Sjálfstæðisfólk gekk rúmlega hringinn í kringum landið

Sjálfstæðisfólk gekk samanlagt rúmlega tvær milljónir skrefa á sunnudaginn á tuttugu stöðum um land allt í tilefni af 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. Það samsvarar því að flokksmenn hafi gengið rúmlega hringinn í kringum landið (á þjóðvegi 1). Göngurnar voru skipulagðar af heimafólki á hverjum stað og hittist fólk á eftir og gæddi sér á veitingum. […]

Ást mín til Færeyja er ólýsanleg

Tónlistamaðurinn Helgi Rasmussen Tórzhamar sendi nýverið frá sér nýtt lag. Þar er á ferðinni lofsöngur til Færeyja, þaðan sem Helgi er ættaður. „Lagið er samið útfrá fallegu ljóði sem heitir Færeyjasýn sem Amma mín, Jórunn Emilsdóttir Tórshamar, orti um Færeyjar. Upprunalega ljóðið er töluvert lengra en það sem kemur fram í texta lagsins. Ég notaði aðeins […]

Styttist í fyrstu lundapysjurnar

“Nú næstu daga eigum við von á að fyrstu lundapysjurnar finnist í bænum. Eins og áður biðjum við ykkur endilega að koma með pysjurnar til okkar í vigtun og mælingu,” segir í tilkynningu frá Pysjueftirlitinu. “Að þessu sinni verður pysjueftirlitið staðsett í nýjum húsakynnum Sea Life Trust og gengið inn að austanverðu. Við munum auglýsa […]

Vestmannaeyjahlaupið verður 7. sept

Vestmannaeyjahlaupið verður haldið laugardaginn 7. september og verður boðið upp á 5 km, 10 km og 21 km hlaupaleiðir. Vestmannaeyjahlaupið er þekkt fyrir mikilfenglega hlaupaleið og skemmtilegt andrúmsloft og var Vestmannaeyjahlaupið kosið götuhlaup ársins 2016 og 2017 af lesendum hlaup.is. Tímasetningar 5 km og 10 km hlaupið hefst við Íþróttamiðstöðina kl. 13 en hálfmaraþonið hefst kl. 12:30. […]

Lundaballið í Höllinni 28. september

Lundi

Árshátíð Bjargveiðimannafélags Vestmannaeyja verður haldin í Höllinni, laugardaginn 28. september n.k. Í ár eru það Bjarnareyingar sem halda utan um dagskránna. Ballið er öllum opið og því er tilvalið fyrir vinahópa, vinnustaði o.fl. að skella sér á ball ársins í Eyjum með lundakörlunum. Hljómsveitin Brimnes heldur uppi eyjastemmningu. Glæsilegt villibráðahlaðborð að hætti EInsa kalda og hans […]

Vilt þú sýna ljósmyndir af Vestmannaeyjum?

Í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar er boðið upp á röð ljósmyndasýninga Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt í Einarsstofu í Safnahúsi frá september til nóvember nk. Um verður að ræða 60-90 mín. dagskrá þar sem 1-3 ljósmyndarar í senn sýna um 150-200 ljósmyndir sem rúlla á stóru sýningartjaldi. Í samstarfi við Tónlistarskóla Vestmannaeyja verður […]

Leyfa lund­an­um að njóta vaf­ans

Fáir virðast ætla að nýta sér heim­ild til lunda­veiða í Vest­manna­eyj­um í ár en heim­ilt er að veiða lunda frá 8. til 15. ág­úst. Þetta seg­ir Georg Eiður Arn­ar­son, einn reynd­asti lunda­veiðimaður Vest­manna­eyja. Hann seg­ir að þó að ábúð lunda hafi verið góð síðustu fjög­ur ár sjái hann hana ekki skila sér í fugli. Hann […]

Útbúa á sérstakan Eyjasundsbikar

Þann 23. Júlí sl., vann Sigrún Þuríður Geirsdóttir það afrek, fyrst kvenna, að synda svokallað Eyjusund, frá Vestmannaeyjum til Landeyjasands. Það tók Sigrúnu Þuríði um fjóra og hálfa klukkustund að þreyta sundið. Á síðasta fundi bæjarráðs þann 30. júlí síðastliðinn var lögð fram tillaga í tengslum við þetta afrek Sigrúnar Þuríðar og í tilefni af […]

Ein af þeim stóru en ekki sú stærsta

Nú þegar allflestir Þjóðhátíðargestir hafa komist til sinna heima heyrðum við aðeins í Dóru Björk Gunnarsdóttir í Þjóðhátíðarnefnd um hvernig hátíðin gekk fyrir sig. „Eins og undanfarin ár þá vorum við mjög heppin með gesti hátíðarinnar og voru þeir upp til hópa til mikillar fyrirmyndar. En því miður þá leynast alltaf svartir sauðir innan um. […]

Húkkaraballið í kvöld á bakvið Hvíta húsið

Húkkaraballið fer hefðinni samkvæmt fram í kvöld. Þar er séns fyrir einhleypa að húkka sér förunaut til að njóta Þjóðhátíðar með. Líkt og undanfarin ár fer ballið fram í portinu á bakvið Strandveg 50. Að þessu sinni eru það Daystar, Yung Nigo, 24/7, Ízleifur, GDRN, Huginn, Hr. Hnetusmjör, ClubDub og DJ Egill Spegill sem skemmta. Aðgangseyrir […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.