í Sagnheimum

Á laugardaginn kemur, 23. nóvember kl. 13.00 mun Sigurgeir Jónsson kynna nýja bók sína Fyrir afa, nokkrar smásögur í Sagnheimum. Með honum í för verður sonardóttir hans, Katrín Hersisdóttir, sem myndskreytti bókina. Einnig mætir sonurinn Jarl ásamt fylgdarliði. Þetta er 14. bók Sigurgeirs og að hans sögn sú síðasta. Hér er um ljúfa fjölskyldustund að […]

Lagið óður til forseta Úkraínu

Molda Volodymyr Cr

Hljómsveitina Moldu þarf ekki að kynna sérstaklega enda Eyjamönnum að góðu kunn. Þeir voru að senda frá sér nýtt lag sem ber heitið Volodymyr ( friður er sigur ) og er um óð til Volodymyrs Zelenskyy Úkraínu forseta að ræða. Í tilkynningu frá sveitinni segir að lagið hafi verið í bígerð um nokkurn tíma en […]