Til hamingju með helgina!

Hátíðarhöldin um nýliðna helgi voru öllum þeim sem komu að undirbúningi þeirra og framkvæmd til mikils sóma. Afmælisnefndin vegna 100 ára kaupstaðarafmælis og Goslokanefndin buðu uppá afar fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá. Menning, saga og mannlíf voru í forgrunni og var þetta samantvinnað með skemmtilegum og frumlegum hætti. Veðrið lék við gesti og allir viðburðir mjög […]
Sjö tinda gangan er á laugardaginn

Hin árlega sjö tinda ganga verður farin næstkomandi laugardag og hefst gangan klukkan 9:30. við Klaufina. Gengið verður hringinn í kringum Stórhöfða þar næst upp á Sæfell, Helgafell, Eldfell, Heimaklett, upp á Hána yfir Molda, eggjarnar og niður Dalfjall. Aðgangseyrir í gönguna er 2500 krónur og mun allur ágóði renna til Krabbvarnar í Vestmannaeyjum. Veðurspáin […]
Goslokahátíð: Sunnudagur – myndir

Í gær lauk Goslokahátíð Vestmannaeyja en þétt og mikil dagskrá var alla helgina. Dagskrá dagsins í gær hófst í Landakirkju en fjöldi fólks kom þar saman til þess að taka þátt í göngumessu. Seinna um daginn var sirkus í Íþróttahúsinu fyrir börn og unglinga og í Sagnheimum var Tyrkjaránið til umræðu. Dagskráin kláraðist svo í […]
Goslokahátíð: Laugardagur – myndir

Dagskrá laugardags Goslokahátíðar var þétt skipuð líkt og öll helgin. Þátttakendur í Volcano open rifu sig eldsnemma á fætur og héldu áfram leik sínum hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja. Stuttu síðar bauð Óli Týr fólki með sér í göngu upp á Heimaklett. Um það leyti er niður var komið opnaði Kristinn Pálsson sýningu sína „Gakktí bæinn” í […]
Afmælishátíð á Skansinum

Á morgun, föstudag, hefst dagskrá á Skanssvæðinu með sýningu Leikhópsins Lottu á Litlu hafmeyjunni kl. 15:30. Sýningin tekur um eina klst. Í framhaldi af henni, eða kl. 16:30, hefst afmælishátíðin þar sem eftirfarandi flytja stutt ávörp: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsáðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- sveitastjórnarráðherra, Eliza Reid forsetafrú, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóra, Arnar Sigurmundsson f.h. […]
Leikhópurinn Lotta á skansinum

Vakin er athygli á sýningu Leikhópsins Lottu á Litlu hafmeyjunni á morgun, föstudaginn 5. júlí, kl. 15:30 á Skanssvæðinu. Sýningin er í boði Ísfélagsins. Um er að ræða frábæra leiksýningu sem hefur notið vinsælda um land allt. Sýningin verður á Skanssvæðinu og í beinu framhaldi hefst 100 ára afmælishátíð Vestmannaeyjabæjar og setning Goslokahátíðar á svæðinu. Tónlist, […]
Oddgeir & óperur

Í kvöld klukkan 20.30 verða Eyjakonurnar, Silja Elsabet Brynjarsdóttir óperusöngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanónleikari með tónleika í stóra salnum í Hvítasunnukirkjunni sem þær kalla, Oddgeir og óperur. „Það er sjálf Töfraflautan eftir Mozart þar sem ég syng Þriðju dömu. Ég hlakka mikið til og það sama á við um tónleikana á fimmtudaginn. Ég […]
Lífsviljinn og lífsgleðin í myndum mínum

Bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2019, Viðar Breiðfjörð sýnir verk sín í Cratious-krónni á Skipasandi og verður sýningin opnuð klukkan 20.00 á fimmtudagskvöldið. Verkin á sýningunni hefur Viðar unnið á síðustu tveimur árum auk verka sem hann hefur unnið í sumar. „Mín myndlist eru þakkir fyrir að vera á lífi,“ sagði Viðar sem var staddur á Þórshöfn […]
Ringo, Bowie, Davíð Oddsson og fagrar eyjar

Í dag klukkan 17.30 opna Hulda Hákon og Jón Óskar sýningu í Einarsstofu sem þau kalla fjallið eina. Það er ekki í fyrsta skipti sem þau listahjón slá saman en verkin eru eins ólík og þau eru mörg. Og þær eru margar persónurnar og náttúrumyndirnar sem birtast í myndum þeirra. Þar koma m.a. við sögu […]
Tolli sýnir í flugstöðinni

Fimmtudaginn 4. Júlí verður opnuð sýning á nýjum olíumálverkum eftir Tolla á Vestmannaeyjaflugvelli. Boðið verður upp á léttar veitingar þann 4 júlí frá 16-18:30 Sýningin er samvinnuverkefni Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og Tolla. Sýningin hefur ferðast um landið síðan fyrsta sýningin var opnuð í flugstöðinni á Egilsstöðum í september í fyrra. Auk Egilsstaða og nú Vestmannaeyja hefur […]