Árið 2027 verða 400 ár frá Tyrkjaráni

Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum bauð að venju upp á dagskrá sem tengist Tyrkjaráninu þann 27. júlí 1627 á Bryggjunni í Sagnheimum síðasta laugardag. Í ár eru liðin 398 ár frá því að ræningjar frá Alsír komu til Vestmannaeyja þar sem þeir rændu, rupluðu,  drápu 36 íbúa og tóku 242 manneskjur með sér á þrælamarkaði í Alsír. Mæting […]

Vel heppnuð og fjölmenn Goslokahátíð

 Goslokin þetta árið heppnuðust vel á allan hátt. Fjölbreytt dagskrá, gott veður og þúsundir gesta lögðust sitt að mörkum til að gera hátíðina sem besta. Í gær var síðasti dagur hátíðarinnar. Hófst dagskráin með Göngumessu frá Landakirkju að krossinum í gíg Eldfells. Þar flutti séra Viðar Stefánsson hugvekju. Þaðan var gengið á Skansinn þar sem […]

Tónleikar í kvöld

Olga Vocal Ensemble verður á Íslandi í júlí með glænýja efnisskrá sem ber heitið ,,Fragments”. Olga mun halda tónleika í safnaðarheimili Landakirkju mánudaginn 7. júlí kl. 20:00 ásamt Karlakór Vestmannaeyja. Að efnisskránni, ,,Fragments”. Sagan er áhrifarík og hugljúf en hún fylgir manni á leið hans í gegnum lífið – frá upphafi til enda. Sagan byrjar […]

Aukatónleikar vegna mikillar eftirspurnar

Einungis örfáir miðar eru eftir á gosloka tónleikana „Úr klassik í popp“ á fimmtudagskvöldinu 3. júli. Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákeðið að halda aukatónleika föstudaginn 4. júlí kl. 18:00. Flutt verða sígild popplög sem voru sótt í klassísk verk tónskáldanna Bach, Beethoven, Tchaikovsky, Brahms, Mozart o. fl. o. fl. Lög eins og Whiter Shade of […]

Efla samstarf um menningarviðburði

Þann 30. maí sl. var samstarfssamningur milli Vestmannaeyjabæjar og Lista- og menningarfélags Vestmannaeyja undirritaður í þeim tilgangi að efla samstarf milli þessara aðila, m.a. í tengslum við menningarviðburði á vegum sveitarfélagsins, s.s. Goslokahátið og Safnahelgi. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu bæjaryfirvalda í Eyjum. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar og þær […]

Nýdönsk í Höllinni – myndir

Það var heldur betur góð stemning á stórtónleikum Nýdanskra í Höllinni í gærkvöldi. Nokkur hundruð manns mættu til að hlýða á þetta glæsilega band sem starfað hefur óslitið síðan 1987. Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari fangaði stemninguna í gegnum linsuna. (meira…)

Opnar sýningu í Gallerí Fold Vínarborg

COVER

Sýningin “Minningar um landslag” á verkum Bjarna Ólafar Magnússonar opnar á morgun, föstudag kl. 18 hjá Gallerí Fold Vínarborg í samstarfi við Art.Passage.Spittelberg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gallerí Fold. Verkin á sýningunni eru unnin með vaxlitum á pappír í byrjun árs 2025. Listamaðurinn leikur sér bæði með minni og minningar. Landslagið er þekkt […]

Dagskrá sjómannadags hefst í dag

Í hönd fer sjómannadagshelgin og byrjar dagskráin í dag með kökubasar Eykindils í sal Líknar við Faxastíg frá klukkan 14.00 til 17.00. Klukkan 14:00 verður opnuð í Einarsstofu sýning Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja með þátttöku 15 félaga. Er hún opinn frá kl. 10.00 til 17.00 alla helgina. Skátar dreifa Sjómannadagsblaðinu í öll hús og yngri […]

Mikið um að vera í Safnahúsinu um sjómannadagshelgina

IMG 7704

Það verður mikið um að vera í Safnahúsinu um sjómannadagshelgina. Einn liður í sjómannadagskránni er að opna dyrnar að fágætissal Safnahúss en þar verður tekið á móti gestum föstudag, laugardag og sunnudag kl. 13-17. Í dag,  uppstigningardag, kl. 14 opnar Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja myndlistarsýningu í Einarsstofu í Safnahúsi Vestmannaeyja. Sýningin er samsýning félagsmanna og […]

Einstaklega vel heppnaðir tónleikar – myndir

Karlakor 2025 IMG 7759

Karlakór Vestmannaeyja hélt sína árlegu vortónleika í Eldheimum á föstudagskvöld. Gestir tónleikanna að þessu sinni voru Karlakór Hveragerðis. Vel var mætt og góð stemning í salnum. „Tónleikarnir heppnuðust einstaklega vel og fóru tónleikagestir glaðir og ánægðir heim sem er aðalatriðið. Ég er mjög stoltur af strákunum mínum sem stóðu sig með stakri prýði. Karlakór Hveragerðis […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.